Erlent

Mannfall í Aleppo

Frá mótmælum í Aleppo.
Frá mótmælum í Aleppo. mynd/AFP
Að minnsta kosti þrír létust í öflugri sprengingu í sýrlensku borginni Aleppo í morgun.

Sprengjan sprakk þegar rúta ók framhjá staðnum sem henni hafði verið komið fyrir.

Fjölmargir særðust í árásinni og er talið að tala látinna eigi eftir að hækka. Ekki er vitað hver stóð að baki sprengingunni.

Þá sprungu tvær sprengjur í Damaskus, höfuðborg Sýrlands í nótt en enginn særðist í sprengingunum.

Síðustu daga hafa átök harnað verulega í Aleppo. Þá voru fjórir námsmenn skotnir til bana af óþekktum vígamönnum fyrr í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×