Svíar segja að nýtt NATO hafi orðið til 22. maí 2012 07:30 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sækir fund NATO sem haldinn er í Chicago í Bandaríkjunum. Þúsundir efndu til mótmæla nálægt fundarstaðnum. Fréttablaðið/AFP NATO einblínir ekki lengur á eigin varnir, segir forsætisráðherra Svíþjóðar sem situr leiðtogafund samtakanna í Chicago. Tekin var ákvörðun um nýtt eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Evrópu. Rússar hafa mótmælt kerfinu. Nýtt NATO er orðið til. Þetta er mat forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredriks Reinfeldt, sem setið hefur fund NATO og samstarfsríkja bandalagsins í Chicago í Bandaríkjunum. Í grein í Svenska Dagbladet, sem Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar og Karin Enström varnarmálaráðherra skrifa ásamt Reinfeldt, segjast þau sjá hvernig NATO einblíni ekki lengur á eigin varnir, heldur taki æ oftar þátt í alþjóðlegum friðaraðgerðum. Vegna þessarar nýju stefnu verði samstarfsríkin mikilvægari. Fjallað var sérstaklega um samstarfsríkin á leiðtogafundinum. Svíar, sem voru beðnir um að flytja fyrstu framsöguna á leiðtogafundinum, lögðu á það áherslu að halda yrði áfram alþjóðlegum stuðningi við Afganistan eftir brotthvarf alþjóðlegra hersveita þaðan en heimkvaðning þeirra og fjármögnun öryggissveita Afgana sjálfra var aðalfundarefnið. Ákveðið hafði verið að nær allir erlendu hermennirnir, sem eru 130 þúsund, yrðu farnir frá Afganistan í síðasta lagi fyrir árslok 2014. Slæmur efnahagur heima fyrir og þreyta almennings á stríðsrekstri veldur því hins vegar að mörg lönd vilja flýta heimkvaðningunni. Framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, lýsti yfir áhyggjum vegna ástandsins í Sýrlandi. Hann sagði NATO fordæma aðgerðir sýrlensku öryggissveitanna og árásir þeirra á almenna borgara. Hins vegar væri hernaðaríhlutun NATO í Sýrlandi ekki á dagskrá. NATO hefur sætt gagnrýni vegna meints afskiptaleysis. Um 50 forsetum, forsætisráðherrum og utanríkisráðherrum var boðið til fundarins í Chicago en fulltrúar Rússlands mættu ekki. Greint var frá því á heimasíðu rússneska forsetans, Vladimirs Pútín, að hann væri upptekinn við stjórnarmyndun. Ákveðið var á NATO-fundinum að hefja vinnu vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjanna fyrir Evrópu þrátt fyrir mótmæli Rússa. Kerfið verður þar með alþjóðlegt en samningaviðræður um það hafa staðið í mörg ár. Rætt hefur verið um hvar eldflaugarnar eigi að vera og hafa Pólland og Tékkland verið nefnd í því sambandi. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Jan Hellenberg, prófessor við Varnarmálaháskólann í Svíþjóð, að menn óttist nýtt kalt stríð. Rússar séu meðal annars að flytja hersveitir nær landamærunum við Eystrasaltslönd. Bandaríkin munu einnig koma fyrir eldflaugum við austurhluta Miðjarðarhafs til þess að geta varið Ísrael. Á leiðtogafundinum, sem var einn sá stærsti í sögu NATO, var jafnframt ákveðið að kaupa fimm fjarstýrðar flugvélar fyrir lofthelgi Evrópu. Bandaríkin nota slíkar flugvélar einkum í Afganistan og Pakistan. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sækir fund NATO auk Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og fleiri fulltrúa Íslands. ibs@frettabladid.is Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
NATO einblínir ekki lengur á eigin varnir, segir forsætisráðherra Svíþjóðar sem situr leiðtogafund samtakanna í Chicago. Tekin var ákvörðun um nýtt eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Evrópu. Rússar hafa mótmælt kerfinu. Nýtt NATO er orðið til. Þetta er mat forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredriks Reinfeldt, sem setið hefur fund NATO og samstarfsríkja bandalagsins í Chicago í Bandaríkjunum. Í grein í Svenska Dagbladet, sem Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar og Karin Enström varnarmálaráðherra skrifa ásamt Reinfeldt, segjast þau sjá hvernig NATO einblíni ekki lengur á eigin varnir, heldur taki æ oftar þátt í alþjóðlegum friðaraðgerðum. Vegna þessarar nýju stefnu verði samstarfsríkin mikilvægari. Fjallað var sérstaklega um samstarfsríkin á leiðtogafundinum. Svíar, sem voru beðnir um að flytja fyrstu framsöguna á leiðtogafundinum, lögðu á það áherslu að halda yrði áfram alþjóðlegum stuðningi við Afganistan eftir brotthvarf alþjóðlegra hersveita þaðan en heimkvaðning þeirra og fjármögnun öryggissveita Afgana sjálfra var aðalfundarefnið. Ákveðið hafði verið að nær allir erlendu hermennirnir, sem eru 130 þúsund, yrðu farnir frá Afganistan í síðasta lagi fyrir árslok 2014. Slæmur efnahagur heima fyrir og þreyta almennings á stríðsrekstri veldur því hins vegar að mörg lönd vilja flýta heimkvaðningunni. Framkvæmdastjóri NATO, Anders Fogh Rasmussen, lýsti yfir áhyggjum vegna ástandsins í Sýrlandi. Hann sagði NATO fordæma aðgerðir sýrlensku öryggissveitanna og árásir þeirra á almenna borgara. Hins vegar væri hernaðaríhlutun NATO í Sýrlandi ekki á dagskrá. NATO hefur sætt gagnrýni vegna meints afskiptaleysis. Um 50 forsetum, forsætisráðherrum og utanríkisráðherrum var boðið til fundarins í Chicago en fulltrúar Rússlands mættu ekki. Greint var frá því á heimasíðu rússneska forsetans, Vladimirs Pútín, að hann væri upptekinn við stjórnarmyndun. Ákveðið var á NATO-fundinum að hefja vinnu vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjanna fyrir Evrópu þrátt fyrir mótmæli Rússa. Kerfið verður þar með alþjóðlegt en samningaviðræður um það hafa staðið í mörg ár. Rætt hefur verið um hvar eldflaugarnar eigi að vera og hafa Pólland og Tékkland verið nefnd í því sambandi. Á fréttavef Dagens Nyheter er haft eftir Jan Hellenberg, prófessor við Varnarmálaháskólann í Svíþjóð, að menn óttist nýtt kalt stríð. Rússar séu meðal annars að flytja hersveitir nær landamærunum við Eystrasaltslönd. Bandaríkin munu einnig koma fyrir eldflaugum við austurhluta Miðjarðarhafs til þess að geta varið Ísrael. Á leiðtogafundinum, sem var einn sá stærsti í sögu NATO, var jafnframt ákveðið að kaupa fimm fjarstýrðar flugvélar fyrir lofthelgi Evrópu. Bandaríkin nota slíkar flugvélar einkum í Afganistan og Pakistan. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sækir fund NATO auk Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og fleiri fulltrúa Íslands. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira