Innlent

Þyrlan kölluð út í þriðja skiptið - nú vegna sinubruna

Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar hefur nú óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við að ráða niðurlögum sinuelds við Rauðkollsstaði á Snæfellsnesi. Er nú unnið að því að gera þyrluna klára fyrir slökkvistörfin og er reiknað með að hún fari í loftið klukkan tíu.

TF-LIF er eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem búin er til slökkvistarfa en hún lenti á Reykjavíkurflugvelli upp úr kl. 21:00 í kvöld eftir að hafa farið í tvö útköll vegna umferðarslysa. Það er því skammt stórra högga á milli.

Slökkvibúnaður þyrlunnar felst í slökkvifötu sem hengd er neðan í þyrluna, henni dýft í vatn eða sjó og þannig fyllt. Fatan er síðan tæmd með því að rafknúinn loki í botni hennar er opnaður og vatnið gusast út. Hámarksburðargeta skjólunnar er um 2100 lítrar en hægt er að minnka og auka vatnsmagnið í fjórum þrepum frá tæplega 1500 lítrum upp í fyrrnefnda 2100 lítra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×