Innlent

Verjandi í stóra ofbeldismálinu fékk sér lúr í vinnunni

Vinnufélagar Vilhjálms Vilhjálmssonar, verjanda Smára Valgeirssonar í stóra ofbeldismálinu, komu honum á óvart í morgun og höfðu búið um að skrifborðinu hans þegar hann mætti til vinnu. Það vakti athygli viðstaddra í gær þegar hann dottaði í réttarsal í gær, á fjórða degi réttarhaldanna.

„Þetta beið mín þegar ég mætti til starfa í morgun, þá voru samstarfsmenn mínir búnir að búa svona fallega um skrifborðið mitt," segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann að rekja megi þessa ákvörðun vinnufélaganna til atviksins í dómsalnum í gær.

„Já ég ákvað að verða við þessari áskorun og fá mér smá blund á borðinu. Staflinn á skrifborðinu minnkaði ekki við þessa viku fjarveru en engu að síður náði ég fimm mínútum á skrifborðinu þgar ég mætti í morgun," segir hann.

Varðandi atvikið í réttarsalnum í gær segist Vilhjálmur hafa verið búinn að ljúka sínu hlutverki. „Ég var búinn að flytja málflutningsræðuna og við tóku ræður verjenda meðákærðu. Ég lokaði augunum og ætlaði bara að loka þeim í fimm sekúndur og ég vaknaði við eigin hrotur og þá heyri ég dómarann biðja sessunaut minn um að pikka í mig," segir Vilhjálmur. Þá auðvitað hafi hann ekki getað annað en að lýsa því yfir að hann væri vakandi, þó hann hefði dottað í nokkrar sekúndur.

„En þetta er ekki ósvipað og góður senter sem er búinn að fá heiðursskiptingu. Hann er kominn út af vellinum og reimar af sér skóna og tekur af sér legghlífarnar," segir hann. Hlutverki sínu hafi verið lokið og hann ekki tekið aftur til máls.Tengdar fréttir

Verjandi sofnaði í dómssal

Verjandi í máli ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni sofnaði þegar munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.