Erlent

Crepusculum opnar í Frankfurt

Úr verkinu Crepusculum
Úr verkinu Crepusculum Schirn Kunsthalle Frankfurt, 2011
Í dag opnar sýningin „Crepusculum" í Schirn Kunsthalle Frankfurt. Sýningin er í tilefni af heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt. Á sýningunni mun listakonan Gabríela Friðriksdóttir vinna með átta íslensk fornhandrit og skapa í kringum þau einstæða umgjörð. Gabríela vinnur með kvikmynda- og hljóðverk, ásamt skúlptúrunum til skapa eina heild með fornritunum. Það má því segja að ný og gömul list mætist í gjörningi Gabríelu. Til gamans má geta er titill verksins fenginn latínu og þýðir ljósaskipti.

Aldrei áður hafa svo mörg fornhandrit verið til sýnis í Þýskalandi og hafa fjölmiðlar sýnt handritunum mikla athygli. Þannig tóku þýskir fjölmiðlar á móti fulltrúum Árnastofnunar lentu í Frankfurt, með handritin í eldföstum töskum. Handritin eru nú geymd í Schirn Kunsthalle Frankfurt, einum virtasta sýningastað í Þýskalandi.

Sýningin er skipulögð af sögueyjunni Ísland með styrk frá Actavis og Landsbankanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×