Innlent

Strandsiglingar hefjist á ný

GS skrifar
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir stefnt að því að siglingar hefjist á ný.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir stefnt að því að siglingar hefjist á ný. Mynd/ GVA.
Stefnt er að því að hefja strandsiglingar umhverfis landið á ný, eftir margra ára hlé, að því er kom farm í svari Ögmundar Jónasssonar innanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í gær. Málið er nú til umsagnar hjá eftirlitsstofnun EFTA, en stefnt er að nokkurra ára tilraunaverkefni. Ögmundur sagðist vonast til að hægt verði að bjóða verkefnið út upp úr áramótum, en stefnt er að því að skip sigli einu sinni í viku umhverfis landið með viðkomu á mörgum höfnum í öllum landshlutum. Vonast er til að þessi flutningamáti muni létta á þungaflutningum um þjóðvegina.-








Fleiri fréttir

Sjá meira


×