Erlent

Breyttu nafninu OFC í UFO

Obama er eins og ofurstinn Sanders sem er aðalsmerki KFC staðarins.
Obama er eins og ofurstinn Sanders sem er aðalsmerki KFC staðarins.
Kínverski skyndibitastaðurinn OFC, eða Obama Fried Chicken, hefur skipt um nafn eftir að bandaríska skyndibitakeðjan KFC hótaði að lögsækja staðinn fyrir að stela ímynd fyrirtækisins í viðtali við Washington Post á dögunum.

Staðurinn hlaut heimsfrægð fyrir skömmu enda fáir sem spyrða skyndibita saman við Barack Obama, forseta Bandaríkjanna.

Þrír háskólastúdentar eiga og reka staðinn sem er í Peking.

Af einhverjum ástæðum breyttu eigendur staðarins nafninu í UFO, sem er bandarísk skammstöfun fyrir fljúgandi furðuhluti.

Zhu Baolai, einn af eigendum staðarins segir að það hafi ekki verið tilgangur eða vilji þeirra að stela vörumerki KFC og því hafi þeir breytt nafninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×