Fleiri fréttir

Telur ekkert banna einkarekstur

Sveitarfélög sem oft standa frammi fyrir miklum vanda þegar kemur að því að tryggja skólahald verða að geta leitað allra leiða til að svo megi verða. Þetta kom fram í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í gær. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma kallaði hún eftir úrskurði innanríkisráðherra vegna skólahalds í Tálknafirði þar sem sveitarstjórnin fól í haust Hjallastefnunni rekstur grunnskólans.

Malala hyggst snúa aftur til Pakistan

Faðir hinnar 15 ára gömlu Malölu Yousufzai, sem varð fyrir skotárás í heimabæ sínum þann 9. október, segir dóttur sína hafa heitið því að snúa aftur til Pakistan þegar hún hefur náð sér af sárum sínum.

Sýrlandsher heitir að virða vopnahlé

Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag.

Geislavirkt vatn veldur vanda í Japan

Tepco, sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima í Japan, á í verulegum vandræðum með að finna geymslustað fyrir tugi þúsunda tonna af geislavirku vatni. Vatnið var notað til að kæla kjarnaofna kjarnorkuversins sem varð fyrir verulegum skemmdum í jarðskjálfta í mars 2011.

Björguðu íkorna sem festist í ræsisloki

Það er óhætt að segja að það hafi skapast dálítið neyðarástand á dögunum þegar vegfarandi í München í Þýskalandi gekk fram hjá ræsisloki og sá þá að íkorni sat þar fastur.

Segir Pussy Riot hafa fengið það sem þær áttu skilið

Vladimar Pútin, forsætisráðherra Rússlands, sagði í kvöldverði með fjölmiðlamönnum í dag, að meðlimir Pussy Riot hefðu fengið það sem þær áttu skilið. Samkvæmt fréttvef Reuters var Pútin spurður út í málið en hann spurði á móti hversvegna bandarísk stjórnvöld styddu ekki betur við bakið á kvikmyndagerðarmönnunum sem gerði kvikmyndin "Sakleysi múslima“.

Segist líða eins og hann sé í ruslflokki

Tveggja barna faðir með ódæmigerða einhverfu hefur áhyggjur af stöðu sinni eftir að dómari úrskurðaði einhverfa móður forsjárlausa. Hann segir að sér finnist hann hafa verið settur í ruslflokk.

Óvissustig gæti varað næstu daga

Stöðug skjálftavirkni hefur verið úti fyrir Norðurlandi í nótt og í dag og virðist ekkert benda til að draga sé úr henni. Óvissustig sem lýst var yfir á svæðinu gæti varað næstu daga.

Dæmd fyrir að ræna rosknar konur - sagði þær auðveldan pening

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest átján mánaða dóm yfir tæplega tvítugri stúlku fjölmörg afbrot, meðal annars rán. Glæpirnir voru allir framdi á síðasta ári, en tvö ránsbrot voru framin í október árið 2011. Í öllum tilvikum beitti stúlkan umtalsverðu afli til að ná töskum af rosknum konum, sem hún veittist að, en þær brugðust við á þann hátt að halda fast í töskurnar.

Konunglegt brúðkaup í Svíþjóð á næsta ári

Madeleine prinsessa Svíþjóðar, yngri dóttir Karls Gústavs konungs mun giftast unnusta sínum, Christopher O´Neill næsta sumar. Parið tilkynnti trúlofun sína í dag. Frá þessu greindu þau í myndskeiði sem konungsfjölskyldan sendi frá sér í dag.

Dómur yfir barnaníðingi mildaður

Hæstiréttur Íslands mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að misnota stúlku kynferðislega yfir 7 ára tímabil. Misnotkunin hófst árið 2001 þegar stúlkan var ellefu ára gömul. Maðurinn var dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur en hæstiréttur mildaði dóminn um eitt ár.

Magnús Guðmundsson þarf að greiða Kaupþingi 717 milljónir

Hæstiréttur dæmdi í dag Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, til að greiða þrotabúi Kaupþings 717 milljónir króna. Ástæðan er sú að Magnús, líkt og tugir annarra starfsmanna Kaupþings, tók lán frá bankanum fyrir hlutabréfakaupum í bankanum áður en hann fór í þrot. Nokkrum dögum fyrir fall bankans ákváðu stjórnendur hans að aflétta persónulegum ábyrgðum starfsmanna á lánunum.

Hæstiréttur staðfesti dóm yfir hælisleitanda

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóm Reykjaness yfir 28 ára gömlum Alsírbúa sem kom hingað til lands frá Noregi og framvísaði fölsuðum skilríkjum. Maðurinn var dæmdur til 30 daga fangelsisvistar. Honum var einnig gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins.

Fótboltaáhugamenn leggi löglega

Lögreglan beinir þeim tilmælum til fótboltaáhugamanna sem ætla á völlinn í kvöld að sjá Ísland og Úkraínu að leggja löglega.

Landsbjörg fékk hvatningarverðlaun LÍÚ

LÍÚ afhenti slysavarnarfélaginu Landsbjörgu í dag hvatningarverðlaun LÍÚ. Verðlaunin eru í formi styrkjar að upphæð þriggja milljóna króna sem notaðar verða til reksturs og viðhalds björgunarskipa félagsins.

Hrefnu fækkaði töluvert við Ísland

Niðurstöður reglulegra hvalatalninga sýna að hrefnu fækkaði umtalsvert á grunnsævi við Ísland á árunum 2001 til 2007. Ekki liggja fyrir nægileg gögn til að skýra þá breytingu á útbreiðslu hrefnu sem virðist hafa átt sér stað.

Seldi meydóminn á 100 milljónir

Brasilísk stúlka hefur selt meydóm sinn á netuppboði fyrir tæpar 100 milljónir íslenskra króna. Alls bárust 15 boð í hina tuttugu ára gömlu Catarina Migliorini en það var japanskur karlmaður sem stóð uppi sem sigurvegari.

Vilja leggja veg um Kjöl

Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja heilsársveg um Kjöl og lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði falið að kanna hagkvæmni þess. Þess er óskað að ríkisstjórnin skili Alþingi skýrslu um málið fyrir 1. apríl.

Hundurinn Theo hlaut heiðursorðu

Sprengjuleitarhundurinn Theo, sem lést við skyldustörf í Afganistan á síðasta ári, hlaut í dag Dickens orðuna, æðstu heiðursorðu Bretlands fyrir hugrekki dýra.

Aftur hægt að senda ókeypis sms

Nú er aftur orðið ókeypis að senda smáskilaboð á netinu því fyrir rétt rúmri viku opnaði heimasíðan Skiló.is. Þar má senda sms til allra símakerfa endurgjaldslaust.

Einn á slysadeild eftir bílveltu í Ártúnsbrekku

Bílvelta varð í Ártúnsbrekkunni rétt eftir hádegið í dag. Einn var fluttur á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliðinu. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Valgarður Gíslason ljósmyndari tók er bíllinn nokkuð skemmdur.

Ai Weiwei dansar Gangnam Style

Kínverski lista- andófsmaðurinn Ai Weiei hefur gefið út sína eigin útgáfu af suður-kóreska smellingum Gangnam Style. Í myndbandinu dansar stjórnarandstæðingurinn undir taktfastri danstónlistinni og veifar til dæmis handjárnum að myndavélinni.

Skjóta hlífiskildi yfir íslensku sauðkindina

Bændasamtökin birtu á dögunum stutta heimildarmynd um sauðfjárrækt á Íslandi. Myndinni er ætlað að auka vegsemd íslensku sauðkindarinnar í augum þjóðarinnar eftir heimildarmynd Herdísar Þorvaldsdóttur um gróðureyðingu vegna lausagöngu búfjár.

Josef Fritzl fer fram á skilnað

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, einnig þekktur sem Skrímslið í Amstetten, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til margra ára. Mál Fritzl vakti heimsathygli en hann var fundinn sekur um að hafa nauðgað dóttur sinni og haldið henni fanginni í 24 ár.

Brynjar Mettinisson kominn til Íslands

Brynjar Mettinisson er kominn til Íslands, en hann hefur verið í Svíþjóð hjá mömmu sinni undanfarnar vikur. Brynjar sat í gæsluvarðhaldi í Tælandi í margar vikur, grunaður um aðild að fíkniefnasmygli en málið var síðar látið niður falla. Hann kom til Íslands á mánudaginn. Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars, sem búsett er í Svíþjóð segir að Brynjar vilji helst vera áfram á Íslandi. "Hann þarf að leita sér að vinnu og ýmislegt,“ segir hún aðspurð um hvað muni taka við hjá Brynjari.

Hótar úrsögn ef Festa kaupir bréf í Eimskipi

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að ef lífeyrissjóðurinn Festa muni taka þátt í kaupréttarútboði á fyrirtækinu Eimskip þá muni félagið grípa til róttækra aðgerða sem gætu verið fólgnar í því að félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness sem eru aðilar að Festu lífeyrissjóði gangi í annan lífeyrissjóð.

Beggi Blindi stefnir á þriðja sætið

Ellefu hafa boðið sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um fjögur efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Flokksval með stuðningsmönnum fer fram rafrænt um miðjan næsta mánuð.

Jólabjórinn lendir 15. nóvember

Það munu eflaust margir gera sér ferð í Vínbúðir þann 15. nóvember því þá verður jólabjórinn settur í sölu. Fram kemur á vef átvr.is að margir séu farnir að bíða eftir jólabjórnum og mikið hafi verið spurt um hann uppá síðkastið.

Sprengjumaðurinn sleppur við ákæru

Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál Snævars Valentínusar Vagnssonar, 72 ára manns sem kom fyrir lítilli sprengju á Hverfisgötu í janúar síðastliðnum. Ákvörðunin var tekin 12. september. "Við töldum okkur ekki geta heimfært þetta undir nein refsiákvæði,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.

Enn tiplað á tánum í kring um Grástein

„Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum,“ segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlandsveg.

Skúli vill funda um svarta vinnu og skattsvik

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að fjallað verði um svarta atvinnustarfssemi og skattaundanskot í efnahags- og viðskiptanefnd við fyrsta tækifæri í framhaldi af vísbendingum um að slík starfssemi færist í vöxt.

Rjúpnaveiðar hefjast á morgun

Rjúpnaveiðar mega hefjast á morgun og verða veiðarnar takmarkaðar við fjórar helgar, þar sem þær eru á annað borð leyfðar.

Sjá næstu 50 fréttir