Fleiri fréttir

Þyrlan kölluð út í þriðja skiptið - nú vegna sinubruna

Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar hefur nú óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við að ráða niðurlögum sinuelds við Rauðkollsstaði á Snæfellsnesi. Er nú unnið að því að gera þyrluna klára fyrir slökkvistörfin og er reiknað með að hún fari í loftið klukkan tíu.

Ótrúleg saga - var 178 kíló

Hann var 178 kíló þegar hann ákvað að gera eitthvað í sínum málum. Í dag er hann um 80 kíló, keppir í fitness og hefur aldrei liðið betur. Saga Guðmundar Fannars Sigurbjörnssonar í Íslandi í dag er ótrúleg, enda snéri hann blaðinu við og hóf nýjan og heilsusamlegri lífstíl með eftirtektarverðum árangri.

Þyrla sækir slasaða í annað skiptið á nokkrum klukkustundum

Önnur beiðni um útkall barst Landhelgisgæslunni um klukkan hálf átta í kvöld þegar þyrlan var að lenda við Landspítalann eftir bráðaflutning á Hólmavík. Þannig varð tveggja bíla árekstur um klukkan fimm í dag fyrir botni Steingrímsfjarðar á Vestfjörðum. Þá var að minnsta kosti einn talinn slasaður.

Leðurblökumaðurinn þarf stærri skikkju að mati eðlisfræðinema

Nokkrir nemar í eðlisfræði í háskólanum í Leicester í Bretlandi hafa reiknað út að ofurhetjan Batman gæti hugsanlega svifið, en fallið myndi verða honum að bana. Þannig tóku nemarnir út atriði úr kvikmyndinni Batman Begins, en þar má sjá ofurhetjuna svífa töluverða vegalengd og lenda svo óskaddaða eins og ofurhetjum er tamt.

Enginn ráðherrakapall fyrir kosningar - búist við að Katrín snúi aftur

Ekki verður frekari færsla á ráðherraembættum milli stjórnarflokkanna fyrir kosningar. Þingmenn Samfylkingarinnar gera ráð fyrir að Katrín Júlíusdóttir snúi til baka í ríkisstjórn eftir leyfi og verði fjármálaráðherra. Núverandi ráðherra hefur sjálf sagt að hún sé aðeins að halda stólnum heitum fyrir Katrínu.

Gert ráð fyrir 1500 íbúðum á yfirgefnum iðnaðarlóðum

Borgin gerir ráð fyrir hátt í fimmtánhundruð íbúðum á yfirgefnum iðnaðarlóðum í nýju aðalskipulagi sem nú er á lokametrunum. Varaformaður skipulagsráðs segir ekki bara hægt að bjóða upp á einbýlishúsalóðir fyrir efnaða íbúa.

Sveddi tönn var með falsað vegabréf og íslenskt sælgæti

"Við lögðum út net og náðum hákarli,“ segir yfirmaður hjá lögreglunni í Rio De Janeiro í Brasilíu um handtöku Sverris Þórs Gunnarssonar þar í landi. Sverri framvísaði fimm daga gömlu vegabréfi, útgefnu á Íslandi, þegar hann var handtekinn.

Réðust inn á heimili og héldu manni nauðugum í sex klukkustundir

Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa brotist inn á heimili manns í Reykjavík og haldið honum nauðugum í sex klukkustundir. Þá eru þeir grunaðir um að hafa neytt manninn til að millifæra á reikninga sína verulegar fjárhæðir.

Leiðréttu leiðréttinguna - Sigmundur segir ætihvönnina virka

"Þetta kom okkur á óvart, við fengum ágætiskynningu á Saga Pro á fimmtudagskvöldinu á RÚV,“ segir Sigmundur Guðbjarnason, fyrrverandi háskólarektor, sem stendur fyrir rannsóknum á Íslenska náttúrulyfinu SagaPro, sem er framleitt úr ætihvönn, í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Réðst inn til manns og neyddi hann til að taka pening úr banka

Karlmaður var handtekinn fyrir helgi, grunaður um að hafa sparkað upp hurð í íbúð í Reykjavík á fimmtudaginn, ógnað manni hamri og neytt hann út út íbúð og í banka þar sem hann hafi átt að taka út peninga. Málið virðist tilkomið vegna peningaskuldar. Hinn grunaði var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. júlí á föstudag og staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð í dag.

Óvíst hvort Besta útihátíðin verður aftur

Aðstandendur Bestu útihátíðarinnar eru ekki búnir að finna nýtt nafn á útihátíðina. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að hátíðin mætti ekki nefnast "Besta útihátíðin" þar sem ekki væru neinar sannanir fyrir því að hátíðin væri raunverulega best.

Drullumölluðu Perluna, eldfjöll, fánann og margt fleira

Hin árvissa drullukökukeppni fór fram í skólagörðum Hafnarfjarðar á föstudaginn var. Gríðarleg samkeppni var á fjórum stöðum í bænum þegar börn á aldrinum 6 - 10 ára kepptust um að drullumalla hin ýmsustu form og skreyta á margvíslegan máta. Gjósandi eldfjall, íslenski fáninn, foss og margt fleira leit dagsins ljós þetta föstudagseftirmiðdegi.

Þrjátíu prósent fiskveiðistofna ofveidd

Um 30% af fiskveiðistofnum í heiminum eru ofveiddir, samkvæmt nýrri skýrslu sem Matvælaeftirlit Sameinuðu þjóðanna, eða FAO opinberaði í dag. Þetta er örlítil lægra hlutfall en á undanförnum tveimur árum. Tölurnar benda hins vegar eindregið til þess að ofveiði sé vandamál sem nauðsynlegt sé að fást við. Um 57% af fiskveiðistofnunum eru fullnýttir, samkvæmt sömu tölum. Í skýrslunni er varað við ofveiði. Hún geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið. Hún geti einnig dregið úr framleiðslu fiskafurða sem leiði til neikvæðra félagslega og efnahagslegra afleiðinga.

Hærri skráningargjöld í HÍ munu ekki minnka eftirspurn

Skráningargjöld Háskóla Íslands hækka frá og með þessu ári um 15 þúsund krónur, úr 45 þúsundum í 60 þúsund. Það er fyrsta hækkunin á skráningargjaldinu í átta ár. Hækkunin er tímabær að mati Kristínar Ingólfsdóttur, rektors.

Með tugi hesta í tamningu

"Ég er búin að fá fín viðbrögð, miklu betri en ég bjóst við,“ segir Ragnheiður Ósk Guðmundsdóttir, hestakona í Hrunamannahreppi. Hún var með hest í sinni eigu, Draupni frá Langholtskoti, og Má frá Þjóðólfshaga, sem er í eigu vinkonu hennar, í haga á dögunum þegar hún náði meðfylgjandi mynd.

Þingið kemur ekki aftur saman í Egyptalandi

Hæstiréttur í Egyptalandi sneri í dag við ákvörðun hins nýkjörna forseta landsins, Mohammed Mursi, um að þingið í landinu kæmi aftur saman og fengi að sitja þar til nýjar kosningar fara fram.

Rán framið í 10-11

Rán var framið í verslun 10-11 í Hjallabrekku í Kópavogi um hálfsjö í gærkvöld. Starfsmenn verslunarinnar mun ekki hafa sakað. Lögreglan rannsakar málið en frekari upplýsingar hafa ekki fengist.

Nauðgunarkæra: Sá grunaði laus úr haldi

Manninum sem grunaður er um nauðgun á Bestu útihátíðinni hefur verið sleppt úr haldi. Lögreglan rannsakar málið og skýrslur hafa verið teknar af málsaðilum og vitnum.

Björn gegnir formennsku í Snorrastofu

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur tekið við stöðu formanns stjórnar Snorrastofu, menningar- og miðaldaseturs í Reykholti. Tekur hann við af Jóni Ólafssyni, aðstoðarrektor við Háskólann á Bifröst, sem gegndi stöðunni í sex ár. Sæti í stjórn Snorrastofu eiga fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytisins og sveitarfélaga í Borgarfirði, en samkvæmt skipulagsskrá er formaður stjórnar fulltrúi Reykholtskirkju, sem kosinn er á aðalfundi safnaðarins.

Réttarhöld yfir Mladic halda áfram

Réttarhöldin yfir slátraranum frá Bosníu, Ratko Mladic, hófust aftur í dag með vitnaleiðslum í Haag fyrir Alþjóðadómstólnum um stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu.

Björgunarsveit sótti mann sem leiddist

Björgunarsveit var ræst út á Skutulsfjörð á Vestfjörðum um helgina vegna manns sem var þar á reki á gúmmíbát. Bjötrgunarsveitamenn fóru á bát og sóttu manninn og bátinn og fluttu hann til hafnar. Maðurinn skýrði hegðun sína þannig að honum hafði leiðst og ætlaði að láta bátinn reka út í Hnífsdal, þangað sem ferðinni var heitið.

Illan þef leggur langar leiðir

Sumarhúsaeigendur í Bláskógabyggð eru orðnir langþreyttir á að keyra illa þefjandi heimilissorp marga tugi kílómetra þar sem sveitarfélagið hefur ekki sett niður gáma á svæðinu líkt og því ber skylda til. Kærunefnd um hollustu og mengunarvarnir úrskurðaði í júní 2010 að sumarhúsaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi og Bláskógabyggð

Með hjartastuðtæki og stungulyf á gistiheimili

Par sem hafði dvalið á gistiheimili á Ísafirði á föstudaginn yfirgaf heimilið án þess að greiða fyrir gistinguna. Parið náðist á flugvellinum, þar sem það var að yfirgefa bæinn, en þegar þau voru spurð út í athæfi sitt vísuðu þau á ferðaþjónustuaðila sem ætti að borga brúsann fyrir þau. Þegar verið var að taka til í herberginu eftir þau fannst þar poki með alls kyns læknavörum í s.s. stungulyf, hjartastuðtæki og fleira. Lögreglan á Vestfjörðum biður þann sem kannast við að eiga þennan varning að hafa samband.

Eurovision í Malmö á næsta ári

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Malmö á næsta ári. Sænska ríkissjónvarpið greindi frá þessu í gær. Á vef söngvakeppninnar kemur fram að mikill áhugi hafi verið á því að halda keppnina en bæði yfirvöld í Malmö og Stokkhólmi höfðu áhuga á því að halda keppnina. "Þetta var ekki auðveld ákvörðun,“ segir Martin Österdahl, framleiðslustjóri keppninnar.

Björk fær afar misjafna dóma eftir Hróarskelduhátíðina

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir fær afar misjafna dóma fyrir frammistöðu sína á nýliðinni Hróarskelduhátíð. hún hélt lokatónleika hátíðarinnar á aðalsviðinu í gær. Gagnrýnandi Berlingske Tidende, Jan Eriksen, gefur Björk eina stjörnu og segir að lagavalið hjá Björk hafi ekki hentað í gær.

Tafir og lokanir á Kringlumýrarbraut

Þeir sem þurfa að komast leiðar sinnar akandi til eða frá miðborginni í kvöld ættu að velja Sæbrautina og/eða Reykjanesbraut til að keyra. Frá klukkan níu í kvöld verða mikla framkvæmdir og lokanir á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Unnið verður að fræsingu fram eftir nóttu í kvöld og annað kvöld.

Loftborin íþróttahöll risin í Hveragerði

Harmarshöllin var blásin upp í Hveragerði á laugardaginn. Til stóð að reisa höllina á laugardagsmorguninn. Þá var hins vegar of mikill vindur til verksins. Hins vegar lygndi rétt fyrir miðnætti á laugardaginn og þá var strax tekin ákvörðun um að blása höllina upp.

Troðfullur skóli bíður húsnæðis

Við vonumst til að geta hafið vorönn 2014 í nýja húsinu og það er mikil tilhlökkun bæði hjá nemendum og starfsfólki.? Þetta segir Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, um nýtt skólahús sem nú er í byggingu í miðbæ Mosfellsbæjar.

Fundu prótein sem ver krabbamein gegn geislameðferð

Vísindamenn hjá Krabbameinsmiðstöð Danmerkur hafa fundið prótein sem gerir það að verkum að krabbameinsfrumur geta lifað af geislameðferð þá sem notuð hefur verið til að drepa frumurnar.

Þjóðarsorg í Rússlandi í dag

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Rússlandi í dag vegna flóðanna í Krasnodar í suðurhluta landsins fyrir helgina.

Obama með forskot á Romney í lykilríkjum

Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum sýnir að Barack Obama Bandaríkjaforseti er með 2 prósentustiga forskot á keppninaut sinn Mitt Romney í tólf lykilríkjum fyrir forsetakosningarnar í haust.

Búðahnuplari gómaður með loftbyssu í buxnastrengnum

Búðahnuplari var gómaður í verslunum Hagkaups í Skeifunni um miðnætti. Sá hafði stolið vörum fyrir rúmar þúsund krónur en við nánari athugun reyndist hann vera með ætluð fíkniefni í fórum sínum og loftbyssu í buxnastrengnum. Loftbyssan óhlaðin og ekki notuð við þjófnaðinn. Manninum var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Óvissa og lítil vinna sligar Þingeyringa

?Við vitum ekkert hvað er að gerast hérna,? segir Sólveig Jónsdóttir, fiskvinnslukona hjá Vísi á Þingeyri, sem hefur verið í vinnslustoppi frá 1. júní. Hún segir að auglýst hafi verið í vinnsluhúsinu að vinna hefjist að nýju þann 3. september næstkomandi en þó sé fólk óöruggt um að sú verði raunin. Um þrjátíu manns vinna hjá fyrirtækinu á Þingeyri.

Gamla flugstöðin verður rifin

Stjórn Isavia hefur samþykkt að láta rífa tvær byggingar á Keflavíkurflugvelli. Gamla flugstöðin á vellinum verður rifin á næstunni, en hún stendur á verðmætri lóð þar. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að flugstöðin sé ónýt. Upp hafa komið hugmyndir um að byggja þjónustubyggingu fyrir einkaflugvélar þar sem flugstöðin stendur nú.

Flúði níu ára fangelsisdóm á Spáni

Sverrir Þór Gunnarsson, Sveddi tönn, er með níu ára óafplánaðan fangelsisdóm á bakinu á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Hann lagði á flótta eftir að dómurinn féll og síðan hefur hann verið eftirlýstur af spænskum yfirvöldum.

Ferðast á rafhjóli til vinnu allar árstíðir

Bjarni Jakob Gíslason, íbúi í Norðlingaholti, hjólar alla daga í og úr vinnu á Háaleitisbraut í Reykjavík. Hann notast við rafmótorknúið hjól sem auðveldar honum ferðina á vetrum þegar þyngra reynist að stíga hjólið áfram.

25.000 nýir borgarbúar vestan Elliðaáa

Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að borgarbúum fjölgi um að minnsta kosti 25.000 á næstu 18 árum. Reisa á 14.500 íbúðir fyrir árið 2030 til að mæta þeirri fjölgun. Unnið verður að því að þétta byggð og verða þær því allar vestan Elliðaáa.

Breytinga að vænta á tryggingakerfinu

"Þetta er ekki beint hvetjandi kerfi. Þegar það breytir engu hvort að maður sé í fullri vinnu eða hálfri þá er ekkert skrýtið að fólk sé ekkert að hafa áhyggjur af því að vinna."

Sjá næstu 50 fréttir