Fleiri fréttir

89 ár á milli og bæði með rauða nefið

Guðmundur, 90 ára, og Auður Eldey, 1 árs, hittust í gær til að fagna því að tvær vikur eru í Dag rauða nefsins. Þau eru nýjustu heimsforeldrar Unicef á Íslandi.

Leigjendur og ungt fólk berskjaldaðra fyrir eldsvoðum

Leigjendur og fólk á aldrinum 25-34 ára er berskjaldaðra fyrir eldsvoðum en aðrir. Ný rannsókn Capacent Gallup á eldvörnum á íslenskum heimilum sýnir að eldvarnir eru miklu lakari hjá fólki á þessum aldri en öðrum aldurshópum. Þá kemur fram sláandi munur á eldvörnum hjá leigjendum í samanburði við þá sem búa í eigin húsnæði. Þannig eru 63 prósent heimila í leiguhúsnæði með engan eða aðeins einn reykskynjara. Samsvarandi hlutfall er 26 prósent hjá þeim sem búa í eigin húsnæði. Unga fólkið er einmitt líklegra en þeir eldri til að búa í leiguhúsnæði.

Farið fram á þunga dóma

„Því miður er ég hræddur um að það sé búið að ákveða þennan dóm fyrir löngu síðan og það sé bara formsatriði að halda þessi réttarhöld,“ sagði Annþór Kristján Karlsson þegar honum gafst tækifæri til að ávarpa dóminn í blálokin á eigin réttarhöldum undir kvöld í gær.

Dæmi um að börnin séu misnotuð hér

Nokkur mál er varða útlensk börn sem komið hefur verið með hingað til lands á fölsuðum pappírum hafa ratað inn á borð Mannréttindaskrifstofu Íslands á undanförnum árum. Í sumum málunum hafa börnin verið misnotuð eftir að þau komu hingað til lands. Dæmi eru um að þau vilji losna af heimilum forráðamanna sinna eftir að hafa dvalið á Íslandi í nokkurn tíma.

Telur að fjöldi barna dvelji ólöglega á Íslandi í dag

Nokkur mál koma upp hér á landi á hverju ári þar sem grunur leikur á að fólk sem segist foreldrar barns sé það ekki. Útlendingastofnun leitar ekki sérstaklega að málum sem þessum og grunar að tilvikin séu mun fleiri.

Ökumaður slasaðist í bílveltu

Ökumaður slasaðist, en þó ekki alvarlega, þega hann missti stjórn á bíl sínum á Suðurlandsvegi neðan við Hveradalabrekkurnar í gærkvöldi og bíllinn valt út í hraun.

Forseti Mexíkó vill breyta nafni landsins í Mexíkó

Felipe Calderon forseti Mexíkó vill breyta hinu opinbera nafni landsins. Hið opinbera nafn er Bandaríki Mexíkó eða Estados Unidos Mexicanos en Calderon vill einfalda nafnið og að það verði aðeins Mexíkó eins og raunar flest allir jarðarbúar kalla landið í dag.

Gylfi nýr varaformaður NFS

Kjaramál Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands (ASÍ), var kjörinn varaformaður Norrænu verkalýðshreyfingarinnar (NFS) á stjórnarfundi samtakanna í Helsinki á þriðjudag.

Ekki skjótt afnám gjaldeyrishafta

"Ég hef ítrekað úr þessum stól varað við óraunsæjum væntingum um skjótt afnám gjaldeyrishafta. Ég fullyrði, og fagna því að fleiri eru að átta sig á því, að óraunsæjar væntingar um það hamla því að við getum unnið úr vandanum.

Bændur mótmæla afstöðu í ESB-viðræðum

Fulltrúar Bændasamtakanna gengu nýverið út af fundi starfshóps sem ætlað er að móta samningsafstöðu Íslands í landbúnaðarmálum í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB).

Stjórnin jákvæð í garð kísilverksmiðju

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra út í stuðning ríkisstjórnarinnar við fyrirhugaða kísiliðju þýska fyrirtækisins CCP á Húsavík. Ætlað er að hún nýti orku úr Bjarnarflagi og Þeistareykjum.

Breivik má hafa kúlupenna

Aðstaða morðingjans Anders Behring-Breivik í fangelsinu Illa hefur breyst til batnaðar, samkvæmt því sem lögmaður hans sagði í samtali við Verdens Gang.

Ökumaður fluttur á slysadeild - flughált á Suðurlandsveginum

Ökumaður var fluttu á slysadeild eftir að hafa velt jepplingi nærri afleggjaranum að Nesjavallavirkjun, nærri Hellisheiðinni um klukkan tíu í kvöld. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var fluttur á slysadeild, meiðsl hans eru ekki talin mjög alvarleg.

Mauramaðurinn rústaði heimilinu

Hjón, búsett nærri Köln í Þýskalandi, eru orðin heimilislaus eftir að þau kölluðu til meindýraeyði vegna vandamáls með maura í húsinu. Hjónin byggðu húsið sitt fyrir tveimur árum síðan, en sífelldur ágangur maura innandyra fór í taugarnar á þeim.

Lokkaði ungling til sín og dreymdi um að éta börn

Hinn fimmtíu og sex ára gamli Robert Mucha frá New Jersey í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir að lokka fimmtán ára dreng til sín í gegnum netið en hann káfaði meðal annars á drengnum þegar þeir hittust.

"Loksins, loksins, loksins“

"Loksins loksins loksins dómur er fallinn í Tribunal (Hæstarétti í Medellin) og var okkur dæmt í vil :D Helga Karólína og Birna Salóme eru orðnar löglegar dætur okkar.“

Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi

Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum.

"Saksóknari hefur horft á spilaborg sína hrynja fyrir framan sig"

Börkur Birgisson lýsti yfir sakleysi sínu þegar hann ávarpaði fjölskipaðan Héraðsdóm Reykjaness í dag. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum og Annþóri Karlssyni og átta öðrum er nú lokið en þeir eru sakaðir um að hafa skipulagt stórfellda líkamsárás í janúar á þessu ári.

Annþór ávarpaði dóminn: Varla ofbeldi að hrækja á skikkju dómara

"Það sem stendur hérna er rangt!“ sagði Annþór Karlsson í Héraðsdómi Reykjaness í kvöld. Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum, Berki Birgissyni og átta öðrum er nú lokið. Við upphaf aðalmeðferðar í dag fóru þeir fram á að ávarpa dóminn að lokinni aðalmeðferð.

Tölvur gerðar upptækar: Tók nektarmyndir af útigangskonum

Kynferðirbrotadeild lögreglunnar hefur gert upptækar tvær tölvur í eigu karlmanns sem tekið hefur grófar nektarmyndir af útigangskonum og sett á Netið. Lögreglan telur að sumar konurnar hafi ekkert vitað af myndatökunum.

Stjórn Eirar verður leyst upp og ný stjórn skipuð

Fulltrúaráð hjúkrunarheimilisins Eirar verður leyst upp og ný stjórn skipuð á allra næstu dögum. Nauðsynlegt til að skapa trúverðugleika, segir einn þeirra sem hefur unnið að lausn á fjárhagsvanda heimilisins.

Óvissustig vegna Grímsvatnahlaups

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Eskifirði og Hvolsvelli, lýsir yfir óvissustigi vegna mælinga sem gefa til kynna aukið vatnsrennsli úr Grímsvötnum. GPS mælitæki sýnir að íshellan í Grímsvötnum hefur sigið undanfarna daga. Búast má við að jökulhlaup komi fram í Gígjukvísl á næstu dögum.

Krafa Sigurðar samþykkt að hluta

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í deilumáli Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, við slitastjórn bankans. Við slit Kaupþings lýsti Sigurður kröfu, meðal annars vegna vangoldinna launa og annarra launatengdra greiðslna.

Óska eftir upplýsingum að umferðarslysi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á tíunda tímanum í morgun á Sæbraut í Reykjavík á móts við afgreiðslustað Aktu taktu.

Verjandi sofnaði í dómssal

Verjandi í máli ákæruvaldsins gegn þeim Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni sofnaði þegar munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Annþór og Börkur fá að ávarpa dóminn

Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson, aðalsakborningar í stóra ofbeldisbrotamálinu, sem flutt er fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag munu fá að ávarpa dóminn áður en málflutningi lýkur. Þeir kröfðust þess við upphaf málflutnings í dag að þeir fengu að gera grein fyrir máli sínu að loknum málflutningi. Slíkt er ekki venja í dómsmálum sem þessum en ákvörðun um þetta er háð vilja dómarans.

10 milljón farþegar í lok árs?

Farþegum Strætó fjölgaði um tæplega 12 prósent í október mánuði, eða um 108 þúsund, miðað við sama tímabil í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó er þetta í fyrsta skiptið sem farþegafjöldinn er meiri en ein milljón í októbermánuði.

Segir sjö ára fangelsi allt of mikla refsingu

"Krafa um sjö ára fangelsi er einfaldlega allt of há." Þetta sagði verjandi Barkar Birgissonar í málflutningi sínum fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Börkur er, sem kunnugt er, ákærður fyrir aðild að miklu ofbeldisbrotamáli ásamt níu öðrum. Saksóknari hefur farið fram á sjö ára fangelsi yfir Berki en átta ára fangelsi yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni.

Perlan fari úr einum vasa í annan

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að borgin gangi til samninga við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á Perlunni í Öskjuhlíð. Þá mun borgin ganga til samninga við ríkið um að það leigi húsið í allt að 15 ár og komi þar upp náttúruminjasýningu.

Bátur sökk í Reykjavíkurhöfn

Það vakti eftirtekt fastagesta á Kaffivagninum að bátur sem er þar alla jafna fastur við bryggju hafði sokkið í nótt. Eftir því sem Vísir kemst næst sökk báturinn líka fyrir um ári síðan. Dæla í bátnum mun vera biluð og það veldur þessu.

Siv vill banna myndatökur í og við dómshús

Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur lagt frumvarp fram á Alþingi þess efnis að myndatökur í og við dómshús verði bannaðar. Aðrir en dómstólarnir sjálfir mega því ekki taka upp myndskeið eða myndir í dómshúsum.

Uppreimaðir gönguskór kostuðu hann nærri lífið

Það tók Ingiberg G. Þorvaldsson um 20 sekúndur að komast úr uppreimuðum gönguskóm til að reyna að komast í lífgalla er báturinn Aníta Líf sökk á örskammri stundu. Áður en hann náði því fór báturinn á hliðina og hann kastaðist út í sjó.

Vinnumenn lagfærðu þakið á Bás

Vinnumenn voru í morgun að lagfæra þak á bílaverkstæðinu Bás á Siglufirði. Blindbylur var fyrir norðan í gærkvöld og í nótt, en þegar leið á nóttina fór svo að hlýna. Veður var svo orðið stillt í morgun og þá var hægt að hefjast handa við að laga þakið.

Hlaup að hefjast í Grímsvötnum

Vatnamælingar í Grímsvötnum benda til þess að hlaup sé að hefjast þar. Samkvæmt upplýsingum frá vatnamælingamanni Veðurstofunnar verður ekki um stórt hlaup að ræða í ljósi þess að hlaup varð þar í byrjun árs.

Sjá næstu 50 fréttir