Erlent

Morðingi fundinn eftir 41 ár á flótta

Bandarísk yfirvöld segjast hafa handsamað dæmdan morðingja sem hefur verið á flótta í 41 ár.

George Wright hafði setið í fangelsi í New Jersey í átta ár þegar hann braust út árið 1970. Hann komst í samband við Frelsisher blökkumanna og árið 1972 rændi hann flugvél ásamt öðrum úr þeim hópi. Hann var klæddur eins og prestur þegar ránið var framið og faldi byssu innan í biblíu. Vélin var á leið frá Detroit til Miami. Við komuna til Miami kröfðust ræningjarnir þess að lögreglumenn afhentu milljón dollara lausnarfé fyrir farþega vélarinnar klæddir engu nema sundfötum. Orðið var við þeirri ósk og vélinni var svo flogið til Alsír.

Aðrir úr hópnum náðust árið 1976 en Wright hefur farið huldu höfði þar til nú. Hann fannst í Portúgal. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×