Erlent

Umsátur í Lundúnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sprengjusérfræðingar og lögregla hafa tekið sér stöðu á Tottenham Court Road í miðborg Lundúna. Samkvæmt frásögnum af vettvangi hafa fjórir verið teknir í gíslingu í götunni sem er mjög fjölfarin.

Maðurinn mun hafa komið inn í umrædda byggingu og sagst vera reiður yfir því að hafa ekki fengið meirapróf á bíl. Hann hefði því ekkert til að lifa fyrir. Kallað var til lögreglu þegar maðurinn fór að henda til tölvum, húsgögnum og blöðum. Síðan varð hann verulega ógnandi. Einnig er maðurinn sagður vera með gashylki utan á sér og hóta að sprengja þau.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá Lundúnum hér á fréttavef Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×