Erlent

Dauðahafshandritin til sýnis á netinu

Dauðahafshandritin eru frá 2.000 f.kr.
Dauðahafshandritin eru frá 2.000 f.kr. mynd/AFP
Hin 2.000 ára gömlu Dauðahafshandrit eru nú til sýnis á netinu. Það eru Google og þjóðminjasafn Ísraels sem standa að verkefninu. Hægt er að skoða handritin í háskerpu, stækka til og lesa þýðingar fræðimanna á textunum. Upprunalegi textinn er ritaður á papýrus og pergament. Talið er að handritin hafi verið rituð og safnað saman af flökkuhópi gyðinga sem síðar meir settist að við bakka Dauðahafsins.

Handritin eru nú geymd í Jerúsalem í byggingu sem var reist einungis í þeim tilgangi að tryggja verndun skjalanna. Öryggisgæsla er gríðarleg í og við bygginguna enda þykja Dauðahafshandritin vera einn merkasti fornleifafundur á síðastliðinni öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×