Verjandi í stóra ofbeldismálinu fékk sér lúr í vinnunni 23. nóvember 2012 16:29 Vinnufélagar Vilhjálms Vilhjálmssonar, verjanda Smára Valgeirssonar í stóra ofbeldismálinu, komu honum á óvart í morgun og höfðu búið um að skrifborðinu hans þegar hann mætti til vinnu. Það vakti athygli viðstaddra í gær þegar hann dottaði í réttarsal í gær, á fjórða degi réttarhaldanna. „Þetta beið mín þegar ég mætti til starfa í morgun, þá voru samstarfsmenn mínir búnir að búa svona fallega um skrifborðið mitt," segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann að rekja megi þessa ákvörðun vinnufélaganna til atviksins í dómsalnum í gær. „Já ég ákvað að verða við þessari áskorun og fá mér smá blund á borðinu. Staflinn á skrifborðinu minnkaði ekki við þessa viku fjarveru en engu að síður náði ég fimm mínútum á skrifborðinu þgar ég mætti í morgun," segir hann. Varðandi atvikið í réttarsalnum í gær segist Vilhjálmur hafa verið búinn að ljúka sínu hlutverki. „Ég var búinn að flytja málflutningsræðuna og við tóku ræður verjenda meðákærðu. Ég lokaði augunum og ætlaði bara að loka þeim í fimm sekúndur og ég vaknaði við eigin hrotur og þá heyri ég dómarann biðja sessunaut minn um að pikka í mig," segir Vilhjálmur. Þá auðvitað hafi hann ekki getað annað en að lýsa því yfir að hann væri vakandi, þó hann hefði dottað í nokkrar sekúndur. „En þetta er ekki ósvipað og góður senter sem er búinn að fá heiðursskiptingu. Hann er kominn út af vellinum og reimar af sér skóna og tekur af sér legghlífarnar," segir hann. Hlutverki sínu hafi verið lokið og hann ekki tekið aftur til máls. Tengdar fréttir Verjandi sofnaði í dómssal Verjandi í máli ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni sofnaði þegar munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 22. nóvember 2012 16:20 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Vinnufélagar Vilhjálms Vilhjálmssonar, verjanda Smára Valgeirssonar í stóra ofbeldismálinu, komu honum á óvart í morgun og höfðu búið um að skrifborðinu hans þegar hann mætti til vinnu. Það vakti athygli viðstaddra í gær þegar hann dottaði í réttarsal í gær, á fjórða degi réttarhaldanna. „Þetta beið mín þegar ég mætti til starfa í morgun, þá voru samstarfsmenn mínir búnir að búa svona fallega um skrifborðið mitt," segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann að rekja megi þessa ákvörðun vinnufélaganna til atviksins í dómsalnum í gær. „Já ég ákvað að verða við þessari áskorun og fá mér smá blund á borðinu. Staflinn á skrifborðinu minnkaði ekki við þessa viku fjarveru en engu að síður náði ég fimm mínútum á skrifborðinu þgar ég mætti í morgun," segir hann. Varðandi atvikið í réttarsalnum í gær segist Vilhjálmur hafa verið búinn að ljúka sínu hlutverki. „Ég var búinn að flytja málflutningsræðuna og við tóku ræður verjenda meðákærðu. Ég lokaði augunum og ætlaði bara að loka þeim í fimm sekúndur og ég vaknaði við eigin hrotur og þá heyri ég dómarann biðja sessunaut minn um að pikka í mig," segir Vilhjálmur. Þá auðvitað hafi hann ekki getað annað en að lýsa því yfir að hann væri vakandi, þó hann hefði dottað í nokkrar sekúndur. „En þetta er ekki ósvipað og góður senter sem er búinn að fá heiðursskiptingu. Hann er kominn út af vellinum og reimar af sér skóna og tekur af sér legghlífarnar," segir hann. Hlutverki sínu hafi verið lokið og hann ekki tekið aftur til máls.
Tengdar fréttir Verjandi sofnaði í dómssal Verjandi í máli ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni sofnaði þegar munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 22. nóvember 2012 16:20 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Verjandi sofnaði í dómssal Verjandi í máli ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni sofnaði þegar munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 22. nóvember 2012 16:20