Innlent

Þota með yfir 300 farþega nauðlenti í Keflavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Airbus 332 farþegaflugvél með 338 farþega misstii afl á öðrum hreyfli og óskaði eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Ætlaður komutími klukkan hálfþrjú en tilkynningin barst skömmu fyrir eitt.

Flugvélin var staðsett rétt fyrir utan íslenska flugstjórnarsvæðið, á leið frá Bandaríkjunum til Bretlands. Farið var af stað með viðbúnað Landhelgisgæslunnar varðandi leit og björgun loftfara og flugturninn í Keflavík virkjaði viðbúnað á flugvellinum í samræmi við viðbragðsáætlun þeirra. Lenti flugvélin heilu og höldnu klukkan 14:38.

Haft var samband við varðskipið Þór og það beðið um að sigla á fullri ferð að flugleið vélarinnar, en einnig voru þyrlur Landhelgisgæslunnar og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á SV horni landsins sett í viðbragðsstöðu. Auk þess var haft samband við báta og skip á svæðinu, þau upplýst um stöðuna og beðin um að fylgjast með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×