Fleiri fréttir

Skilar ítarlegri greiningu

Dr. Bertrand Lauth, sérfræðingur í barna- og unglingageðlækningum, varði doktorsverkefni sitt við læknadeild Háskóla Íslands í vor. Verkefnið er greiningartæki sérstaklega sniðið að börnum og unglingum.

Ófrjósemi og hjartasjúkdómar

Vísindamenn telja sig hafa fundið tengsl milli ófrjósemi og hjartasjúkdóma hjá karlmönnum. Þetta er niðurstaða áratuga langrar rannsóknar sem 135.000 karlmenn tóku þátt í.

Dópuð kona með barn í bílnum

Kona á fertugsaldri var stöðvuð við akstur í Reykjavík í gærmorgun. Hún var undir áhrifum fíkniefna og með í för var barnið hennar. Gerðar voru viðeigandi ráðstafanir í þágu þess og barnaverndaryfirvöld upplýst um málið. Móðirin, sem hafði þegar verið svipt ökuleyfi, var handtekin og flutt á lögreglustöð. Þess má jafnframt geta að barnið var ekki með viðeigandi öryggisbúnað í bílnum.

Segir Bandaríkjunum standa ógn af Kína

Kína er efnahagsleg ógn við Bandaríkin og er einnig að byggja upp her til þess að ógna veru sjóher Bandaríkjamanna í Suður - Kínahafinu, segir Mitt Romney, sem tekur þátt í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar.

Oft foreldravandamál frekar en unglingavandamál

„Þetta eru börn sem lent hafa í aðstæðum sem enginn á að þurfa að lenda í. Í mörgum tilfellum er um foreldravandamál að ræða, ekki unglingavandamál“. Þetta segir forstöðumaður Meðferðarheimilis að Laugalandi þangað sem stúlkur á aldrinum 13 til 17 ára eru sendar. Málið í Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld.

Jarðskjálftahrina við Kanaríeyjar

Um 150 jarðskjálftar hafa mælst á El-Hierro, minnstu eyju Kanaríeyja. Eyjan er afar vinsæll ferðamannastaður og nú óttast yfirvöld eldgos. Herinn hefur staðið í ströngu í dag við að undirbúa fólksflutninga af eyjunni ef allt fer á versta veg. Í nótt voru 53 einstaklingar beðnir um að yfirgefa hús sín af ótta við aurskriður. Þegar dagaði var ákveðið að öllum skólum á eyjunni yrði lokað í dag.

Styttist í kosningar á Írlandi

Það stefnir allt í spennandi forsetakosningar á Írlandi þann 27. október næstkomandi. Aldrei hafa jafn margir frambjóðendur verið á kjörseðlinum en nú - sjö talsins. Þau síðustu til að hljóta samþykki voru þau David Norris og popp stjarnan Dana Rosemary Scallon. Þau sem áður höfðu hlotið samþykki eru þau Sean Gallagher og Mary Davis sem bæði eru í sjálfstæðu framboði. Í framboði fyrir verkamannaflokkinn er Michael D Higgins. Einnig eru Gabriel Mitchell í framboði undir fána Fine Gael ásamt Martin McGuinness fyrir Sinn Féin.

Aðdáendur gráta fráfall Heidi

Fésbókarvinir rangeygðu pokarottunnar Heidi og Twitterfylgjendur eru í öngum sínum eftir að það uppgötvaðist að hún væri dáin. Talsmenn dýragarðsins í Leipzig, þar sem hin krúttlega Heidi dvaldi, segja að hún hafi verið lystarlaus og átt erfitt með hreyfingu í allmargar vikur. Því var tekin ákvörðun um að svæfa Heidi svefninum hinsta eftir að tilraunir til að lækna hana fóru út um þúfur, segir AP fréttastofan.

70 milljóna króna hagræðingarkrafa á Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er ætlað að skera niður um 70 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012. Stjórn Læknaráðs stofnunarinnar mótmælir þessum fyrirhugaða niðurskurði og varar við hugsanlegum afleiðingum hans á starfsemi og mönnum heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi.

Crepusculum opnar í Frankfurt

Í dag opnar sýningin „Crepusculum" í Schirn Kunsthalle Frankfurt. Sýningin er í tilefni af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Á sýningunni mun listakonan Gabríela Friðriksdóttir vinna með átta íslensk fornhandrit og skapa í kringum þau einstæða umgjörð. Gabríela vinnur með kvikmynda- og hljóðverk, ásamt skúlptúrunum til skapa eina heild með fornritunum. Það má því segja að ný og gömul list mætist í gjörningi Gabríelu. Til gamans má geta er titill verksins fenginn latínu og þýðir ljósaskipti.

Ekki hlutverk björgunarsveitamanna að standa heiðursvörð

"Þetta er eitthvað sem björgunarsveitamenn taka ekki að sér. Ég held að allur almenningur geri sér grein fyrir því“ segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, um þá tillögu Ólínu Þorvarðardóttur að björgunarsveitamenn standi heiðursvörð við setningu Alþingis.

Rússar hættir að kaupa Kalashnikov

Rússneski herinn ætlar að hætta að kaupa Kalashnikov riffilinn, eitt frægasta vopn sögunnar. Riffillinn var hannaður af hershöfðingjanum Mikhail Kalashnikov árið 1947 sem í kjölfarið varð að þjóðhetju í Sovétríkjunum. Litlar breytingar hafa hinsvegar verið gerðar á vopninu og nú vill herinn ekki kaupa fleiri riffla nema framleiðandinn endurhanni gripinn í takt við nýjustu tækni.

Elfa Ýr yfir fjölmiðlanefnd

Elfa Ýr Gylfadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr lauk B.A.-námi í bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1994, prófi í hagnýtri fjölmiðlun við sama skóla árið 1996 og hefur lokið tveimur meistaragráðum í fjölmiðlun og boðskiptum, þ.e. í fjölmiðlunar-, margmiðlunar- og fjarskiptafræðum frá Georgetown University í Bandaríkjunum árið 2000 og í fjölmiðla- og ímyndarfræðum frá University of Kent í Bretlandi árið 1995.

Alvarlega vegið að öryggi fólks

Alvarlega er vegið að öryggi lögreglumanna sem og landsmanna allra vegna niðurskurðar á fjármagni til löggæslumála, segja yfirlögregluþjónar á Íslandi. Í ályktun frá stjórn Félags yfirlögregluþjóna lýsa þeir yfir þungum áhyggjum af stöðu löggæslunnar á Íslandi í heild sem og kjaramálum lögreglumanna.

Dauðahafshandritin til sýnis á netinu

Hin 2.000 ára gömlu Dauðahafshandrit eru nú til sýnis á netinu. Það eru Google og þjóðminjasafn Ísraels sem standa að verkefninu. Hægt er að skoða handritin í háskerpu, stækka til og lesa þýðingar fræðimanna á textunum. Upprunalegi textinn er ritaður á papýrus og pergament. Talið er að handritin hafi verið rituð og safnað saman af flökkuhópi gyðinga sem síðar meir settist að við bakka Dauðahafsins.

Tuttugu og tveir vilja starf borgarritara

Tuttugu og tveir sækjast eftir stöðu borgarrita hjá Reykjavíkurborg en starfið var auglýst laust til umsóknar í byrjun mánaðarins. Frestur til að sækja um rann út í fyrradag og ráðgjafafyrirtækið Capacent mun í framhaldinu vinna úr umsóknunum. Tveir sviðstjórar hjá borginni eru á meðal umsækjenda, þau Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra umhverfis- og samgöngusviðs og Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs.

Pútín skipar fjármálaráðherra

Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur útnefnt nýjan fjármálaráðherra eftir að Alexei Kudrin var bolað úr sæti nú á mánudaginn. Pútín ákvað að aðstoðar forsætisráherra hans, Igor Shuvalov, ætti að hafa umsjón með fjármálum hins opinbera. Hins vegar mun Anton Siluanov taka við sem fjármálaráðherra. Putin lagði tillögurnar fyrir Medvedev forseta sem samþykkti þær um hæl. Líklegt þykir að Medvedev og Pútín skipti sjálfir á stólum á næsta ári.

Játaði ofbeldisfullt rán í Seljahverfi

Tuttugu og sex ára gamall karlmaður játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa í október 2009 slegið mann í andlit með þeim afleiðingum að hann hlaut blóðnasir og leitt hann nauðugan frá Fífuseli að heimili hans að Seljabraut.

Gadaffi undir verndarvæng hirðingja

Enn á ný berast fregnir af hugsanlegum felustað Muammar Gadaffi, fyrrum leiðtoga Líbíu. Nú telja yfirvöld í Líbíu að Gadaffi haldi til við landamæri Alsír og sé þar undir vernd innfæddra Tuareg hermanna. Gadaffi flúði eftir að uppreisnarmenn náðu valdi yfir landinu í síðasta mánuði, þó er talið að Gadaffi sé enn að skipuleggja aðgerðir til hefta sókn uppreisnarmanna og að hann vinni nú að því að endurheimta traust fyrrum hermanna sinna. Talsmaður hersins í Líbíu segir leitina enn standa yfir en svæðið sem Gadaffi er talinn vera á er afar víðfemt og erfitt yfirferðar. Hann greindi einnig frá því að líklegt þyki að Gadaffi greiði Tuareg mönnun fyrir verndum.

Mál þriggja Kaupþingstoppa fyrir héraðsdómi

Mál þriggja fyrrverandi yfirmanna hjá Kaupþingi voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Um er að ræða þá Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, Magnús Guðmundsson, sem stýrði Kaupþingi í Lúxemborg, og Steingrím P. Kárason, sem var meðal annars framkvæmdastjóri áhættustýringar.

Ástarsvindl á Netinu mun algengara en talið var

Um 200 þúsund Bretar, aðallega karlmenn, hafa verið plataðir á Netinu og þeim talin trú um að þeir standi í eldheitu ástarsambandi. Samkvæmt nýrri rannsókn eru svik af þessu tagi mun algengari í raun og veru en opinberar tölur frá lögreglu gefa tilefni til að ætla, því oftast nær skammast menn sín fyrir að hafa gengið í gildruna og segja því ekki nokkrum manni frá.

Kviknaði í út frá rafmagnsdós á Högunum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að sambýlishúsi við Tómasarhaga í Reykjavík um klukkan hálf fjögur í nótt eftir að íbúi þar tilkynnti um reyk á hæðinni.

Enn skelfur jörð á Hellisheiði

Fjórir snarpir jarðskjálftar, allir yfir tvo á Richter, urðu norðaustur af Hellisheiðarvirkjun í gærkvöldi og urðu margir smærri í kjölfarið. Sá sterkasti mældist 2,5 á Richter. Líklega má rekja skjálftana til dælingar Orkuveitu Reykjavíkur á vatni, niður í iður jarðar, eftir að búið er að virkja hitaorkuna úr því, en engin tilkynning hefur borist þaðan um dælingu.

Evrópuríkin draga í land gagnvart Sýrlendingum

Evrópuríki hafa dregið úr þeim auknu þvingunum sem þau vilja beita stjórnvöld í Sýrlandi en á þessu ári hafa þúsundir mótmælenda látist í átökum við stjórnarhermenn þar í landi. Evrópuríkin höfðu sett fram harða tillögu í málinu sem leggja átti fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en nú hefur orðalag hennar verið mildað með það að markmiði að fá Kínverja og Rússa til að samþykkja aðgerðirnar. Þau lönd hafa hingað til hótað því að beita neitunarvaldi sínu gegn öllum slíkum tillögum. Í nýju tillögunni er þess krafist að stríðandi fylkingar láti af ofbeldinu, og takist það ekki verði farið út í viðskiptaþvinganir.

Sextán látnir eftir að hafa borðað eitraðar kantalópur í Kólórado

Allt að sextán eru látnir og 72 alvarlega veikir eftir að Listeríubaktería barst í menn úr kantalópum sem framleiddar eru í Kólórado í Bandaríkjunum. Yfirvöld hafa rakið smitið til kantalópuræktanda á svæðinu og er nú verið að rannsaka hvernig bakterían náði að breiðast út. Matvælaeftirlit Bandaríkjanna varar við að tala smitaðra eigi eftir að hækka enda geti tekið allt að fjórar vikur fyrir smitið að gera vart við sig.

Neyðarkall ömmu vekur gríðarlega athygli á Facebook

Vigdís Óskarsdóttir, amma sextán ára gamals drengs sem þjáist af bandvefssjúkdómnum Alportsyndrome, sendi í gær út neyðarkall á Facebook þar sem óskað er eftir nýrnagjafa. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og tugir manna hafa tjáð sig á síðunni og boðið fram aðstoð sína.

Réttað yfir Gunnari í Hæstarétti

Málflutningur í máli ákæruvaldsins gegn Gunnari Rúnari Sigurþórssyni fór fram í Hæstarétti Íslands í morgun. Gunnar Rúnar var fundinn sekur í Héraðsdómi Reykjaness í mars síðastliðnum um að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni. Hann var hins vegar sýknaður af kröfu um refsingu vegna svæsins geðrofs og gert að sæta vistun á viðeigandi stofnun. Hvorki aðstandendur Hannesar Þórs né ákæruvaldið sættu sig við þessa niðurstöðu héraðsdóms og saksóknari tók þá ákvörðun að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar.

Andy Rooney lýkur keppni í 60 Mínútum

Andy Rooney, pistlahöfundurinn aldni sem átt hefur lokorðið í fréttaþættinum 60 Minutes á sjónvarpsstöðinni CBS mun á sunnudaginn kemur lesa áhorfendum pistilinn í síðasta sinn.

Flugfreyjur felldu kjarasamninginn

Flugfreyjur hafa fellt kjarasamning sem gerður var við Icelandair í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á skrifstofu félagsins greiddu 68 prósent félagsmanna atkvæði um samninginn. 85 prósent þeirra sem þátt tóku felldu hann. Kjörfundur stóð yfir í þrjá daga um síðustu helgi.

Polanski tók loks við verðlaunum í Sviss

Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski tók í gær við heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar á kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss. Polanski mætti reyndar tveimur árum of seint til þess að taka við verðlaununum en hann var handtekinn á leið sinni á hátíðina árið 2009 vegna þess að hann er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir að sænga með barnungri stúlki árið 1977.

Þór leggur úr höfn í dag

Nýja varðskipið Þór, leggur að öllu óbreyttu af stað heim frá skipasmíðastöð í Chile í dag, og er þá væntanlegt til landsins eftir mánuð. Ekkert varðskip hefur verið á Íslandsmiðum í sumar. Týr hefur nú stutta viðkomu í Reykjavíkurhöfn en heldur brátt áfram í leiguverkefni við fiskveiðieftirlit fyrir Evrópusambandið. Ægir er í verkefni í Miðjarðarhafinu fyrir Evrópsku landamærastofnunina og Dash, eftirlitsflugvél Gæslunnar er líka í leiguverkefni ytra.

Stórbruni í Kaupmannahöfn

Allt tiltækt slökkvilið Kaupmannahafnarborgar hefur í morgun barist við eld í K.B sýningarhöllinni á Frederiksberg. Þeir hafa ekki fengið við neitt ráðið og nú er ljóst að höllinni, sem byggð var árið 1938 og var nýlega friðuð, verður ekki við bjargað.

Stálu þvottavélum og þurrkurum í Hlíðunum

Bíræfnir þjófar stálu tveimur þvottavélum og tveimur þurrkurum úr sameiginlegu þvottahúsi í fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík í gærkvöldi. Þjófnaðurinn uppgötvaðist laust fyrir miðnætti og voru þjófarnir þá á bak og burt og eru þeir ófundnir. Að sögn lögreglu er ljóst að fleiri en einn maður hefur verið þarna á ferð og það á stórum bíl, til að rýma öll tækin. Málið er í rannsókn.

Tveir stórir borgarísjakar út af Vestfjörðum

Tveir stórir borgarísjakar eru á siglingaleiðum út af Vestfjörðum og getur skipum og bátum stafað hætta af þeim. Annar er út af Ísafjarðardjúpi, um það bil níu sjómílur frá landi, og hinn út af Dýrafirði aðeins sex og hálfa sjómílu frá landi.

Löggur vilja afsökunarbeiðni frá Ólínu

Landssamband lögreglumanna hvetur Ólínu Þorvarðardóttur alþingismann til að biðja lögreglumenn afsökunar á ummælum hennar í síðdegisútvarpi Rásar tvö í gær. þar sagðist Ólína ósátt við að lögreglumenn ætluðu ekki að sanda heiðursvörð við þingsetningu á laugardaginn og velti því upp að Landsbjörg eða önnur hjálparsamatök tækju verkið að sér. Lögreglumenn benda á að að lögreglustjórinn hafi tekið þessa ákvörðun og að hún sé með öllu ótengd kjarabaráttu lögreglumanna.

Ávinningur af útboði ólíklegur

„Fyrirtæki sem eru umboðsaðilar á Íslandi fyrir búnað til lögreglustarfa eiga það flest sameiginlegt að tengjast starfandi eða fyrrverandi lögreglumönnum með beinum eða óbeinum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra. Lög banni ekki stofnunum ríkisins að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila.

Gat kannað verðið og keypt minna

stjórnsýsla „Ég er ekki að kaupa þessar skýringar Ríkislögreglustjóra,“ segir Björgvin Tómasson, framkvæmdastjóri öryggisvörufyrirtækisins Nortek.

Íbúarnir orðnir afar skelkaðir

Kveikt var í nýbyggingu við Bergstaðastræti 13 í sjötta sinn á stuttum tíma aðfaranótt þriðjudagsins. Ítrekað hafa óprúttnir aðilar komið að byggingunni í skjóli nætur eða snemma að morgni og borið eld að einangrunarplasti í byggingunni, sem hefur staðið ókláruð í rúmt ár.

Máttu ekki neita að selja Heilagan papa

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var óheimilt að neita að taka bjórtegund í sölu vegna trúarlegra skírskotana á umbúðum, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis.

Iðnaðarráðherra sakar SA um lygar og flokkapólitík

„Það er ekki hægt að sitja undir þessu lengur, þegar maður er í góðri trú og góðri samvinnu við aðila á vinnumarkaði um góð mál til uppbyggingar í samfélaginu, að sitja linnulaust undir svona árásum frá þeim,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um ásakanir forsvarsmanna Samtaka atvinnulífsins (SA) um aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar.

Átján mánuðir fyrir nauðgun

Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun og til að greiða stúlku 700 þúsund í skaðabætur.

Sjá næstu 50 fréttir