Fleiri fréttir

Bryndís Schram: Hef ekki búið með barnaníðing í hálfa öld

"Að halda því fram fullum fetum, að ég hafi búið í meira en hálfa öld með barnaníðing mér við hlið (líklega án þess að hafa hugmynd um það – eða hvað?) er ekki bara lítilsvirðing við mig. Það er bull og þvaður. Hreint út sagt – uppspuni.“

Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra

Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra.

Þúsundir flýja til Tyrklands

Yfir þúsund flóttamenn hafa komið til Tyrklands frá Sýrlandi undanfarinn sólarhring. Verið er að setja upp nýjar flóttamannabúðir fyrir ört vaxandi fjölda Sýrlendinga við landamærin.

Þór úr viðgerð í byrjun apríl

Viðgerðir Rolls Royce á vélum varðskipsins Þórs eru á áætlun, að því er fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar. Skipið er í viðgerð í Noregi.

Stefna að opnun fjögurra nýrra kafla

Stefnt er að því að opna fjóra nýja samningskafla í aðildarviðræðum Íslands og ESB á ríkjaráðstefnu í lok mánaðarins. Þar verður einnig leitast við að loka sem flestum köflum. Þá munu viðræður í lykilköflum, til dæmis fiskveiðum og landbúnaði, hefjast í ár. Þegar hafa ellefu kaflar af 35 verið opnaðir og átta þeirra hefur þegar verið lokað.

Segir rétt staðið að brottvikningu

Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir að rétt hafi verið staðið að brottvikningu Gunnars Þ. Andersen úr starfi forstjóra FME. Þetta kom fram í viðtali við hann í Kastljósi í gærkvöldi.

Þjóðarsorg í Belgíu í dag

Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu í dag vegna rútuslyssins í Sviss sem kostaði 22 börn og sex fullorðna lífið.

Skandia byrjað að dæla sandi úr Landeyjahöfn

Dæluskipið Skandia byrjaði í gær að dæla sandi frá mynni Landeyjahafnar, eftir viðamiklar viðgerðir á skipinu efitir að það lenti utan í hafnargarði í höfninni fyrir nokkrum vikum og laskaðist.

Tjaldurinn kominn til Vestmannaeyja

Tjaldurinn er kominn til Vestmannaeyja, aðeins seinna en vant er. Jóhann Guðjónsson fyrrverandi starfsmaður hafnarinnar, sem fylgst hefur með fulgalífinu í Eyjum í áratugi, staðhæfir vð Eyjafréttir að þetta séu fuglar, sem ekki hafi vetursetu hér, og þeir séu því ótvíræðir vorboðar.

Sagði Geir sekan um alvarlega vanrækslu

Brot Geirs H. Haarde á ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins telst alvarlegt og viðurlög allt að tveggja ára fangelsi, sagði saksóknari í málflutningi sínum í gær. Hún sagði Geir hafa sýnt alvarlega vanrækslu á skyldum sínum sem forsætisráðherra. Málflutningur heldur áfram í dag þegar verjandi Geirs á sviðið.

Gengst við mistökum

Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rannsókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins.

Kona í fyrsta skipti formaður

Svana Helen Björnsdóttir var í gær kjörin formaður Samtaka iðnaðarins. Hún tekur við af Helga Magnússyni, sem hefur verið formaður síðan árið 2006.

Kæru MP Banka vísað frá

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest úrskurð Samkeppniseftirlitsins um að heimila samruna Íslandsbanka og Byrs. MP banki kærði á sínum tíma ákvörðunina og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi.

Klúbbar kæra nýjan golfvöll í Grímsnesi

Golfklúbbar kæra Grímsnes- og Grafningshrepp til innanríkisráðuneytisins vegna byggingar sveitarfélagsins á golfvelli við Minni-Borg. Oddvitinn segir engan hafa einkarétt á golfvöllum. Sveitarfélagið muni ekki sjálft reka völlinn.

Innrita nemendur án samþykkis ráðuneytis

Byrjað er að innrita nýja nemendur í Menntaskólann Hraðbraut þrátt fyrir að námið sé ekki samþykkt af menntamálaráðuneyti. Óvíst er um upphæð námsgjalda og jöfnunarstyrki. Ráðuneytinu hafa borist fyrirspurnir frá foreldrum.

Hætt við niðurskurð á fé

Hætt hefur verið við að skera niður allt sauðfé á bænum Merki á Jökuldal. Riða greindist í einu heilasýni úr kind þaðan sem slátrað var á Vopnafirði í haust.

Greiðir út rúma 100 milljarða

Slitastjórn Glitnis greiðir í dag forgangskröfuhöfum jafngildi 105,6 milljarða króna. Greiðslurnar verða í myntkörfu sem styðst við gengi krónunnar hinn 22. apríl 2009.

Gengisdómur kostaði Arion 13,8 milljarða

Arion banki birti fyrstur allra áætlað tap sitt vegna gengislánadóms. Tapið byggir á einum af fjórum sviðsmyndum FME. Útlán bankans jukust mikið vegna kaupa á lánasafni þrotabús Kaupþings. Farinn að huga að lánshæfiseinkunn.

Ekki má fara of geyst í lánveitingar

Húsnæðisverð á Íslandi er líklegt til að hækka um samanlagt 16% á næstu tveimur árum. Að teknu tilliti til verðbólguspár jafngildir það um 8,5% hækkun að raunvirði. Þetta er mat greiningar Íslandsbanka sem birt hefur spá um þróun íbúðaverðs.

Fjórir kostir í boði í gjaldmiðilsmálum

Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra segir ekkert standa í vegi fyrir því að Ísland uppfylli Maastricht-skilyrði evrusamstarfsins á næsta kjörtímabili. Lang farsælast sé fyrir Ísland að stefna að inngöngu í ESB og upptöku evru. Oddný var meðal ræðumanna á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær.

Milljarða ára saga tunglsins á þremur mínútum

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur birt myndband sem sýnir þróun tunglsins síðustu 4.5 milljarða ára. Þrátt fyrir að yfirborð tunglsins sé okkur kunnugt og ferðalag þess fyrirsjáanlegt þá einkennist saga þess af ringulreiði.

Konungsslanga í klósettskálinni

New York-búinn Allen Shepard varð fyrir miður skemmtilegri lífsreynslu þegar 1.3 metra löng slanga skreið upp úr klósettinu hans.

Rýnt í vinsældir Of Monsters and Men

Íslenskur námsmaður í Chicago í Bandaríkjunum hefur birt afar áhugaverða glærukynningu um hljómsveitina Of Monsters and Men. Í kynningunni fjallar hann um þær ástæður sem liggja að baki vinsældum hljómsveitarinnar og varpar hún ljósi á mikilvægt samspil internetsins og lukku.

"Skipulögð glæpastarfssemi er ekkert náttúrulögmál"

"Þessi þróun er grafalvarleg,“ sagði Jóhann Benediktsson, fyrrverandi lögreglustjóri. Jóhann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann gaf álit sitt á þróun skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi.

Lögreglan í Noregi biðst afsökunar

Talsmaður lögreglunnar í Noregi sagði í dag að viðbrögð lögregluyfirvalda hefðu verið silaleg þegar upp komst um skotárás Anders Behring Breivik í Útey.

Norsk herflugvél hvarf af ratsjá

Björgunarmenn leita nú að norskri Herkúlesar-herflugvél sem hvarf yfir Norður-Svíþjóð fyrr í dag. Fimm menn voru um borð í flugvélinni en hún tók þátt í heræfingu.

Rannsókn hafin á brunanum á Selfossi

Lögreglurannsókn er hafin á stórbrunanum á Selfossi í gær. Eldurinn fór þar í gegn um eldvegg sem settur var upp samkvæmt ráðleggingum Brunavarna Árnessýslu. Eigandi röraverksmiðjunnar Sets segist aldrei hafa verið óttasleginn.

Hægt að afnema höftin á þremur mánuðum

Gjaldeyrishöftin á að afnema á þremur mánuðum, eða eins fljótt og unnt er, þar sem kostnaður vegna þeirra eykst dag frá degi. Þetta sagði Jón Daníelsson prófessor á Iðnþingi í dag.

Komu allir að alvarlegum líkamsárásum vegna handrukkuna

Sex karlmenn voru úrskurðaðir í dag í vikulangt gæsluvarðhald vegna umfangsmikilar rannsóknar lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi. Mennirnir koma að alvarlegum líkamsárásum vegna handrukkuna en eitt fórnarlambanna var fótbrotið á báðum fótum.

Lífsýni gegna lykilhlutverki í rannsókn sakamála

"Fleiri og fleiri sakamál leysast eingöngu á lífsýnum,“ sagði Björgvin Sigurðsson, sérfræðingur hjá tæknideild lögreglunnar, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Sektaður fyrir brot gegn hvíldartíma ökumanna

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness um að ökumaður vöruflutningabifreiðar hefði í þrígang brotið gegn reglum um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Ökumaðurinn bar fyrir sig að í öllum tilvikum hefði verið um að ræða akstur með fiskúrgang, sem honum hefði verið refsilaus.

Fjölskyldur á slysstað

Fjölskyldur tuttugu og tveggja barna sem fórust í rútuslysi í Sviss á þriðjudagskvöld fóru í morgun á slysstað í undigöngum hraðbrautar í Valais kantónunni þar sem rútan klessti á vegg á miklum hraða.

Málflutningi Sigríðar lokið

Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir augljóst að á ríkisstjórnarfundum hafi ekkert verið fjallað um stöðu bankanna eða þann vanda sem steðjaði að í aðdraganda bankahrunsins. Hún gagnrýndi þetta harðlega í málflutningi fyrir Landsdómi í dag.

Óskað eftir vitnum að slysi í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Kársnesbrautar og Hábrautar í Kópavogi um hálf sjö leytið í gærkvöld. Þar rákust saman Nissan Micra og Daihatsu Move en bæði ökutækin eru rauð að lit. Að sögn lögreglu var annar ökumannanna fluttur á slysadeild til aðhlynningar og hinn leitaði þangað síðar. Miklar skemmdir urðu á bílunum eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Sjá næstu 50 fréttir