Spáir Obama sigri Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. nóvember 2012 18:45 Á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir á landsvísu benda til þess að mjótt sé á munum en bandarískur prófessor segir næsta víst að Barack Obama muni tryggja sér endurkjör. Kannanir á landsvísu síðustu vikur hafa gefið til kynna að afar mjótt sé á munum á milli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Mitts Romney, frambjóðanda Repúblikana. Kannanir af þessu tagi segja þó ekki alla söguna því í forsetakosningum í Bandaríkjunum snýst baráttan um að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna. Sá fjöldi er mismunandi eftir ríkjum og til að tryggja sér embættið þarf frambjóðandi að ná 270 kjörmönnum alls. Í mörgum ríkjum er nær öruggt hvor fer með sigur úr bítum en í nokkrum er staðan tvísýnni. Dr. James A. Thurber prófessor við American University í höfuðborginni Washington er einn af helstu sérfræðingum heims í bandarískum kosningum og tíður gestur á sjónvarpsstöðvum vestra. Hann segir stöðuna alls ekki eins tvísýna og stóru sjónvarpsstöðvarnar vilji vera láta. Obama muni vinna kosningarnar. „Stóru sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum eru að segja að þetta sé of tvísýnt til þess að hægt sé að spá fyrir um úrslitin. Þeir notast helst við kannanir fyrir allt landið en þegar þú lítur á þau ríki þar sem baráttan er hörðust þá lítur út fyrir að Obama forseti muni vinna. Hann mun vinna fleiri kjörmenn, það er ekki víst að hann fái fleiri atkvæði en Romney yfir allt landið en ég held að líklegast sé að hann beri einnig sigur úr bítum þar." Að mati Thurber urðu mikil vatnaskil þegar Romney tryggði sér útnefningu Repúblikanaflokksins. Það gerði hann með því að færa sig mjög langt til hægri og síðan þá hafi hann þurft að færa sig nær miðju, það hafi reynst honum erfitt. „Það gekk ekki mjög vel hjá honum í upphafi eða þartil kom að fyrstu kappræðunum. Þar gekk Obama mjög illa og kannanir urðu mjög tvísýnar. Í þeim kappræðum sem fylgdu á eftir gekk honum hinsvegar mun betur og það gerði það að verkum að forsetinn náði forskoti á ný. Þar erum við stödd nú, hann er með forskot í öllum barátturíkjunum nema í Flórída og Norður-Karólínu." En hvað sem líður könnunum og spám þá halda frambjóðendurnir ótrauðir áfram og báðir hafa þeir komið fram á kosningafundum vítt og breytt um Bandaríkin í dag í þeim ríkjum þar sem tvísýnast er um úrslit. Ohio skiptir mestu máli og því kemur ekki á óvart að þar ætla þeir báðir að ljúka baráttunni. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Sjá meira
Á morgun ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir á landsvísu benda til þess að mjótt sé á munum en bandarískur prófessor segir næsta víst að Barack Obama muni tryggja sér endurkjör. Kannanir á landsvísu síðustu vikur hafa gefið til kynna að afar mjótt sé á munum á milli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Mitts Romney, frambjóðanda Repúblikana. Kannanir af þessu tagi segja þó ekki alla söguna því í forsetakosningum í Bandaríkjunum snýst baráttan um að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna. Sá fjöldi er mismunandi eftir ríkjum og til að tryggja sér embættið þarf frambjóðandi að ná 270 kjörmönnum alls. Í mörgum ríkjum er nær öruggt hvor fer með sigur úr bítum en í nokkrum er staðan tvísýnni. Dr. James A. Thurber prófessor við American University í höfuðborginni Washington er einn af helstu sérfræðingum heims í bandarískum kosningum og tíður gestur á sjónvarpsstöðvum vestra. Hann segir stöðuna alls ekki eins tvísýna og stóru sjónvarpsstöðvarnar vilji vera láta. Obama muni vinna kosningarnar. „Stóru sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum eru að segja að þetta sé of tvísýnt til þess að hægt sé að spá fyrir um úrslitin. Þeir notast helst við kannanir fyrir allt landið en þegar þú lítur á þau ríki þar sem baráttan er hörðust þá lítur út fyrir að Obama forseti muni vinna. Hann mun vinna fleiri kjörmenn, það er ekki víst að hann fái fleiri atkvæði en Romney yfir allt landið en ég held að líklegast sé að hann beri einnig sigur úr bítum þar." Að mati Thurber urðu mikil vatnaskil þegar Romney tryggði sér útnefningu Repúblikanaflokksins. Það gerði hann með því að færa sig mjög langt til hægri og síðan þá hafi hann þurft að færa sig nær miðju, það hafi reynst honum erfitt. „Það gekk ekki mjög vel hjá honum í upphafi eða þartil kom að fyrstu kappræðunum. Þar gekk Obama mjög illa og kannanir urðu mjög tvísýnar. Í þeim kappræðum sem fylgdu á eftir gekk honum hinsvegar mun betur og það gerði það að verkum að forsetinn náði forskoti á ný. Þar erum við stödd nú, hann er með forskot í öllum barátturíkjunum nema í Flórída og Norður-Karólínu." En hvað sem líður könnunum og spám þá halda frambjóðendurnir ótrauðir áfram og báðir hafa þeir komið fram á kosningafundum vítt og breytt um Bandaríkin í dag í þeim ríkjum þar sem tvísýnast er um úrslit. Ohio skiptir mestu máli og því kemur ekki á óvart að þar ætla þeir báðir að ljúka baráttunni.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Sjá meira