Innlent

Erlend ríki horfa til Íslands

BBI skrifar
Eiríkur Bergmann, stjórnlagaráðsmeðlimur, segir að erlend ríki sem stefna að endurskoðun stjórnarskráa sinna horfi gjarna til vinnu stjórnlagaráðs og fyrirkomulags endurskoðunarinnar hérlendis. Íslenska endurskoðunin þykir víða til fyrirmyndar, að sögn Eiríks.

Nokkrar þjóðir huga nú að endurskoðun stjórnarskráa sinna, m.a. Írland, Belgía og Lúxemborg. Írar ætla í byrjun nóvember að halda sérstakan málfund um fyrirmyndina á Íslandi. Eiríkur Bergmann var fenginn til að halda erindi á þeim fundi, en hann greinir frá þessu á bloggi sínu í dag.

„Stundum finnst manni svolítið sérkennilegt að erlendir flölmiðlar og fræðimenn virðast hafa meiri áhuga á stjórnarskrárferlinu okkar en hér er," segir hann í lok færslunnar en vonar að áhugi fjölmiðla færist í aukana í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sem fram fer 20. október hérlendis, þar sem almenningi gefst kostur á að segja skoðun sína á frumvarpi stjórnlagaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×