Dómurinn yfir Berlusconi mildaður samdægurs Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 26. október 2012 18:50 Sex ára löngum réttarhöldum yfir fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, lauk í dag með sakfellingu. Berlusconi var dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir skattsvik. Nær öruggt þykir að hann muni áfrýja dómnum. Berlusconi var upphaflega dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Stuttu eftir að niðurstaðan var kunngjörð var dómurinn hins vegar mildaður. Berlusconi skal sæta fangelsisvist í eitt ár. Ástæðan fyrir þessu er sú að fangelsi á Ítalí eru að jafnaði yfirfull. Ákæran á hendur Berlusconi tók til kaupa á dreifingarrétti á bandarískum kvikmyndum sem keyptur var í gegnum tvö skúffufyrirtæki í hans eigu. Verðið á dreifingu myndanna var blásið upp og síðan selt aftur til Mediaset, fjölmiðlafyrirtækis Berlusconis. Hann hafi síðan ekki greitt skatt af hagnaðinum. Saksóknarar fóru fram á þriggja ára og átta mánaða fangelsisdóm yfir hinum sjötíu og sex ára gamla Berlusconi. Alls voru sakborningar í málinu ellefu. Þrír voru sýknaðir, þar á meðal stjórnarformaður Mediaset. Berlusconi og öðrum var gert að greiða rúmlega einn komma sex milljarð í tjónabætur. Berlusconi var jafnframt bannað að gegna opinberu embætti í þrjú ár. Fyrr í vikunni tilkynnti Berlusconi að hann myndi ekki sækjast eftir embætti forsætisráðherra í þingkosningum á næsta ári og að hann myndi láta af formennsku í stjórnmálaflokki sínum, Forza Italia. Nær öruggt þykir að dóminum verði áfrýjað. Því mun Berlusconi ekki þurfa að hefja afplánun á næstunni. Dóminn þarf að staðfesta á tveimur æðri dómstigum áður en Berlusconi stígur fæti inn í fangelsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Berlusconi er dreginn fyrir dómstóla vegna gruns um misjafna viðskiptahætti. Hingað til hefur málunum annað hvort verið vísað frá eða fallið frá kæru vegna réttarfarslega vankanta. Þá hefur Berlusconi einnig verið ákærður fyrir að hafa haft kynmök við stúlku undir lögaldri og greitt henni fyrir. Hann neitar sök í málinu. Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Sex ára löngum réttarhöldum yfir fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, lauk í dag með sakfellingu. Berlusconi var dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir skattsvik. Nær öruggt þykir að hann muni áfrýja dómnum. Berlusconi var upphaflega dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Stuttu eftir að niðurstaðan var kunngjörð var dómurinn hins vegar mildaður. Berlusconi skal sæta fangelsisvist í eitt ár. Ástæðan fyrir þessu er sú að fangelsi á Ítalí eru að jafnaði yfirfull. Ákæran á hendur Berlusconi tók til kaupa á dreifingarrétti á bandarískum kvikmyndum sem keyptur var í gegnum tvö skúffufyrirtæki í hans eigu. Verðið á dreifingu myndanna var blásið upp og síðan selt aftur til Mediaset, fjölmiðlafyrirtækis Berlusconis. Hann hafi síðan ekki greitt skatt af hagnaðinum. Saksóknarar fóru fram á þriggja ára og átta mánaða fangelsisdóm yfir hinum sjötíu og sex ára gamla Berlusconi. Alls voru sakborningar í málinu ellefu. Þrír voru sýknaðir, þar á meðal stjórnarformaður Mediaset. Berlusconi og öðrum var gert að greiða rúmlega einn komma sex milljarð í tjónabætur. Berlusconi var jafnframt bannað að gegna opinberu embætti í þrjú ár. Fyrr í vikunni tilkynnti Berlusconi að hann myndi ekki sækjast eftir embætti forsætisráðherra í þingkosningum á næsta ári og að hann myndi láta af formennsku í stjórnmálaflokki sínum, Forza Italia. Nær öruggt þykir að dóminum verði áfrýjað. Því mun Berlusconi ekki þurfa að hefja afplánun á næstunni. Dóminn þarf að staðfesta á tveimur æðri dómstigum áður en Berlusconi stígur fæti inn í fangelsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Berlusconi er dreginn fyrir dómstóla vegna gruns um misjafna viðskiptahætti. Hingað til hefur málunum annað hvort verið vísað frá eða fallið frá kæru vegna réttarfarslega vankanta. Þá hefur Berlusconi einnig verið ákærður fyrir að hafa haft kynmök við stúlku undir lögaldri og greitt henni fyrir. Hann neitar sök í málinu.
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira