Innlent

Ekki hægt að svipta séra Georg Fálkaorðunni

Séra Georg er látinn og því er ekki hægt að svipta hann orðunni, en henni á að skila til forsetaembættisins.
Séra Georg er látinn og því er ekki hægt að svipta hann orðunni, en henni á að skila til forsetaembættisins.
„Við andlát þarf að skila Fálkaorðunni, það er því erfitt að svipta menn einhverju sem þeir ekki hafa," segir Örnólfur Thorsson forsetaritari, spurður hvort það komi til álita að svipta séra Ágúst Georg, fyrrverandi skólastjóra Landakotsskóla, Fálkaorðunni. Illugi Jökulsson krafðist þess í bloggi sínu í dag að hann yrðu sviptur orðunni vegna niðurstöðu rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar.

Í skýrslu nefndarinnar kom fram vitnisburður fjölda fyrrverandi nemanda Landakotskólans um að séra Georg hefði misnotað þau kynferðislega. Árið 1994 var hann sæmdur Fálkaorðunni af Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseta Ísland. Illugi sagði í bloggi sínu að réttast væri að svipta manninn orðunni í ljósi þeirra ódæðisverka sem hann er sagður hafa framið.

Í samtali við Örnólf kemur hinsvegar í ljós að Fálkaorðunni ber að skila lögum samkvæmt eftir andlát orðuþegans. Því sé illgerlegt að svipta Georg orðunni þar sem hún tilheyrir honum ekki lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×