Ætla að leigja þyrlu þó hagkvæmara sé að kaupa BBI skrifar 26. október 2012 14:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar í viðgerð. Mynd/Stefán Karlsson Það er ekki hægt að kaupa nýja þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna, þó það yrði að öllum líkindum hagstæðara til langs tíma en að leigja hana. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun. Ástæðan er lög um fjárreiður ríkisins. Samkvæmt þeim yrði óhjákvæmilegt að gjaldfæra alla greiðsluna vegna kaupanna á fyrsta ári og hún kæmi því fram á fjárlögum næsta árs. Í minnisblaðinu segir orðrétt: „Vakin er enn á ný athygli á því að þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að mun hagkvæmara er til langs tíma að kaupa björgunarþyrlur í stað þess að leigja, þá girða lög um fjárreiður ríkisins fyrir að unnt sé að eignfæra slíka fjárfestingu og því óhjákvæmilegt að gjaldfæra allt kaupverðið á fyrsta ári. Þannig kæmu heildarútgjöldin fram á fjárlögum ársins 2013. Útboð á fjármögnun samhliða kaupum á þyrlunum eins og til stóð er því ekki fær leið og leiga eini kosturinn. Færa má fyrir því sterk rök að þetta fyrirkomulag sé skattgreiðendum óhagstætt og því mikilvægt að íhuga breytingar í þessu efni."Þrjár þyrlur verði tiltækar Á ríkisstjórnarfundi í morgun var fjallað um fyrirhugaða leigu á björgunarþyrlum fyrir Landhelgisgæsluna. Ákveðið hefur verið að leigja þyrlur til langtíma til að tryggja að jafnan séu þrjár þyrlur í rekstri hjá Landhelgisgæslunni frá næstu áramótum. Áætluð útgjöld vegna leigu og trygginga til sex ára eru 3,4 milljarðar króna og 5,3 milljarðar króna til átta ára. Útboðsfrestur verður til loka nóvember og er markmiðið að afla þyrlna í opinni samkeppni. Útboðið tekur mið af því að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar verði einsleitur, enda er það hagkvæmara hvað varðar þjálfun flugmanna og viðhald. Þar sem Landhelgisgæslan á nú eina Super Puma þyrlu er annað hvort óskað eftir leigu á tveimur slíkum eintökum til viðbótar eða þremur þyrlum annarrar tegundar. Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Það er ekki hægt að kaupa nýja þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna, þó það yrði að öllum líkindum hagstæðara til langs tíma en að leigja hana. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun. Ástæðan er lög um fjárreiður ríkisins. Samkvæmt þeim yrði óhjákvæmilegt að gjaldfæra alla greiðsluna vegna kaupanna á fyrsta ári og hún kæmi því fram á fjárlögum næsta árs. Í minnisblaðinu segir orðrétt: „Vakin er enn á ný athygli á því að þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að mun hagkvæmara er til langs tíma að kaupa björgunarþyrlur í stað þess að leigja, þá girða lög um fjárreiður ríkisins fyrir að unnt sé að eignfæra slíka fjárfestingu og því óhjákvæmilegt að gjaldfæra allt kaupverðið á fyrsta ári. Þannig kæmu heildarútgjöldin fram á fjárlögum ársins 2013. Útboð á fjármögnun samhliða kaupum á þyrlunum eins og til stóð er því ekki fær leið og leiga eini kosturinn. Færa má fyrir því sterk rök að þetta fyrirkomulag sé skattgreiðendum óhagstætt og því mikilvægt að íhuga breytingar í þessu efni."Þrjár þyrlur verði tiltækar Á ríkisstjórnarfundi í morgun var fjallað um fyrirhugaða leigu á björgunarþyrlum fyrir Landhelgisgæsluna. Ákveðið hefur verið að leigja þyrlur til langtíma til að tryggja að jafnan séu þrjár þyrlur í rekstri hjá Landhelgisgæslunni frá næstu áramótum. Áætluð útgjöld vegna leigu og trygginga til sex ára eru 3,4 milljarðar króna og 5,3 milljarðar króna til átta ára. Útboðsfrestur verður til loka nóvember og er markmiðið að afla þyrlna í opinni samkeppni. Útboðið tekur mið af því að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar verði einsleitur, enda er það hagkvæmara hvað varðar þjálfun flugmanna og viðhald. Þar sem Landhelgisgæslan á nú eina Super Puma þyrlu er annað hvort óskað eftir leigu á tveimur slíkum eintökum til viðbótar eða þremur þyrlum annarrar tegundar.
Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira