Margar tilkynningar til tryggingafélaga vegna óveðursins Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2012 18:45 Tryggingafélögin hafa tekið við á þriðja hundrað tjóna tilkynningum vegna óveðursins á föstudaginn. Flestar tilkynningar eru vegna skemmda á fasteignum en fokin trampólín og garðhúsgögn fást ekki bætt. Mynd/Anton Brink Tryggingafélögin hafa tekið við á þriðja hundrað tjóna tilkynningum vegna óveðursins á föstudaginn. Flestar tilkynningar eru vegna skemmda á fasteignum en fokin trampólín og garðhúsgögn fást ekki bætt. Miklar skemmdir urðu á eignum í óveðrinu sem gekk yfir landið á föstudag og hafa tryggingafélög haft í nógu að snúast að taka við tjónatilkynningum í dag. „Það hefur verið þó nokkuð um tilkynningar, þær eru mismunandi að stærð og umfangi - allt frá því að vera fokið hurðir eða opnanleg þök á húsum upp í það þar sem þökin hafa fokið af í heilu lagi og jafnvel veggir gefið sig líka," segir Þorsteinn Þorsteinsson, deildarstjóri í eignatjónadeild VÍS. Hann segir marga hafa hringt til að spyrjast fyrir um rétt sinn meðal annars vegna tjóns á innbúi, en innbú er almennt ekki foktryggt utan húss nema um ófyrirsjáanlegan atburð sé að ræða. „En nú hefur verið búið að vara við þessu veðri þó nokkuð mikið undanfarið og þarna er ekki um neitt ófyrirsjáanlegt atvik að ræða, þó að það fjúki trampólín eða garðhúsgögn - það er eitthvað sem að viðskiptamenn fá því miður ekki bætt núna." Alls voru rúmlega fimmtíu eignatjón tilkynnt til VÍS í dag, þá voru um þrjátíu tilvik tilkynnt til Varðar og um fjörutíu höfðu borist Sjóvá. Tryggingamiðstöðinni fékk hátt í áttatíu tilkynningar vegna eignatjóns auk nokkurra tuga tjóna á bílum. Alls eru þetta því á þriðja hundrað tilkynningar í dag og á Þorsteinn von á að fleiri muni berast á næstu dögum. „Það sem við erum búin að fá nú þegar er upp á einhverja tugi milljóna, þetta er ekki stóratburður í sögulegu samhengi en þetta er tilfinnanlegt veður samt sem áður," segir Þorsteinn að lokum. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Tryggingafélögin hafa tekið við á þriðja hundrað tjóna tilkynningum vegna óveðursins á föstudaginn. Flestar tilkynningar eru vegna skemmda á fasteignum en fokin trampólín og garðhúsgögn fást ekki bætt. Miklar skemmdir urðu á eignum í óveðrinu sem gekk yfir landið á föstudag og hafa tryggingafélög haft í nógu að snúast að taka við tjónatilkynningum í dag. „Það hefur verið þó nokkuð um tilkynningar, þær eru mismunandi að stærð og umfangi - allt frá því að vera fokið hurðir eða opnanleg þök á húsum upp í það þar sem þökin hafa fokið af í heilu lagi og jafnvel veggir gefið sig líka," segir Þorsteinn Þorsteinsson, deildarstjóri í eignatjónadeild VÍS. Hann segir marga hafa hringt til að spyrjast fyrir um rétt sinn meðal annars vegna tjóns á innbúi, en innbú er almennt ekki foktryggt utan húss nema um ófyrirsjáanlegan atburð sé að ræða. „En nú hefur verið búið að vara við þessu veðri þó nokkuð mikið undanfarið og þarna er ekki um neitt ófyrirsjáanlegt atvik að ræða, þó að það fjúki trampólín eða garðhúsgögn - það er eitthvað sem að viðskiptamenn fá því miður ekki bætt núna." Alls voru rúmlega fimmtíu eignatjón tilkynnt til VÍS í dag, þá voru um þrjátíu tilvik tilkynnt til Varðar og um fjörutíu höfðu borist Sjóvá. Tryggingamiðstöðinni fékk hátt í áttatíu tilkynningar vegna eignatjóns auk nokkurra tuga tjóna á bílum. Alls eru þetta því á þriðja hundrað tilkynningar í dag og á Þorsteinn von á að fleiri muni berast á næstu dögum. „Það sem við erum búin að fá nú þegar er upp á einhverja tugi milljóna, þetta er ekki stóratburður í sögulegu samhengi en þetta er tilfinnanlegt veður samt sem áður," segir Þorsteinn að lokum.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira