Mexíkósk kona hefur í nógu að snúast eftir að hún uppgötvaði að hún gengur með níbura. Helsta sjónvarpsstöð landsins, Televisa, sagði frá því í gær að konan, sem heitir Karla Vanessa Perez, gengur með sex stúlkur og þrjá drengi. Karla á von á sér 20. maí næstkomandi. Hún gekkst undir tæknifrjóvgun þegar hún varð ófrísk. Karla á fyrir þrírbura.
