Innlent

Kýldi lögreglumann á Café Kósý

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Fáskrúðsfirði.
Frá Fáskrúðsfirði.
Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður á Fáskrúðsfirði var í morgun dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt lögregluþjón á Café Kósý á Reyðarfirði í júní. Hann reif svo í talstöð lögreglumannsins með þeim afleiðingum að talstöðin lenti í jörðinni. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómnum. Hann hefur tvívegist gengist undir sáttir hjá lögreglustjóra vegna brota á umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×