Erlent

Styttist í kosningar á Írlandi

Mary McAleese ásamt Elísabetu bretadrottningu yfirgefa forsetabústaðinn
Mary McAleese ásamt Elísabetu bretadrottningu yfirgefa forsetabústaðinn
Það stefnir allt í spennandi forsetakosningar á Írlandi þann 27. október næstkomandi. Aldrei hafa jafn margir frambjóðendur verið á kjörseðlinum en nú - sjö talsins. Þau síðustu til að hljóta samþykki voru þau David Norris og popp stjarnan Dana Rosemary Scallon. Þau sem áður höfðu hlotið samþykki eru þau Sean Gallagher og Mary Davis sem bæði eru í sjálfstæðu framboði. Í framboði fyrir verkamannaflokkinn er Michael D Higgins. Einnig eru Gabriel Mitchell í framboði undir fána Fine Gael ásamt Martin McGuinness fyrir Sinn Féin.

Sitjandi forseti, Mary McAleese, hefur verið við völd í fjórtán ár og er fyrsti forseti Írlands frá Norður-Írlandi.

Frambjóðendurnir er margir hverjir afar áhugaverðir. Martin McGuinness hefur verið gagnrýndur fyrir fortíð sína en hann var meðlimur IRA á sínum tíma. David Norris hefur einnig átt á brattann að sækja eftir hneyksli sem unnusti hans Ezra Yitzhak átti aðild að. Ezra, sem er ísraelskur, var fundinn sekur um að hafa nauðgað 15 ára dreng. Norris hafði samband við yfirvöld í Ísrael og vildi að málið fengi nánari athuganir. Sigri Norris kosningarnar verður hann fyrsti samkynhneigði forseti Írlands.

Forsetaembættið í Írlandi svipar að mörgu leyti til embættis forseta Íslands. Samt sem áður er kosningabaráttan yfirleitt hörð þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×