Sigríður Björnsdóttir verkefnisstjóri samtakanna Blátt áfram segir að allir þeir sem starfi í kringum börn fái fræðslu um hvernig sé hægt að sporna við kynferðisofbeldi.
„Það sem er mikilvægast í þessu, og það sem mikið er um er að það sé horft framhjá óviðeigandi hegðun fullorðna í samskiptum við börn. Til að fyrirbyggja slíkt þá þarf að setja fram reglur, allt starfsfólk sem starfar með börnum á að fara í gegnum fræðslu um það hvað ber að varast, hverju eigi að leita eftir - ef allir sitja við sama borð þá klárlega standa þessir einstaklingar saman, ef einhver einstaklingur innna stofnunarinnar er farinn að gera eitthvað sem á ekki að gera," segir Sigríður.
En eru til próf til að sigta út barnaníðinga?
„Ég hef heyrt að svona próf hafi verið notuð í Ameríku, en það ekkert hægt að segja. Það er mikilvægara að þeir sem ráða fólk í störf með börnum spyrji þá spurninga. Hvernig myndir þú aga barn? Afhverju velur þú að vera með þessum aldri? Og spyrja út í hegðun í svona aðstæðum."
Það má hlusta á viðtalið við Sigríði hér að ofan.
Er til próf sem sigtar út barnaníðinga?
