Pútín hefur aftur hreppt forsetaembætti Rússlands 5. mars 2012 03:00 Vladimír Pútín og Ljúdmíla eiginkona hans Pútín lýsti yfir sigri í gærkvöld þegar fyrstu talningar höfðu sýnt að hann væri kominn með rúmlega 60 prósent atkvæða.nordicphotos/AFP Vladimír Pútín sigraði í forsetakosningum í Rússlandi í gær og fékk um það bil 60 prósent atkvæða. Útgönguspár höfðu talið að hann fengi 58 til 59 prósent, en samkvæmt fyrstu opinberu tölum úr atkvæðatalningu fékk hann um 63 prósent. Pútín verður því forseti Rússlands aftur, eftir að hafa verið forsætisráðherra í eitt kjörtímabil. Gennadí Sjúganov, leiðtogi Kommúnistaflokksins, fékk um 18 prósent en aðrir frambjóðendur fengu innan við tíu prósent hver. Þar sem Pútín fékk meira en helming atkvæða sleppur hann við aðra umferð kosninganna, þar sem kjósendur hefðu þurft að velja á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengju. Almennt hefur verið reiknað með því að Dmitrí Medvedev, sem gegnt hefur forsetaembættinu meðan Pútín hefur verið forsætisráðherra, skipti aftur við hann um embætti og verði forsætisráðherra á ný. Það er þó engan veginn víst. Andstæðingar Pútíns segja að mikið hafi verið um kosningasvindl í gær. Meðal annars hafa borist margar fregnir af því að kjósendur hafi farið frá einum kjörstað til annars og hindrunarlaust getað greitt atkvæði á mörgum stöðum. Ef óháðir kosningaeftirlitsmenn staðfesta þessar ásakanir þá má búast við að mótmæli gegn Pútín færist í aukana næstu daga og vikur. Eftir að upp komst um kosningasvik í þingkosningunum í desember héldu tugir þúsunda út á götur að mótmæla Pútín. Þetta urðu öflugustu mótmæli almennings í Rússlandi gegn stjórnvöldum frá því Sovétríkin liðu undir lok. Pútín hefur reynt að gera lítið úr þessum mótmælum, segir þau bundin við lítinn minnihluta og jafnvel runnin undan rifjum stjórnvalda á Vesturlöndum, sem vilji grafa undan Rússlandi. Mótmælendur fengu ekki leyfi stjórnvalda til að koma saman á stóru torgi við Kremlarmúra í gær, en veittu þeim heimild til að efna til fundar á minna torgi skammt frá í dag. Stuðningsmenn Pútíns fengu hins vegar leyfi til að koma saman á stóra torginu í Moskvu í gær. Þangað flykktust síðan meðal annars starfsmenn ríkisfyrirtækja, sem sögðu yfirmenn sína hafa hótað þeim refsingu sem létu ekki sjá sig þar. Skoðanakannanir höfðu samt undanfarið sýnt að Pútín nýtur mikilla vinsælda meðal almennings, þrátt fyrir ásakanir um útbreidda spillingu og valdníðslu víða í stjórnkerfinu. Efnahagsbati og stöðugleiki undanfarinna ára hefur verið mörgum Rússum kærkominn í kjölfar umrótsins á síðasta áratug 20. aldar, þegar Boris Jeltsín réði þar ríkjum eftir hrun Sovétríkjanna. gudsteinn@frettabladid.is Tengdar fréttir Fjöldi ábendinga um kosningasvik í Rússlandi Þegar hafa borist hátt í 4.000 ábendingar um kosningasvik í rússnesku forsetakosningunum frá eftirlitsmönnum með kosningunum. Vladimir Putin vann öruggan sigur í kosningunum með 60% atkvæða og verður forseti Rússlands næstu sex árin. 5. mars 2012 06:49 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Vladimír Pútín sigraði í forsetakosningum í Rússlandi í gær og fékk um það bil 60 prósent atkvæða. Útgönguspár höfðu talið að hann fengi 58 til 59 prósent, en samkvæmt fyrstu opinberu tölum úr atkvæðatalningu fékk hann um 63 prósent. Pútín verður því forseti Rússlands aftur, eftir að hafa verið forsætisráðherra í eitt kjörtímabil. Gennadí Sjúganov, leiðtogi Kommúnistaflokksins, fékk um 18 prósent en aðrir frambjóðendur fengu innan við tíu prósent hver. Þar sem Pútín fékk meira en helming atkvæða sleppur hann við aðra umferð kosninganna, þar sem kjósendur hefðu þurft að velja á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengju. Almennt hefur verið reiknað með því að Dmitrí Medvedev, sem gegnt hefur forsetaembættinu meðan Pútín hefur verið forsætisráðherra, skipti aftur við hann um embætti og verði forsætisráðherra á ný. Það er þó engan veginn víst. Andstæðingar Pútíns segja að mikið hafi verið um kosningasvindl í gær. Meðal annars hafa borist margar fregnir af því að kjósendur hafi farið frá einum kjörstað til annars og hindrunarlaust getað greitt atkvæði á mörgum stöðum. Ef óháðir kosningaeftirlitsmenn staðfesta þessar ásakanir þá má búast við að mótmæli gegn Pútín færist í aukana næstu daga og vikur. Eftir að upp komst um kosningasvik í þingkosningunum í desember héldu tugir þúsunda út á götur að mótmæla Pútín. Þetta urðu öflugustu mótmæli almennings í Rússlandi gegn stjórnvöldum frá því Sovétríkin liðu undir lok. Pútín hefur reynt að gera lítið úr þessum mótmælum, segir þau bundin við lítinn minnihluta og jafnvel runnin undan rifjum stjórnvalda á Vesturlöndum, sem vilji grafa undan Rússlandi. Mótmælendur fengu ekki leyfi stjórnvalda til að koma saman á stóru torgi við Kremlarmúra í gær, en veittu þeim heimild til að efna til fundar á minna torgi skammt frá í dag. Stuðningsmenn Pútíns fengu hins vegar leyfi til að koma saman á stóra torginu í Moskvu í gær. Þangað flykktust síðan meðal annars starfsmenn ríkisfyrirtækja, sem sögðu yfirmenn sína hafa hótað þeim refsingu sem létu ekki sjá sig þar. Skoðanakannanir höfðu samt undanfarið sýnt að Pútín nýtur mikilla vinsælda meðal almennings, þrátt fyrir ásakanir um útbreidda spillingu og valdníðslu víða í stjórnkerfinu. Efnahagsbati og stöðugleiki undanfarinna ára hefur verið mörgum Rússum kærkominn í kjölfar umrótsins á síðasta áratug 20. aldar, þegar Boris Jeltsín réði þar ríkjum eftir hrun Sovétríkjanna. gudsteinn@frettabladid.is
Tengdar fréttir Fjöldi ábendinga um kosningasvik í Rússlandi Þegar hafa borist hátt í 4.000 ábendingar um kosningasvik í rússnesku forsetakosningunum frá eftirlitsmönnum með kosningunum. Vladimir Putin vann öruggan sigur í kosningunum með 60% atkvæða og verður forseti Rússlands næstu sex árin. 5. mars 2012 06:49 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Fjöldi ábendinga um kosningasvik í Rússlandi Þegar hafa borist hátt í 4.000 ábendingar um kosningasvik í rússnesku forsetakosningunum frá eftirlitsmönnum með kosningunum. Vladimir Putin vann öruggan sigur í kosningunum með 60% atkvæða og verður forseti Rússlands næstu sex árin. 5. mars 2012 06:49