Magnúsi Orra bannað að auglýsa bókina sína 6. nóvember 2012 13:43 Magnús Orri Schram gaf út bókina Við stöndum á tímamótum fyrir skömmu en fær ekki að auglýsa hana. „Þetta snýst um það að frambjóðendur mega ekki kaupa sér auglýsingar," sagði Valgerður Guðjónsdóttir, formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, en þeim tilmælum var komið til Magnúsar Orra Schram, þingmanns flokksins, að hann mætti ekki auglýsa bók sína og yrði það gert ógildir hann framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í kjördæminu. Magnús Orri gefur kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjörinu. Magnús Orri gaf á dögunum út bókina „Við stöndum á tímamótum" en það er Veröld sem gefur út. Forlagið vakti athygli á bókinni með auglýsingu líkt og tíðkast almennt, en sú auglýsing virðist hafa farið fyrir brjóstið á kjörstjórn Suðvesturkjördæmis.Umdeild bók. Magnús Orri má ekki auglýsa bókina.Aðspurð segir Valgerður að það hafi verið stjórnin sjálf sem gerði athugasemdir við bókaauglýsinguna og kom þeim tilmælum áleiðis til Magnúsar Orra með óformlegum hætti að ef hann auglýsti aftur, þá gæti það teflt framboði hans í tvísýnu. Valgerður segir að fyrsta auglýsingin hafi verið búin að birtast þegar aðfinnslan var gerð. „Þá bentum við honum á að þetta væri ekki innan ramma reglnanna," sagði Valgerður. Hún segir engar formlegar kvartanir hafi borist stjórninni og að framkvæmd prófkjörsins hafi gengið bærilega enn sem komið er. Prófkjörið í kjördæminu fer fram næstu helgi. Þar er hart barist en svo virðist sem helstu átökin séu á milli Árna Páls Árnasonar, sem hefur einnig gefið kost á sér sem formaður flokksins, og svo Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra, sem sækist nú eftir 1. sætinu í stað 2. sætis. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
„Þetta snýst um það að frambjóðendur mega ekki kaupa sér auglýsingar," sagði Valgerður Guðjónsdóttir, formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, en þeim tilmælum var komið til Magnúsar Orra Schram, þingmanns flokksins, að hann mætti ekki auglýsa bók sína og yrði það gert ógildir hann framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í kjördæminu. Magnús Orri gefur kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjörinu. Magnús Orri gaf á dögunum út bókina „Við stöndum á tímamótum" en það er Veröld sem gefur út. Forlagið vakti athygli á bókinni með auglýsingu líkt og tíðkast almennt, en sú auglýsing virðist hafa farið fyrir brjóstið á kjörstjórn Suðvesturkjördæmis.Umdeild bók. Magnús Orri má ekki auglýsa bókina.Aðspurð segir Valgerður að það hafi verið stjórnin sjálf sem gerði athugasemdir við bókaauglýsinguna og kom þeim tilmælum áleiðis til Magnúsar Orra með óformlegum hætti að ef hann auglýsti aftur, þá gæti það teflt framboði hans í tvísýnu. Valgerður segir að fyrsta auglýsingin hafi verið búin að birtast þegar aðfinnslan var gerð. „Þá bentum við honum á að þetta væri ekki innan ramma reglnanna," sagði Valgerður. Hún segir engar formlegar kvartanir hafi borist stjórninni og að framkvæmd prófkjörsins hafi gengið bærilega enn sem komið er. Prófkjörið í kjördæminu fer fram næstu helgi. Þar er hart barist en svo virðist sem helstu átökin séu á milli Árna Páls Árnasonar, sem hefur einnig gefið kost á sér sem formaður flokksins, og svo Katrínar Júlíusdóttur fjármálaráðherra, sem sækist nú eftir 1. sætinu í stað 2. sætis.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira