Hátt í 30 ungmenni villt á Bláfjallasvæðinu 26. október 2012 21:34 Búið er að kalla út björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu vegna hóps ungmenna sem er í villum á Bláfjallasvæðinu. Hópurinn, sem telur 28 manns sem allir eru heilir á húfi, er í símasambandi. Svo virðist sem veður á svæðinu hafi breyst snögglega og var þá ákveðið að óska eftir hjálp. Mikið hefur gengið á hjá björgunarsveitum landsins í dag. Björgunarsveitir af Kjalarnesi og úr Mosfellsbæ aðstoðuðu farþega rútu sem fór útaf veginum þannig að lá við veltu á Mosfellsheiðinni fyrr í kvöld vegna hálku. 29 erlendir ferðamenn voru í bílnum og sakaði þá ekki. Annar langferðabíll, sem kallaður var til svo hægt væri að aðstoða ferðamennina, komst ekki lengra en að Gljúfrasteini sökum fljúgandi hálku á veginum. Búið er að bjarga ferðamönnunum sem eru nú á Hótel Natura þar sem þeir fá heitt kakó og áfallahjálp. Á sjöunda tímanum í kvöld voru svo sveitir frá Hellu og Hvolsvelli kallaðar út vegna rjúpnaskyttu sem saknað var við Litla Höfða á Dómadalsleið. Skyttan kom í leitirnar áður en björgunarsveitir voru komnar á staðinn. Björgunarfélag Hornafjarðar var einnig kallað út í dag til leitar að bíl í á. Ökumaður bílsins, sem er stór breyttur jeppi, hringdi eftir aðstoð. Sagðist hann hafa lent í djúpum hyl á leið sinni yfir á og tilkynnti að eflaust þyrfti hann að synda til að komast á bakkann. Þegar hann hafði gefið þessar upplýsingar slitnaði símtalið og ekki náðist í hann strax aftur. Björgunarfélagið sendi því lið á líklega staði; á Stokksnes, í Fjörð og í Lón þar sem maðurinn reyndist staddur. Hafði hann synt í land og var orðinn nokkuð kaldur. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Búið er að kalla út björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu vegna hóps ungmenna sem er í villum á Bláfjallasvæðinu. Hópurinn, sem telur 28 manns sem allir eru heilir á húfi, er í símasambandi. Svo virðist sem veður á svæðinu hafi breyst snögglega og var þá ákveðið að óska eftir hjálp. Mikið hefur gengið á hjá björgunarsveitum landsins í dag. Björgunarsveitir af Kjalarnesi og úr Mosfellsbæ aðstoðuðu farþega rútu sem fór útaf veginum þannig að lá við veltu á Mosfellsheiðinni fyrr í kvöld vegna hálku. 29 erlendir ferðamenn voru í bílnum og sakaði þá ekki. Annar langferðabíll, sem kallaður var til svo hægt væri að aðstoða ferðamennina, komst ekki lengra en að Gljúfrasteini sökum fljúgandi hálku á veginum. Búið er að bjarga ferðamönnunum sem eru nú á Hótel Natura þar sem þeir fá heitt kakó og áfallahjálp. Á sjöunda tímanum í kvöld voru svo sveitir frá Hellu og Hvolsvelli kallaðar út vegna rjúpnaskyttu sem saknað var við Litla Höfða á Dómadalsleið. Skyttan kom í leitirnar áður en björgunarsveitir voru komnar á staðinn. Björgunarfélag Hornafjarðar var einnig kallað út í dag til leitar að bíl í á. Ökumaður bílsins, sem er stór breyttur jeppi, hringdi eftir aðstoð. Sagðist hann hafa lent í djúpum hyl á leið sinni yfir á og tilkynnti að eflaust þyrfti hann að synda til að komast á bakkann. Þegar hann hafði gefið þessar upplýsingar slitnaði símtalið og ekki náðist í hann strax aftur. Björgunarfélagið sendi því lið á líklega staði; á Stokksnes, í Fjörð og í Lón þar sem maðurinn reyndist staddur. Hafði hann synt í land og var orðinn nokkuð kaldur.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira