Erlent

Berlusconi í 4 ára fangelsi

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. MYND/AFP
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir skattalagabrot.

Silvio var ákærður ásamt tíu öðrum en brotin áttu sér stað á sex ára tímabili. Málið snerist um kaup á sýningarrétti á bandarískum kvikmyndum fyrir ítalskt sjónvarp.

Saksóknarar fóru fram á tæplega fjögurra ára fangelsi yfir Berlusconi. Einnig var farið fram á fangelsisdóm yfir Fedele Confalonieri, stjórnarformanni Mediaset fjölmiðlasamsteypunnar.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Berlusconi er dreginn fyrir dómstóla vegna gruns um misjafna viðskiptahætti. Hingað til hefur málunum annað hvort verið vísað frá eða fallið frá kæru vegna réttarfarslega vankanta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×