Erlent

Hundur skaut mann

Aflima þurfti franskan veiðimann eftir að hann varð fyrir voðaskoti á dögunum. Hundur mannsins er sökudólgurinn — hann er samt sem áður ósköp indæll að sögn veiðimannsins.

„Það er ekki við hundinn að sakast," sagði maðurinn í samtali við AP fréttaveituna. „Hann er dásamlegur. Þetta var mín sök."

Maðurinn, sem er sextugsaldri og er kallaður Rene, var með fluttur með þyrlu á sjúkrahúsið í Bordeaux. Slysið átti sér stað við Dordogne á sunnudag. Rene hafði verið á hreindýraveiðum ásamt þremur bassethundum.

„Hann hefur eflaust ætlað að knúsa mig," sagði maðurinn.

Einn hundanna stökk í átt að Rene og greip um leið í gikk riffilsins. Maðurinn særðist alvarlega á hendi. Þegar komið var á sjúkrahúsið var ljóst að aflimum væri nauðsynleg.

Rene er fyrst og fremst reiður út í sjálfan sig. „Ég hefði átt að ganga almennilega frá vopninu," sagði Rene.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×