Fleiri fréttir Fjölskylda Inga niðurbrotinn vegna ákvörðunar skólayfirvalda Faðir Inga Kristmanns, sem neitað var um skólavist í Klettaskóla, segir fjölskylduna niðurbrotna. Menntamálaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Klettaskóla um að synja Inga Kristmanni, sem er ellefu ára gamall, fatlaður drengur um skólavist. 8.11.2012 12:00 Veðurstofan varar við stormi Veðurstofan varar við stormi um landið norðan- og vestanvert á morgun. Í tilkynningu frá Veðurstofunni er gert ráð fyrir vaxandi norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í nótt og víða stormur (norðan 20-25 m/s) þar í fyrramálið. 8.11.2012 11:33 Meirihlutinn í Rangárþingi ytra fallinn Meirihluti Á-listans í Rangárþingi ytra er fallinn. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir ætlar að mynda meirihluta með D-listanum samkvæmt fréttvefnum sunnlenska.is. 8.11.2012 11:14 Ræktuðu kannabis í tjaldi Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær fíkniefnasala, sem var með kannabisefni í níu sölupakkningum á sér. Við leit, sem hann hafði heimilað í húsnæði sínu, fannst kannabis út um alla íbúð ásamt kannabisfræjum. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem maðurinn er handtekinn vegna fíkniefnasölu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 8.11.2012 11:05 Pakkaflóðið að hefjast - Tollstjóri minnir á gjöldin Nú nálgast jólin og fjölmargir eiga von á sendingum með jólagjöfum frá ættingjum og vinum, sem búsettir eru erlendis. Til marks um fjölda þessara sendinga má geta þess að í fyrra voru skráðar bögglasendingar tæplega sex þúsund talsins síðustu tvo mánuðina fyrir jól samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóra. 8.11.2012 10:27 Ætla að styrkja Kvikmyndasjóð og uppbyggingu ferðamannastaða Fjárfestingaráætlun ríkisins hefur verið gerð opinber en ríkið mun leggja 6,2 miljarða í fjárfestingaáætlunina á næsta ári. Fjármagn til fjárfestingaáætlunar fyrir árin 2013-2015 hefur verið tryggt samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en áætlunin var lögð fram með fyrirvara um fjármögnun síðasta vor. 8.11.2012 10:22 Breivik kvartar undan mannréttindabrotum Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik sendi á dögunum kvörtunarbréf til fangelsismálastofnunarinnar í Noregi. Ástæðan er sú að hann telur að mannréttindi séu brotin á sér. Hann er ennþá í einangrunarvist í Ila fangelsinu og verður þar áfram. Breivik er ósáttur við einangrunina og vill til dæmis fá að senda bréf úr fangelsinu. Breivik var í sumar fundinn sekur um að hafa myrt 77 manns í Útey fyrir rúmu ári síðan. 8.11.2012 10:09 Ellefu ára drengur ekki nógu fatlaður fyrir Klettaskóla Fatlaður ellefu ára gamall drengur fær ekki inngöngu í Klettaskóla, sérskóla fyrir fatlaða, þó að hann sé greindur fatlaður. Foreldrar drengsins sóttu um vist fyrir hann við skólann í apríl síðastliðnum en fengu synjun hálfum mánuði síðar. Þau kærðu málið til menntamálaráðuneytisins sem staðfesti synjunina í gær. Drengurinn er nú í almennum skóla en nýtur aðstoðar þroskaþjálfa, eftir því sem fram kemur í úrskurði menntamálaráðuneytisins. 8.11.2012 09:32 Yfir 20 þúsund flugferðum frestað vegna Sandy Rúmlega tuttugu þúsund flug voru felld niður vegna fellibylsins Sandy. Það er aftur á móti aðeins brot af þeim fjölda ferða sem hætt var við vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli á sínum tíma samkvæmt vefsíðunni túristi.is. 8.11.2012 09:23 Íbúar Kaliforníu samþykktu skattahækkun Íbúar Kaliforníu samþykkt skattahækkanir á tekjur þeirra efnameiri í ríkinu samhliða forsetakosningunum fyrr í vikunni. 8.11.2012 08:19 Varað við ísingu á vegum suðvestanlands Vegagerðin varaði í gærkvöldi við því að óvænt glerísing gæti myndast á vegum suðvestanlands. 8.11.2012 07:18 Enn eykst vandi grásleppusjómanna Grásleppustofninn við Noreg fer nú ört stækkandi og verða mun meiri veiðar heimilaðar á næstu vertíð en undanfarnar vertíðir. 8.11.2012 07:15 Fjórir teknir vegna fíkniefnaaksturs Fjórir ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt, allir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. 8.11.2012 07:05 Áfram truflanir á heitavatnsrennsli í Borgarfirði Borgfirðingar verða áfram að sætta sig við truflanir á heitavatnsrennsli og að af og til kólni í húsum þeirra. 8.11.2012 07:03 Rannsaka hve margir Skotar eru rauðhærðir Rannsókn er hafin á því hve hátt hlutfall Skota er með erfðaefnið sem litar hár manna rautt. Einnig er vonast til þess að geta svarað spurningunni um afhverju Skotar eru sú þjóð heimsins þar sem rautt hár er algengast meðal manna. 8.11.2012 06:58 Puerto Rico að verða 51. ríki Bandaríkjanna Allar líkur eru á því að nýrri stjörnu verði bætt í bandaríska fánann á næsta ári en þá stendur til að taka eyjuna Puerto Rico inn sem 51. ríkið í Bandaríkjunum. 8.11.2012 06:52 Nær 50 manns fórust í jarðskjálfta í Gvatemala Að minnsta kosti 48 manns fórust í mjög öflugum jarðskjálfta undan Kyrrahafsströnd Gvatemala í gærdag og um 73.000 manns eru nú án rafmagns vegna skjálftans. 8.11.2012 06:47 Grikkir samþykkja sparnað í skugga mikilla mótmæla Gríska þingið samþykkt naumlega seint í gærkvöldi nýtt niðurskurðarfrumvarp ríkisstjórnarinnar. 8.11.2012 06:43 Valdaskiptin eru hafin í Kína 18. flokksþing Kommúnistaflokksins í Kína er hafið í Höll alþýðunnar í Bejing. Á þessu þingi verður skipt um flokksforystuna og mun Xi Jinping varaforseti landsins verða kosinn aðalritari flokksins en hann tekur við stöðunni af Hu Jintao. 8.11.2012 06:40 Gráhærðu glæpagengin valda áhyggjum í Japan Það sem kallast Gráhærðu glæpagengin í Japan eru vaxandi vandamál þar í landi en fáar skýringar finnast á þessu vandamáli. 8.11.2012 06:32 „Barnamatseðlar eru vanvirðing við börn“ „Það er ekki nóg að lagfæra einn rétt hér og þar heldur þarf að skoða þessi mál algerlega frá grunni,“ segir Sigurveig Káradóttir matreiðslumaður, sem látið hefur sig skólamáltíðir varða. 8.11.2012 06:00 Halda uppi málstað Íslendinga Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur verið ráðið til að aðstoða íslensk stjórnvöld til að halda uppi málstað Íslendinga í makríldeilunni og Icesave-málinu. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir að verja allt að 26 milljónum til þessa verkefnis á næsta ári. Atvinnuvega- og utanríkisráðuneyti fengu Burson-Marsteller til verksins. Huginn Freyr 8.11.2012 06:00 „Lífsnauðsynlegt fyrir okkur“ Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að veita Landspítalanum 600 milljónir til tækjakaupa á næsta ári til viðbótar við þær 262 sem spítalanum voru ætlaðar til þess á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Spítalinn mun því geta keypt tæki fyrir 862 milljónir á næsta ári. 8.11.2012 06:00 Merkisþorskur lenti í hvalsmaga Gögn frá gervitunglamerki sem rannsóknafyrirtækið Laxfiskar festi á þorsk í apríl síðastliðnum sýndu að þegar hann hafði borið merkið í tæpa fimm mánuði var hann étinn af búrhval. Merkið var í hvalnum í rúman mánuð þar til hann skilaði því af sér og það flaut upp á yfirborðið. Nokkrum dögum seinna hófust sendingar frá merkinu í gervitungl, samkvæmt áætlun. Merkið hafði safnað gögnum samfellt síðan það var sett á þorskinn um vorið, þar með talið á meðan það var í hvalnum. Það gefur einstakar upplýsingar um hegðun hvalsins þennan mánaðartíma, segir á vef Laxfiska. 8.11.2012 06:00 Vonast til aðkomu græns sjóðs ríkisins Stefnt er að því að ný gasgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang verði reist á umráðasvæði Sorpu í Álfsnesi. Með slíkri stöð mætti allt að þrefalda gasframleiðslu fyrirtækisins. Í nýjasta tölublaði FÍB blaðsins, sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda gefur út, er gagnrýnt að ekki liggi fyrir hvar, hvernig eða hvenær nýja gasgerðarstöðin rísi. Vara þurfi fólk við kaupum á metanbílum ef gasskortur sé fyrirséður á markaði. 8.11.2012 06:00 Nauðsynlegt að hrista upp í kerfinu Eva Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, var gagnrýnin á heilbrigðisáætlun ríkisins á fundi velferðarnefndar og segir í hana vanta mikilvæg atriði eins og árangursmælingar. Þá bendir hún á að heilsugæslan ætti að virka mun betur, sérstaklega þar sem hún eigi að vera fyrsti punkturinn í kerfinu sem fólk leiti til vegna geðheilbrigðismála. Sérstök geðheilbrigðisáætlun sé mikilvægt tæki til að hjálpa við að endurskoða kerfið, sem sé komið til ára sinna. 8.11.2012 06:00 Öflugasti jarðskjálfti í 38 ár Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir harður jarðskjálfti skók Gvatemala í kvöld og hrundi skóli meðal annars til grunna. Skjálftinn, sem mældist 7,4 stig, fannst greinilega í Mexíkó, El Salvador og Hondúras. 7.11.2012 21:56 Kenndi blindri stúlku sjónhverfingar Töframaðurinn Einar Mikael segist líklega hafa verið fyrstur í heimi til að kenna blindri manneskju sjónhverfingar. Hann kenndi hinni 14 ára Íva Marín Adrichem að segja til um hvaða spil er dregið úr stokki af handahófi, en Íva Marín hefur verið blind frá fæðingu. 7.11.2012 21:35 Mitt Romney tekur lagið fyrir stuðningsmenn sína Það er margt sem leynist á internetinu enda margir netverjar út um allan heim sem alltaf eru að bralla eitthvað. Nú hefur hópur manna, sem kalla sig The Gregory Brothers, útbúið myndband þar sem Mitt Romney, sem tapaði forsetakosningunum í gær, sést syngja ræðu sína þar sem hann tilkynnir stuðningsmönnum sínum tapið. Þessi útgáfa er þó ekki eins og upprunalega ræðan, heldur syngur hann í þetta skiptið. Mjög skemmtilegt - og ansi vel gert hjá þeim bræðrum Gregorys. 7.11.2012 20:47 Ætlaði á klósettið en kom aldrei til baka Lík þrettán ára pilts fannst í skurði í enska þorpinu Edenthorpe, í grennd við Doncaster, í dag. Piltsins hafði verið saknað frá því síðdegis á sunnudag. Hann var að leik með vinum sínum á leikvelli í þorpinu, hann bað vin sinn um að líta eftir farsíma sínum á meðan hann færi á klósettið, en hann snéri aldrei aftur. 7.11.2012 20:08 Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7.11.2012 19:29 "Við vorum blekkt“ "Við vorum blekkt," segja aðstandendur eldri konu sem lagði aleiguna inn í Eir fyrir fáeinum mánuðum. Þau segja að stjórnendur hafa vel mátt vita hversu alvarleg staðan væri og segja að upplýsingum hafi verið leynt. 7.11.2012 18:51 Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7.11.2012 18:45 Peningar eldri borgara fóru í fasteignafélag Peningar sem áttu að fara í umönnun eldri borgara hjá Eir enduðu í rekstri fasteignafélagsins sem er að sligast undan skuldum. Fasteignafélagið skuldar elliheimilinu tæpar 150 milljónir en Ríkisendurskoðandi gagnrýnir að félögin sé rekin á sömu kennitölunni. 7.11.2012 18:32 Banaslys við Höfn Karlmaður á níræðisaldri lést þegar bifreið hans lenti utan vegar og valt á Hafnarvegi fyrir utan Höfn á fjórða tímanum í dag. Tildrög slyssins eru óljós en það er í rannsókn hjá lögreglu. Hálka var á þessum slóðum þegar slysið varð. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. 7.11.2012 18:10 Twitter gjörsamlega logaði Það var nóg um að vera á Twitter í gærkvöldi og í nótt þegar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram. Barack Obama sigraði kosningarnar nokkuð örugglega en þegar spennan var sem mest var slegið met á samskiptasíðunni. Um klukkan ellefu, að staðartíma, voru sett inn um 330 þúsund skilaboð á síðuna á mínutu! Það er það mesta í sögu síðunnar - aldrei hefur eins mikil umferð verð á síðunni. 7.11.2012 17:51 Segir Steingrím baða sig í kinnapúðri Evrópubandalagsins Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen, fór mikinn í ræðupúlti á fjórða tímanum í dag þegar rætt var um afleiðingar veiðigjaldsins á Alþingi. Þannig sá forseti þingsins, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, ástæðu til þess að minna þingmanninn á að gæta orða sinna í þingsal. 7.11.2012 16:53 Fáir glaðari en Springsteen í dag Fáir gleðjast meira yfir sigri Baracks Obama en tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen. Hann hefur stutt Obama frá því að hann bauð sig fyrst fram árið 2008. "Það kemur ekkert á óvænt að Bruce taki þátt í pólitík, ef maður hlustar á tónlistina hans,“ segir Peter Ames Carlin rithöfundur sem hefur nýlokið við ævisögu hans. 7.11.2012 15:51 Gagnrýnir Ríkisendurskoðanda harðlega vegna Eirar-málsins Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Ríkisendurskoðanda harðlega á þingi í dag þar sem rætt var um störf þingsins. Ástæðan var sú að Ríkisendurskoðun telur sig ekki heimilt að rannsaka málefni Eirar eins og farið var fram á en var svo hafnað af Ríkisendurskoðanda í gær. 7.11.2012 15:40 Jón Gnarr: Til háborinnar skammar að brenna Oslóartréð Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, segir að það hafi verið til háborinnar skammar þegar mótmælendur í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009, brenndu Oslóartréð. 7.11.2012 15:05 Bandaríkjamenn eignast fyrsta samkynhneigða þingmanninn Bandaríkjamenn kusu í gær fyrsta samkynhneigða þingmanninn í öldungadeild. Það var demókratinn Tammy Baldwin sem var kosin fyrir Wisconsin. Hún hafði betur í baráttunni gegn repúblikananum Tommy Thompson. Í viðtali við Guardian á dögunum talaði Baldwin opinskátt um kynhneigð sína. Kosningabaráttan í Wisconsin var sú dýrasta í sögunni en báðir aðilar eyddu um 65 milljónum dala í kosningabaráttuna, eða um átta milljörðum króna. 7.11.2012 14:36 Vilja að stjórn Eirar segi af sér Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ krefst þess að stjórn Eirar axli ábyrgð á greiðsluþroti stofnunarinnar með því að víkja. Eir skuldar átta milljarða, þar af eiga heimilismenn tvo milljarða sem þeir hafa lagt inn sem búsetutryggingu. Þeir fjármunir kunna að glatast að mati hreyfingarinnar en einn úr hreyfingunni, Þórður Björn Sigurðsson, er varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, sem er eitt af sveitarfélögunum sem kemur að rekstri hjúkrunarheimilisins. 7.11.2012 13:25 Karl Garðarsson býður sig fram fyrir Framsókn Karl Garðarsson, fjölmiðlafræðingur og fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, gefur kost á sér í 1. til 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. 7.11.2012 12:47 Ævintýrabók valin sú besta Það voru þeir Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngvi Björnsson sem hlutu Íslensku Barnabókaverðlaunin í morgun fyrir bók þeirra, Hrafnsauga. Bókin er sú fyrsta í þríleiknum Þriggja heims saga sem myndi flokkast undir ævintýrabókmenntir. 7.11.2012 12:00 Jóhanna óskar Obama til hamingju Forsætisráðherra hefur sent forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, heillaóskabréf vegna sigurs hans í forsetakosningum í Bandaríkjunum í gær að því er fram kemur á heimasíðu ráðuneytisins. 7.11.2012 11:46 Sjá næstu 50 fréttir
Fjölskylda Inga niðurbrotinn vegna ákvörðunar skólayfirvalda Faðir Inga Kristmanns, sem neitað var um skólavist í Klettaskóla, segir fjölskylduna niðurbrotna. Menntamálaráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Klettaskóla um að synja Inga Kristmanni, sem er ellefu ára gamall, fatlaður drengur um skólavist. 8.11.2012 12:00
Veðurstofan varar við stormi Veðurstofan varar við stormi um landið norðan- og vestanvert á morgun. Í tilkynningu frá Veðurstofunni er gert ráð fyrir vaxandi norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum í nótt og víða stormur (norðan 20-25 m/s) þar í fyrramálið. 8.11.2012 11:33
Meirihlutinn í Rangárþingi ytra fallinn Meirihluti Á-listans í Rangárþingi ytra er fallinn. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir ætlar að mynda meirihluta með D-listanum samkvæmt fréttvefnum sunnlenska.is. 8.11.2012 11:14
Ræktuðu kannabis í tjaldi Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær fíkniefnasala, sem var með kannabisefni í níu sölupakkningum á sér. Við leit, sem hann hafði heimilað í húsnæði sínu, fannst kannabis út um alla íbúð ásamt kannabisfræjum. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem maðurinn er handtekinn vegna fíkniefnasölu samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 8.11.2012 11:05
Pakkaflóðið að hefjast - Tollstjóri minnir á gjöldin Nú nálgast jólin og fjölmargir eiga von á sendingum með jólagjöfum frá ættingjum og vinum, sem búsettir eru erlendis. Til marks um fjölda þessara sendinga má geta þess að í fyrra voru skráðar bögglasendingar tæplega sex þúsund talsins síðustu tvo mánuðina fyrir jól samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóra. 8.11.2012 10:27
Ætla að styrkja Kvikmyndasjóð og uppbyggingu ferðamannastaða Fjárfestingaráætlun ríkisins hefur verið gerð opinber en ríkið mun leggja 6,2 miljarða í fjárfestingaáætlunina á næsta ári. Fjármagn til fjárfestingaáætlunar fyrir árin 2013-2015 hefur verið tryggt samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en áætlunin var lögð fram með fyrirvara um fjármögnun síðasta vor. 8.11.2012 10:22
Breivik kvartar undan mannréttindabrotum Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik sendi á dögunum kvörtunarbréf til fangelsismálastofnunarinnar í Noregi. Ástæðan er sú að hann telur að mannréttindi séu brotin á sér. Hann er ennþá í einangrunarvist í Ila fangelsinu og verður þar áfram. Breivik er ósáttur við einangrunina og vill til dæmis fá að senda bréf úr fangelsinu. Breivik var í sumar fundinn sekur um að hafa myrt 77 manns í Útey fyrir rúmu ári síðan. 8.11.2012 10:09
Ellefu ára drengur ekki nógu fatlaður fyrir Klettaskóla Fatlaður ellefu ára gamall drengur fær ekki inngöngu í Klettaskóla, sérskóla fyrir fatlaða, þó að hann sé greindur fatlaður. Foreldrar drengsins sóttu um vist fyrir hann við skólann í apríl síðastliðnum en fengu synjun hálfum mánuði síðar. Þau kærðu málið til menntamálaráðuneytisins sem staðfesti synjunina í gær. Drengurinn er nú í almennum skóla en nýtur aðstoðar þroskaþjálfa, eftir því sem fram kemur í úrskurði menntamálaráðuneytisins. 8.11.2012 09:32
Yfir 20 þúsund flugferðum frestað vegna Sandy Rúmlega tuttugu þúsund flug voru felld niður vegna fellibylsins Sandy. Það er aftur á móti aðeins brot af þeim fjölda ferða sem hætt var við vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli á sínum tíma samkvæmt vefsíðunni túristi.is. 8.11.2012 09:23
Íbúar Kaliforníu samþykktu skattahækkun Íbúar Kaliforníu samþykkt skattahækkanir á tekjur þeirra efnameiri í ríkinu samhliða forsetakosningunum fyrr í vikunni. 8.11.2012 08:19
Varað við ísingu á vegum suðvestanlands Vegagerðin varaði í gærkvöldi við því að óvænt glerísing gæti myndast á vegum suðvestanlands. 8.11.2012 07:18
Enn eykst vandi grásleppusjómanna Grásleppustofninn við Noreg fer nú ört stækkandi og verða mun meiri veiðar heimilaðar á næstu vertíð en undanfarnar vertíðir. 8.11.2012 07:15
Fjórir teknir vegna fíkniefnaaksturs Fjórir ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt, allir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. 8.11.2012 07:05
Áfram truflanir á heitavatnsrennsli í Borgarfirði Borgfirðingar verða áfram að sætta sig við truflanir á heitavatnsrennsli og að af og til kólni í húsum þeirra. 8.11.2012 07:03
Rannsaka hve margir Skotar eru rauðhærðir Rannsókn er hafin á því hve hátt hlutfall Skota er með erfðaefnið sem litar hár manna rautt. Einnig er vonast til þess að geta svarað spurningunni um afhverju Skotar eru sú þjóð heimsins þar sem rautt hár er algengast meðal manna. 8.11.2012 06:58
Puerto Rico að verða 51. ríki Bandaríkjanna Allar líkur eru á því að nýrri stjörnu verði bætt í bandaríska fánann á næsta ári en þá stendur til að taka eyjuna Puerto Rico inn sem 51. ríkið í Bandaríkjunum. 8.11.2012 06:52
Nær 50 manns fórust í jarðskjálfta í Gvatemala Að minnsta kosti 48 manns fórust í mjög öflugum jarðskjálfta undan Kyrrahafsströnd Gvatemala í gærdag og um 73.000 manns eru nú án rafmagns vegna skjálftans. 8.11.2012 06:47
Grikkir samþykkja sparnað í skugga mikilla mótmæla Gríska þingið samþykkt naumlega seint í gærkvöldi nýtt niðurskurðarfrumvarp ríkisstjórnarinnar. 8.11.2012 06:43
Valdaskiptin eru hafin í Kína 18. flokksþing Kommúnistaflokksins í Kína er hafið í Höll alþýðunnar í Bejing. Á þessu þingi verður skipt um flokksforystuna og mun Xi Jinping varaforseti landsins verða kosinn aðalritari flokksins en hann tekur við stöðunni af Hu Jintao. 8.11.2012 06:40
Gráhærðu glæpagengin valda áhyggjum í Japan Það sem kallast Gráhærðu glæpagengin í Japan eru vaxandi vandamál þar í landi en fáar skýringar finnast á þessu vandamáli. 8.11.2012 06:32
„Barnamatseðlar eru vanvirðing við börn“ „Það er ekki nóg að lagfæra einn rétt hér og þar heldur þarf að skoða þessi mál algerlega frá grunni,“ segir Sigurveig Káradóttir matreiðslumaður, sem látið hefur sig skólamáltíðir varða. 8.11.2012 06:00
Halda uppi málstað Íslendinga Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller hefur verið ráðið til að aðstoða íslensk stjórnvöld til að halda uppi málstað Íslendinga í makríldeilunni og Icesave-málinu. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir að verja allt að 26 milljónum til þessa verkefnis á næsta ári. Atvinnuvega- og utanríkisráðuneyti fengu Burson-Marsteller til verksins. Huginn Freyr 8.11.2012 06:00
„Lífsnauðsynlegt fyrir okkur“ Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að veita Landspítalanum 600 milljónir til tækjakaupa á næsta ári til viðbótar við þær 262 sem spítalanum voru ætlaðar til þess á fjárlagafrumvarpi næsta árs. Spítalinn mun því geta keypt tæki fyrir 862 milljónir á næsta ári. 8.11.2012 06:00
Merkisþorskur lenti í hvalsmaga Gögn frá gervitunglamerki sem rannsóknafyrirtækið Laxfiskar festi á þorsk í apríl síðastliðnum sýndu að þegar hann hafði borið merkið í tæpa fimm mánuði var hann étinn af búrhval. Merkið var í hvalnum í rúman mánuð þar til hann skilaði því af sér og það flaut upp á yfirborðið. Nokkrum dögum seinna hófust sendingar frá merkinu í gervitungl, samkvæmt áætlun. Merkið hafði safnað gögnum samfellt síðan það var sett á þorskinn um vorið, þar með talið á meðan það var í hvalnum. Það gefur einstakar upplýsingar um hegðun hvalsins þennan mánaðartíma, segir á vef Laxfiska. 8.11.2012 06:00
Vonast til aðkomu græns sjóðs ríkisins Stefnt er að því að ný gasgerðarstöð fyrir lífrænan úrgang verði reist á umráðasvæði Sorpu í Álfsnesi. Með slíkri stöð mætti allt að þrefalda gasframleiðslu fyrirtækisins. Í nýjasta tölublaði FÍB blaðsins, sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda gefur út, er gagnrýnt að ekki liggi fyrir hvar, hvernig eða hvenær nýja gasgerðarstöðin rísi. Vara þurfi fólk við kaupum á metanbílum ef gasskortur sé fyrirséður á markaði. 8.11.2012 06:00
Nauðsynlegt að hrista upp í kerfinu Eva Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, var gagnrýnin á heilbrigðisáætlun ríkisins á fundi velferðarnefndar og segir í hana vanta mikilvæg atriði eins og árangursmælingar. Þá bendir hún á að heilsugæslan ætti að virka mun betur, sérstaklega þar sem hún eigi að vera fyrsti punkturinn í kerfinu sem fólk leiti til vegna geðheilbrigðismála. Sérstök geðheilbrigðisáætlun sé mikilvægt tæki til að hjálpa við að endurskoða kerfið, sem sé komið til ára sinna. 8.11.2012 06:00
Öflugasti jarðskjálfti í 38 ár Að minnsta kosti 39 eru látnir eftir harður jarðskjálfti skók Gvatemala í kvöld og hrundi skóli meðal annars til grunna. Skjálftinn, sem mældist 7,4 stig, fannst greinilega í Mexíkó, El Salvador og Hondúras. 7.11.2012 21:56
Kenndi blindri stúlku sjónhverfingar Töframaðurinn Einar Mikael segist líklega hafa verið fyrstur í heimi til að kenna blindri manneskju sjónhverfingar. Hann kenndi hinni 14 ára Íva Marín Adrichem að segja til um hvaða spil er dregið úr stokki af handahófi, en Íva Marín hefur verið blind frá fæðingu. 7.11.2012 21:35
Mitt Romney tekur lagið fyrir stuðningsmenn sína Það er margt sem leynist á internetinu enda margir netverjar út um allan heim sem alltaf eru að bralla eitthvað. Nú hefur hópur manna, sem kalla sig The Gregory Brothers, útbúið myndband þar sem Mitt Romney, sem tapaði forsetakosningunum í gær, sést syngja ræðu sína þar sem hann tilkynnir stuðningsmönnum sínum tapið. Þessi útgáfa er þó ekki eins og upprunalega ræðan, heldur syngur hann í þetta skiptið. Mjög skemmtilegt - og ansi vel gert hjá þeim bræðrum Gregorys. 7.11.2012 20:47
Ætlaði á klósettið en kom aldrei til baka Lík þrettán ára pilts fannst í skurði í enska þorpinu Edenthorpe, í grennd við Doncaster, í dag. Piltsins hafði verið saknað frá því síðdegis á sunnudag. Hann var að leik með vinum sínum á leikvelli í þorpinu, hann bað vin sinn um að líta eftir farsíma sínum á meðan hann færi á klósettið, en hann snéri aldrei aftur. 7.11.2012 20:08
Jens snýr aftur - skattamálin enn til rannsóknar Jens Kjartansson hefur snúið aftur til starfa sem yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans eftir tíu mánaða veikindaleyfi. Rannsókn á skattamálum Jens stendur enn yfir. 7.11.2012 19:29
"Við vorum blekkt“ "Við vorum blekkt," segja aðstandendur eldri konu sem lagði aleiguna inn í Eir fyrir fáeinum mánuðum. Þau segja að stjórnendur hafa vel mátt vita hversu alvarleg staðan væri og segja að upplýsingum hafi verið leynt. 7.11.2012 18:51
Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7.11.2012 18:45
Peningar eldri borgara fóru í fasteignafélag Peningar sem áttu að fara í umönnun eldri borgara hjá Eir enduðu í rekstri fasteignafélagsins sem er að sligast undan skuldum. Fasteignafélagið skuldar elliheimilinu tæpar 150 milljónir en Ríkisendurskoðandi gagnrýnir að félögin sé rekin á sömu kennitölunni. 7.11.2012 18:32
Banaslys við Höfn Karlmaður á níræðisaldri lést þegar bifreið hans lenti utan vegar og valt á Hafnarvegi fyrir utan Höfn á fjórða tímanum í dag. Tildrög slyssins eru óljós en það er í rannsókn hjá lögreglu. Hálka var á þessum slóðum þegar slysið varð. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. 7.11.2012 18:10
Twitter gjörsamlega logaði Það var nóg um að vera á Twitter í gærkvöldi og í nótt þegar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram. Barack Obama sigraði kosningarnar nokkuð örugglega en þegar spennan var sem mest var slegið met á samskiptasíðunni. Um klukkan ellefu, að staðartíma, voru sett inn um 330 þúsund skilaboð á síðuna á mínutu! Það er það mesta í sögu síðunnar - aldrei hefur eins mikil umferð verð á síðunni. 7.11.2012 17:51
Segir Steingrím baða sig í kinnapúðri Evrópubandalagsins Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Árni Johnsen, fór mikinn í ræðupúlti á fjórða tímanum í dag þegar rætt var um afleiðingar veiðigjaldsins á Alþingi. Þannig sá forseti þingsins, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, ástæðu til þess að minna þingmanninn á að gæta orða sinna í þingsal. 7.11.2012 16:53
Fáir glaðari en Springsteen í dag Fáir gleðjast meira yfir sigri Baracks Obama en tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen. Hann hefur stutt Obama frá því að hann bauð sig fyrst fram árið 2008. "Það kemur ekkert á óvænt að Bruce taki þátt í pólitík, ef maður hlustar á tónlistina hans,“ segir Peter Ames Carlin rithöfundur sem hefur nýlokið við ævisögu hans. 7.11.2012 15:51
Gagnrýnir Ríkisendurskoðanda harðlega vegna Eirar-málsins Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Ríkisendurskoðanda harðlega á þingi í dag þar sem rætt var um störf þingsins. Ástæðan var sú að Ríkisendurskoðun telur sig ekki heimilt að rannsaka málefni Eirar eins og farið var fram á en var svo hafnað af Ríkisendurskoðanda í gær. 7.11.2012 15:40
Jón Gnarr: Til háborinnar skammar að brenna Oslóartréð Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, segir að það hafi verið til háborinnar skammar þegar mótmælendur í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009, brenndu Oslóartréð. 7.11.2012 15:05
Bandaríkjamenn eignast fyrsta samkynhneigða þingmanninn Bandaríkjamenn kusu í gær fyrsta samkynhneigða þingmanninn í öldungadeild. Það var demókratinn Tammy Baldwin sem var kosin fyrir Wisconsin. Hún hafði betur í baráttunni gegn repúblikananum Tommy Thompson. Í viðtali við Guardian á dögunum talaði Baldwin opinskátt um kynhneigð sína. Kosningabaráttan í Wisconsin var sú dýrasta í sögunni en báðir aðilar eyddu um 65 milljónum dala í kosningabaráttuna, eða um átta milljörðum króna. 7.11.2012 14:36
Vilja að stjórn Eirar segi af sér Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ krefst þess að stjórn Eirar axli ábyrgð á greiðsluþroti stofnunarinnar með því að víkja. Eir skuldar átta milljarða, þar af eiga heimilismenn tvo milljarða sem þeir hafa lagt inn sem búsetutryggingu. Þeir fjármunir kunna að glatast að mati hreyfingarinnar en einn úr hreyfingunni, Þórður Björn Sigurðsson, er varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, sem er eitt af sveitarfélögunum sem kemur að rekstri hjúkrunarheimilisins. 7.11.2012 13:25
Karl Garðarsson býður sig fram fyrir Framsókn Karl Garðarsson, fjölmiðlafræðingur og fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, gefur kost á sér í 1. til 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. 7.11.2012 12:47
Ævintýrabók valin sú besta Það voru þeir Snæbjörn Brynjarsson og Kjartan Yngvi Björnsson sem hlutu Íslensku Barnabókaverðlaunin í morgun fyrir bók þeirra, Hrafnsauga. Bókin er sú fyrsta í þríleiknum Þriggja heims saga sem myndi flokkast undir ævintýrabókmenntir. 7.11.2012 12:00
Jóhanna óskar Obama til hamingju Forsætisráðherra hefur sent forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, heillaóskabréf vegna sigurs hans í forsetakosningum í Bandaríkjunum í gær að því er fram kemur á heimasíðu ráðuneytisins. 7.11.2012 11:46