Fleiri fréttir

Of Monsters and Men hitti James Bond

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men kom í kvöld fram í Graham Norton show ásamt aðalleikurunum úr nýju James Bond myndinni, Skyfall. Skyfall var frumsýnd í Bretlandi í vikunni og frumsýningin hérna á Íslandi var í kvöld.

Fullorðnir gáfu barni eld

Þegar 10 ára stúlka í Árósum bað vegfarendur um eld til þess að hún gæti kveikt í sígarettu réttu 90 prósent af þeim 92 fullorðnu sem hún spurði fram kveikjara. Í frétt á vef Jyllands-Posten segir að samtökin Youmefamily hafi myndað tilraunir stúlkunnar með falinni myndavél.

Unglingahópurinn á Bláfjallasvæðinu fundinn

Björgunarsveitir fundu nú fyrir stundu hóp 28 unglinga sem villtust á Bláfjallasvæðinu. Höfðu þeir gengið frá Neyðarskýli við Selvogsgötu og hugðust labba gegnum Grindarskörð að Ármannsskála.

Snákur í flugvél - í alvöru

Líklega héldu flestir að hugmyndin um snák í flugvél væri aðeins eitthvað sem hugmyndaríkir framleiðendur í Hollywood gætu látið sér detta í hug. En veruleikinn lætur ekki að sér hæða

Hátt í 30 ungmenni villt á Bláfjallasvæðinu

Búið er að kalla út björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu vegna hóps ungmenna sem er í villum á Bláfjallasvæðinu. Hópurinn, sem telur 28 manns sem allir eru heilir á húfi, er í símasambandi. Svo virðist sem veður á svæðinu hafi breyst snögglega og var þá ákveðið að óska eftir hjálp.

Pac-Man á himnum

Það var engu líkara en að æðri máttarvöld hefðu tekið sig til og endurskapað Pacman leikinn fornfræga á sjálfum himninum.

Börn særð eftir bílasprengju í Sýrlandi

Vopnahléi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, var rofið síðdegis í dag þegar bílasprengja sprakk nærri barnaleikvelli í suðurhluta borgarinnar. Minnsta kosti fimm eru taldir látnir, þrjátíu eru slasaðir, þar á meðal börn.

Varað við lúmskri ísingu

Ábendingar frá veðurfræðingi fyrir kvöldið og nóttina Vaxandi úrkoma um vestan- og norðvestanvert landið í kvöld og hægt hlýnandi veður.

Stjórnendur telja svarta vinnu vaxandi vandamál

Langflestir þeirra stjórnenda sem þátt tóku í könnun Samtaka atvinnulífsins telja að svört vinna sé vaxandi vandamál hér á landi. Framkvæmdastjóri samtakanna kallar eftir skjótvirkari úrræðum til að bregðast við þegar upp kemst um svik.

Dómurinn yfir Berlusconi mildaður samdægurs

Sex ára löngum réttarhöldum yfir fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, lauk í dag með sakfellingu. Berlusconi var dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir skattsvik. Nær öruggt þykir að hann muni áfrýja dómnum.

Óvíst með áhrif gengisdómsins á bílalán

Óvíst er hvaða áhrif dómar Hæstaréttar um vexti af gengistryggðum lánum hafa á skammtímalán, eins og bílalán. Sérfræðingur FME telur að fleiri dóma þurfi til að skera úr um fyrirkomulag endurútreikninga þar sem mörgum álitaefnum sé enn ósvarað.

Hornsteinn lagður að Búðarhálsvirkjun

Hornsteinn var lagður að Búðarhálsvirkjun við hátíðlega athöfn í stöðvarhúsinu í dag. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar setti athöfnina.

Lentu í Bergen og vissu ekki hvers vegna

Farþegaflugvél sem var á leið frá Berlín til Íslands lenti óvænt á miðri leið í Bergen í Noregi í dag. Vélin var full af fólki sem vissi hvorki ástæður lendingarinnar né hvenær þau færu aftur í loftið og kæmust til Íslands.

Ágúst Ólafur ráðinn ráðgjafi Jóhönnu

Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðinn sem efnahags- og atvinnuráðgjafi forsætisráðherra. Ágúst Ólafur sem er lögfræðingur- og hagfræðingur að mennt hefur störf hinn 1. nóvember næstkomandi. Ágúst Ólafur tekur við starfinu af Sigurði Snævarr, hagfræðingi, en tveggja ára tímabundinn ráðningarsamningur hans við ráðuneytið rann út 1. október síðastliðinn og hefur Sigurður ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum. Ágúst Ólafur er ráðinn á grundvelli nýlegra laga um Stjórnarráð Íslands, þar sem fjallað er um aðstoðarmenn ráðherra.

Hjólreiðamenn mega ekki tala í farsíma

Samkvæmt frumvarpi til nýrra umferðarlaga verður hjólreiðamönnum óheimilt að hjóla og tala á farsíma á sama tíma. Frumvarpið er nú til meðferðar á Alþingi.

Sofnaði á leið yfir götu

Lögreglan kom í vikunni að hreyfingarlausum manni sem stóð úti á miðri götu í miðborginni og studdi sig við reiðhjól. Maðurinn skapaði talsverða hættu í umferðinni og var því beðinn að færa sig. Maðurinn tók engum fyrirmælum en stóð kyrr í sömu sporum svo lögregluþjónar héldu einna helst hann væri heyrnarlaus. En þegar lögreglan kom fast upp að manninum kom á daginn að hann var steinsofandi úti á miðri götunni.

Þota með yfir 300 farþega nauðlenti í Keflavík

Airbus 332 farþegaflugvél með 338 farþega misstii afl á öðrum hreyfli og óskaði eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Ætlaður komutími klukkan hálfþrjú en tilkynningin barst skömmu fyrir eitt. Var flugvélin staðsett rétt fyrir utan íslenska flugstjórnarsvæðið, á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands. Farið var af stað með viðbúnað Landhelgisgæslunnar varðandi leit og björgun loftfara og flugturninn í Keflavík virkjaði viðbúnað á flugvellinum í samræmi við viðbragðsáætlun þeirra. Lenti flugvélin heilu og höldnu klukkan 14:38.

Fékk 50% álag á launin

Ríkissaksóknari og vararíkissaksóknari fengu greidd hálf laun til viðbótar við launin sem þeir þáðu fyrir landsdómsmálaferlin meðan þau stóðu yfir. Það er í samræmi við framkvæmdina þegar embættismenn gegna tveimur embættum tímabundið.

Berlusconi í 4 ára fangelsi

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir skattalagabrot.

Ætla að leigja þyrlu þó hagkvæmara sé að kaupa

Það er ekki hægt að kaupa nýja þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna, þó það yrði að öllum líkindum hagstæðara til langs tíma en að leigja hana. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun.

Sautján ár liðin frá snjóflóðinu á Flateyri

Í dag eru 17 ár síðan snjóflóðið á Flateyri féll yfir bæinn. Snjóflóðið skall á íbúðarhúsum bæjarins þegar 45 manns voru þar inni. Ríflega helmingur þeirra lifði af en 20 manns létu lífið. Húsin sem lentu undir flóðinu höfðu áður verið talin utan hættusvæðis, en mikið fárviðri var á Vestfjörðum þennan dag.

Mikið manntjón í Afganistan

Árásarmaður, klæddur lögreglubúningi, sprengdi sig í loft upp í mosku í norðvesturhluta Afganistan fyrr í dag.

Á markað með tannheilsumola

Nýtt íslenskt sprotafyrirtæki hefur sett á markað tannheilsumola sem á einna helst eftir að nýtast þeim sem glíma við munnþurrk. Varan þykir einstök og þegar hefur verið sótt um einkaleyfi á henni.

Búast við allt að 3000 manns á rjúpu

Talið er að allt að þrjú þúsund manns gangi til rjúpna um helgina, en rjúpnaveiði hófst í morgun. Aðeins má veiða rjúpu í samtals níu daga í haust.

Ekkert úrræði fyrir heimilislausar konur

Ekkert sérstakt úrræði er til í borginni fyrir heimilislausar konur sem glíma við bæði vímuefnafíkn og geðrænan vanda. Varaborgarfulltrúi segir að rekja megi dauðsföll til úrræðaleysisins.

Fagnar ákvörðun Íslandsbanka

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, fagnar þeim skrefum sem Íslandsbanki tók í morgun við að hefja endurútreikning lána. Nefndin fundaði í morgun með Fjármálaeftirlitinu um gengistryggð lán og heldur áfram að funda eftir hádegi.

Sænsku Eurovision-kynnarnir gera grín að prinsessunni

Svíar eru ekki bara hneykslaðir á Madeleine prinsessu sem tilkynnti trúlofun sína í gær. Sumir þeirra gera jafnvel stólpagrín af henni. Það á til dæmis við um Gina og Danny kynnana í Eurovision sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Þeir slógu á létta strengi í gær þegar þeir fjölluðu um keppnina, eins og sjá má í þessu myndskeiði.

Yfir 100 fórnarlömb mansals hér á landi

Framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands, Margrét Steinarsdóttir, hefur hitt meira en hundrað fórnarlömb mansals á Íslandi á undanförnum árum. Átta manns hafa leitað sér aðstoðar til hennar það sem af er ári.

Ganga í hús og hvetja fólk til að búa sig undir jarðskjálfta

"Óvissuástand þýðir að allir þeir sem eiga eitthvað hlutverk í viðbragðskerfi Almannavarna fara yfir sínar áætlanir og búnað,“ segir Sigurður Brynjúlfsson, yfirlögregluþjónn á Húsavík. Óvissuástandi var lýst yfir af Almannavörnum á miðvikudag vegna jarðskjálftanna undanfarna viku.

Lækkanir eiga að ganga til baka

Skerðingar á greiðslum til elli- og örorkulífeyrisþega ganga ekki til baka nema í tengslum við heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu. Þetta kom fram í svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í gær.

Átakalínurnar skýrar sem aldrei fyrr

Eins og við var að búast voru áhrif veiðigjalda á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í forgrunni aðalfundar Landssambands íslenskra útvegsmanna í gær. Átakalínurnar voru skýrar í ræðum atvinnuvegaráðherra og formanns samtakanna. Eins kom fram á fundinum að blikur væru á lofti varðandi markaðsmál íslensks sjávarútvegs.

Sjá næstu 50 fréttir