Erlent

Stórbruni í Kaupmannahöfn

Mynd/AFP
Allt tiltækt slökkvilið Kaupmannahafnarborgar hefur í morgun barist við eld í K.B sýningarhöllinni á Frederiksberg. Þeir hafa ekki fengið við neitt ráðið og nú er ljóst að höllinni, sem byggð var árið 1938 og var nýlega friðuð, verður ekki við bjargað.

Eldurinn kom fyrst upp í anddyri hallarinnar um klukkan hálfsex í morgun og til að byrja með töldu menn sig hafa tök á honum. Um klukkustund síðar blossaði hann hinsvegar upp af krafti og nú hefur öllum slökkviliðsmönnum verið fyrirskipað að yfirgefa húsið þar sem það er við það að hrynja. Mikill reykur hefur legið yfir borginni í morgun en ekki er talið að hann sé skaðlegur fólki.

Í dag stóð til að opna stóra sölusýningu á erótískum vörum í höllinni en af því verður augljóslega ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×