Fleiri fréttir

Stórútkall vegna elds í öskubakka

Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðins var sent áleiðis að húsi við Fiskislóð í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna tilkynningar um eld. Brátt kom í ljós að upptök eldsins voru í öskubakka og voru slökkvibílarnir kallaðir til baka.

Fjöldi ábendinga um kosningasvik í Rússlandi

Þegar hafa borist hátt í 4.000 ábendingar um kosningasvik í rússnesku forsetakosningunum frá eftirlitsmönnum með kosningunum. Vladimir Putin vann öruggan sigur í kosningunum með 60% atkvæða og verður forseti Rússlands næstu sex árin.

Langt í frá augljóst að Ólafur nái kjöri

„Þetta kemur mér ekki mikið á óvart og hann hefði getað eytt óvissunni fyrir löngu,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa áfram kost á sér til embætti forseta Íslands.

Tvær lestir mættust á teinunum

Að minnsta kosti sextán manns létust og nærri sextíu slösuðust, sumir lífshættulega, í versta lestarslysi sem orðið hefur í Póllandi í meira en tvo áratugi.

Pútín hefur aftur hreppt forsetaembætti Rússlands

Vladimír Pútín sigraði í forsetakosningum í Rússlandi í gær og fékk um það bil 60 prósent atkvæða. Útgönguspár höfðu talið að hann fengi 58 til 59 prósent, en samkvæmt fyrstu opinberu tölum úr atkvæðatalningu fékk hann um 63 prósent.

Kusu uppreisnarmenn til valda

Tveir uppreisnarleiðtogar í þorpinu Wukan í Kína voru kosnir til valda á laugardaginn, fáeinum mánuðum eftir að þeir voru handteknir fyrir að efna til fjölmennra mótmæla í þorpinu.

"Hernaðaraðgerðir gegn Íran eru raunhæfur valkostur"

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í dag að hernaðaraðgerðir gegn Íran af hálfu Bandaríkjanna séu raunhæfur valkostur. Obama mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael á morgun og munu þeir ræða um ástandið í Íran.

Pútin lýsti yfir sigri í kosningunum

Vladimir Pútin hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum í Rússlandi. Hann mun þá sitja þriðja kjörtímabil sitt sem forseti landsins.

Japani þróar "mál-truflara"

Japanskir vísindamenn hafa þróað tæki sem getur þaggað niður í fólki af allt að 30 metra færi. Vísindamennirnir hafa nú þegar hannað frumgerð tækisins en vonast til að hefja fjöldaframleiðslu á næstu árum.

"Hann hafði ofsalega mikla hæfileika"

Dóttir Sævars Ciesielskis segir föður sinn hafa skilið eftir sig gríðarstórt safn mynda sem hann málaði sjálfur. Hann hafi verið mjög hæfileikaríkur á því sviði en þær séu ekki til sölu.

Lyklafrumvarp lagt fram í þriðja sinn

Lyklafrumvarpið svokallaða kennt við Lilju Mósesdóttur hefur nú verið lagt fram í þriðja sinn og er stjórnarþingmaður á meðal flutningsmanna. Lilja segir að frumvarpið sé ekki síst hugsað fyrir þá sem fóru í gegnum 110 prósenta leiðina en eru enn í vandræðum.

Fiskroð breytist í lækningavörur á Ísafirði

Fyrirtæki sem þróar og framleiðir hátækni lækningavörur úr fiskafurðum er að byggjast upp á Ísafirði. Roð og lýsi breytast þar í sáravörur fyrir sjúkrahús .Fyrrum fiskvinnslusalur er nú sótthreinsuð rannsóknastofa á vegum Kerecis þar sem hvítklæddir sérfræðingar bogra yfir tilraunaglösum.

Íslensku stelpurnar gerðu það gott

Íslensku stelpurnar gerðu það gott á Arnold Sports Festival mótinu sem fram fór í Bandaríkjunum um helgina. Tvær þeirra tóku fyrsta og annað sætið í sínum flokki í módelfitness.

Guðni fagnar ákvörðun Ólafs Ragnars

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, fagnar ákvörðun Ólafs Ragnars og telur einsýnt að hann nái góðu kjöri í forsetakosningunum í sumar.

Segir menn hafa höfðað til skyldu sinnar

Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands. Ólafur tilkynnti þessa ákvörðun í dag en hann útilokar ekki að hann láti af embætti á miðju kjörtímabili þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan og stjórnarfari landsins.

Pútín kosinn forseti Rússlands

Samkvæmt fyrstu útgönguspám mun Vladimír Pútín verða næsti forseti Rússlands. Pútín mun því á ný sitja í stóli forseta Rússlands en hann gegndi embættinu frá árinu 2000 til 2008.

Telpa fannst yfirgefin á akri eftir skýstrókana

Björgunarmenn í Indiana í Bandaríkjunum fundu tíu ára gamla stúlku yfirgefna á akri, rúmum 16 kílómetrum frá heimili sínu sem eyðilagðist þegar skýstrókar gengur yfir ríkið.

Hörð átök í Jemen

Til átaka kom milli jemenskra hermanna og vígamanna sem hliðhollir eru hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í suðurhluta Jemen í dag.

"Augljóst að ákvörðunin var tekin fyrir löngu"

Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur, segir að það sé augljóst að Ólafur Ragnar Grímsson hafi fyrir löngu tekið ákvörðun um að gefa kost á sér að gegna embætti áfram.

Mikið mannfall eftir sprengingu í Kongó

Að minnsta kosti 150 eru látnir eftir að vopnabyrgi sprakk í loft upp í Brazzaville, höfuðborg Vestur-Kongó. Talið er að um 1.500 hafi slasast í sprengingunni, þar af eru margir alvarlega særðir.

Eldsvoði í Borgarfirði

Tilkynnt var um eldsvoða á bænum Svarfhóli, í Stafholtstungum í Borgarfirðir um hádegisbil í dag.

Loftsteinn hrapaði yfir Englandi

Fregnir af risavöxnum eldhnetti sem ferðaðist yfir norður Skotland og suður England bárust í nótt. Fjöldi símtala bárust lögregluyfirvöldum á svæðunum og óttaðist fólk að flugvél hefði hrapað.

Maðurinn á bak við Svarthöfða er látinn

Listamaðurinn sem hannaði útlit Svarthöfða úr Stjörnustríðsmyndunum er látinn. "Þegar orð gátu ekki gert hugmyndum skil þá leitaði ég til hans,“ sagði George Lucas.

Vopnað rán framið í verslun 10-11

Vopnað rán var framið í verslun 10-111 í Grímsbæ við Bústaðaveg um sexleitið í morgun. Maður ógnaði starfsfólki með hnífi og hafði á brott með sér einhverja fjármuni.

Segir Alþingi vera orkulaust

"Það sjá það allir að Alþingi, eins og það er samsett í dag, getur ekki boðið fólki upp á meirihlutastjórn í þessu landi," sagði Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Kristján var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Romney sigraði í Washington

Mitt Romney styrkti stöðu sína í kapphlaupinu um útnefningu forsetaefnis Repúblikanaflokkksins vestanhafs en hann sigraði í forvali flokksins í Washington-fylki í gær.

Skíðavæði opin í dag

Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli eru opin í dag. Þá eru skíðasvæðin á Dalvík og í Oddskarði einnig opin.

Óvanalegt andrúmsloft á Selfossi í nótt

Lögreglan á Selfossi hafði í nógu að snúast í nótt. Lögreglumenn voru þrisvar kallaðaðir til þegar til handalögmála kom á skemmtistöðum bæjarins.

Kosið í Rússlandi og Íran

Forsetakosningar fara nú fram í Rússland. Vladimír Pútin sækist á ný eftir kjöri en hann sat í forsetastól á árunum 2000 til 2008.

Bílvelta og akstur undir áhrifum lyfja í nótt

Lögreglu barst tilkynning um bílveltu rétt eftir miðnætti í nótt. Slysið átti sér stað á Reykjanesbraut við Áslandsbrú. Fimm einstaklingar sem voru jepplingur sem valt voru fluttir á slysadeild. Tveir voru lagðir inn á gjörgæsludeild með umtalsverða áverka.

Sextán látnir eftir lestarslys í Póllandi

Að minnsta kosti 16 eru látnir og 60 særðir eftir lestarslys í Póllandi í gærkvöldi. Samkvæmt fjölmiðlum í Póllandi lentu tvær lestar saman sem voru á leið frá Varsjá og Kraká.

Stórhýsi rís í Bolungarvík

Fjögurra hæða íbúðablokk er nú í smíðum í Bolungarvík sem er stærsta hús sem þar hefur risið í á þriðja áratug.

Enginn með allar tölur réttar

Enginn var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld. Vinningstölurnar voru 3, 12, 29, 36, 40 og bónustalan var 7.

Lundaveiðibann er afglöp segir Vigurbóndi

Bóndinn í eynni Vigur segir að friðun lunda séu afglöp enda hafi fuglinum fjölgað í Ísafjarðardjúpi, og segir að umhverfisráðuneytið hljóti að greiða bætur, verði menn sviptir hlunnindunum.

Sjá næstu 50 fréttir