"Við vorum blekkt“ Andri Ólafsson skrifar 7. nóvember 2012 18:51 "Við vorum blekkt," segja aðstandendur eldri konu sem lagði aleiguna inn í Eir fyrir fáeinum mánuðum. Þau segja að stjórnendur hafa vel mátt vita hversu alvarleg staðan væri og segja að upplýsingum hafi verið leynt. Ólína Kristleifsdóttir er komin tíræðisaldrinn. Maðurinn hennar er látinn en í upphafi árs seldi hún íbúðina sem hún hafði búið í og greitt af alla sína fullorðinstíð og hóf að leita að hentugra húsnæði. Ólína hefur misst heilsu undanfarið og börnin hennar hafa gætt hagsmuna hennar. Ákveðið var að Ólína myndi flytja inn í öryggisíbúð á vegum Eirar. Ólína staðgreiddi 29 milljónir fyrir íbúðaréttinn. En eins og aðrir eldri borgarar hjá Eir þá eignaðist Ólína ekki neitt. Hún fær að búa í íbúðinni gegn lágri leigu en Eir fær peningana, geymir þá og á samkvæmt samningnum að skila peningunum þegar tími er kominn fyrir Ólína að færa sig yfir á elliheimilið. Eir skuldar þannig gömlu fólki, eins og Ólínu, íbúðarétthöfum, tvo milljarða króna. En peningarnir eru ekki til. Þeir hafa farið í skuldahít sem er tilkomin vegna óskynsamlegra framkvæmda. Það sem börnin hennar Ólínu eru hins vegar hvað mest ósátt við er að samningurinn við mömmu þeirra var gerður í mars á þessu ári. En margar vísbendingar eru um að stjórnarformaður Eir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hafi vitað af alvarlegum rekstrarvanda löngu fyrr. Að minnsta kosti í ágúst 2011. "Mér finnst eins og við höfum verið blekktar. Að ekki hafi verið sagt rétt hjá," segir Nína Stefánsdóttir, dóttir Ólínu. "Við komum þarna í góðri trú og héldum að við værum að gera góðan samning," bætir hún við. Það var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem nú er stjórnarformaður, sem gerði samninginn við Ólínu. Börnin hennar segja að hann þurfi að víkja. "Hann leynir upplýsingum. Hann segir ekki hvernig ástandið er fyrr en annar maður tekur við," segir Helga Stefánsdóttir. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
"Við vorum blekkt," segja aðstandendur eldri konu sem lagði aleiguna inn í Eir fyrir fáeinum mánuðum. Þau segja að stjórnendur hafa vel mátt vita hversu alvarleg staðan væri og segja að upplýsingum hafi verið leynt. Ólína Kristleifsdóttir er komin tíræðisaldrinn. Maðurinn hennar er látinn en í upphafi árs seldi hún íbúðina sem hún hafði búið í og greitt af alla sína fullorðinstíð og hóf að leita að hentugra húsnæði. Ólína hefur misst heilsu undanfarið og börnin hennar hafa gætt hagsmuna hennar. Ákveðið var að Ólína myndi flytja inn í öryggisíbúð á vegum Eirar. Ólína staðgreiddi 29 milljónir fyrir íbúðaréttinn. En eins og aðrir eldri borgarar hjá Eir þá eignaðist Ólína ekki neitt. Hún fær að búa í íbúðinni gegn lágri leigu en Eir fær peningana, geymir þá og á samkvæmt samningnum að skila peningunum þegar tími er kominn fyrir Ólína að færa sig yfir á elliheimilið. Eir skuldar þannig gömlu fólki, eins og Ólínu, íbúðarétthöfum, tvo milljarða króna. En peningarnir eru ekki til. Þeir hafa farið í skuldahít sem er tilkomin vegna óskynsamlegra framkvæmda. Það sem börnin hennar Ólínu eru hins vegar hvað mest ósátt við er að samningurinn við mömmu þeirra var gerður í mars á þessu ári. En margar vísbendingar eru um að stjórnarformaður Eir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, hafi vitað af alvarlegum rekstrarvanda löngu fyrr. Að minnsta kosti í ágúst 2011. "Mér finnst eins og við höfum verið blekktar. Að ekki hafi verið sagt rétt hjá," segir Nína Stefánsdóttir, dóttir Ólínu. "Við komum þarna í góðri trú og héldum að við værum að gera góðan samning," bætir hún við. Það var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem nú er stjórnarformaður, sem gerði samninginn við Ólínu. Börnin hennar segja að hann þurfi að víkja. "Hann leynir upplýsingum. Hann segir ekki hvernig ástandið er fyrr en annar maður tekur við," segir Helga Stefánsdóttir.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira