Erlent

Aðdáendur gráta fráfall Heidi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðdáendur gráta Heidi.
Aðdáendur gráta Heidi. Mynd/ AFP.
Fésbókarvinir rangeygðu pokarottunnar Heidi og Twitterfylgjendur eru í öngum sínum eftir að það uppgötvaðist að hún væri dáin. Talsmenn dýragarðsins í Leipzig, þar sem hin krúttlega Heidi dvaldi, segja að hún hafi verið lystarlaus og átt erfitt með hreyfingu í allmargar vikur. Því var tekin ákvörðun um að svæfa Heidi svefninum hinsta eftir að tilraunir til að lækna hana fóru út um þúfur, segir AP fréttastofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×