Innlent

Snarræði húsráðenda kom í veg fyrir eldsvoða

Skjót og rétt viðbrögð húsráðanda komu í veg fyrir að verr færi, þegar eldur kom upp í viftu á baðherbergi í fjölbýlishúsi í Njarðvík í gærkvöldi. Hann greip til slökkvitækis og var búinn að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Víkurfréttir hafa eftir slökkviliðsmanni, að mikill hiti hafi verið orðinn þar sem eldurinn kviknaði og hafi ekki mátt tæpara standa að verr færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×