Erlent

Segir Bandaríkjunum standa ógn af Kína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mitt Romney vill verða forseti Bandaríkjanna.
Mitt Romney vill verða forseti Bandaríkjanna. Mynd/ AFP.
Kína er efnahagsleg ógn við Bandaríkin og er einnig að byggja upp her til þess að ógna veru sjóher Bandaríkjamanna í Suður - Kínahafinu, segir Mitt Romney, sem tekur þátt í forvali Repúblikanaflokksins fyrir næstu forsetakosningar.

Romney segist vera sammála auðjöfurnum Donald Trump, sem hefur fullyrt að stjórnvöld í Bandaríkjunum verði að berjast gegn viðskiptum Kínverja.

Romney, sem er fyrrverandi fylkisstjóri í Massachusetts, er sem stendur næstefstur Repúblikana í skoðanakönnunum þegar menn eru spurðir hvern þeir styðja í embætti forseta Bandaríkjanna árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×