Fleiri fréttir

Dæmdur til að greiða 34 milljónir vegna skattalagabrots

Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 34 milljónir króna í sekt og í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum sem framin voru í sjálfstæðri atvinnustarfsemi.

Húnabjörgin kölluð út vegna aflvana báts

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Skagaströnd, Húnabjörgin, var kölluð út laust eftir hádegi vegna vélarvana báts sem staddur er í Birgisvíkurpollinum sem er sunnan við Gjögur. Báturinn er 20 tonna netabátur og eru tveir menn um borð.

Festi tána í trépalli: Vinirnir deila á seinagang lögreglu

Eins og greint var frá hér á Vísi í morgun varð uppi fótur og fit í sumarbústað einum í Hrunamannahreppi í nótt þegar piltur festi tána á sér í trépalli við bústaðinn. Vinir piltsins sem voru með honum í bústaðnum til þess að fagna próflokum höfðu hins vegar samband við fréttastofu en þau eru ekki ánægð með viðbrögð lögreglu í málinu.

Símaskráin komin út

Símaskráin er komin út og fer í dreifingu um allt land í dag. Forsíðuna prýðir verk eftir vinkonurnar Önnu Ingólfsdóttur rithöfund og Elísabetu Brynhildardóttur myndlistamann. Þær unnu samkeppni um myndverk á forsíðu Símaskrárinnar 2010 sem efnt var til í vetur.

Í fangelsi fyrir að skipuleggja orgíur

Kínverskur karlmaður á sextugsaldri sér fram á breytta lifnaðarhætti en hann var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að taka þátt í svallveislum. Málið hefur vakið mikla athygli í Kína en maðurinn hefur stjórnað klúbbi síðustu sex ár þar sem fólk hittist og stundar kynlíf og skiptist á mökum.

Ráðherra vill ekki loka háskólum

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að þótt samvinna og sérhæfing háskólanna verði höfð að leiðarljósi sé ekki þar með sagt að það eigi að leggja niður heilu háskólana. Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík.

Blóðtaka ef HÍ tæki námið í HR yfir

Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir að full þörf sé á því að skólinn sé starfræktur áfram. Hann er því ósammála félagi prófessora við ríkisháskóla sem leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

Elding lagði fimm í Noregi

Fimm manns voru fluttir á sjúkrahús í Sandefjord í Noregi í gær eftir að hafa orðið fyrir eldingu.

Atvinnulausir fá vinnu í nágrenni gosstöðva

Samkomulag hefur náðst um að sveitarfélögin í nágrenni gosstöðvanna í Eyjafjallajökli muni bjóða einstaklingum á atvinnuleysisskrá atvinnau við afleysingar og aðstoðar við búskap, en fjölmörg verk þarf að vinna á næstu dögum og vikum vegna áhrifa gossins.

Barnamorð á Spáni: Dómari ákveður sig í dag

Dómari á Spáni mun ákveða í dag hvort Lianne Smith, móðir tveggja breskra barna sem létust á hótelherbergi þar í landi á dögunum verði ákærð fyrir morð. Konan sem er 45 ára gömul var handtekin á þriðjudag eftir að lík hinnar fimm ára gömlu Rebekku og hins ellefumánaða gamla Daníels fundust á hótelherbergi í bænum Lloret de Mar.

Bresk fjölskylda myrt í Pakistan

Þrír breskir ríkisborgarar, allir úr sömu fjölskyldunni, voru myrtir í Pakistan í gær. Maður, eiginkona hans og 22 ára gömul dóttir voru skotin til bana í kirkjugarði nálægt borginni Gajat í austurhluta landsins en fjölskyldan, sem á ættir að rekja til Pakistan var í heimsókn í landinu til þess að vera viðstödd brúðkaup.

Spennan magnast á Kóreuskaga

Spennan magnast nú frá degi til dags á milli nágrannanna í Suður- og Norður Kóreu. Í gær fullyrtu stjórnvöld í Suður-Kóreu að tundurskeyti frá Norður-Kóreu hefði grandað einu herskipa þeirra í mars síðastliðinn.

Fiskibátar í vandræðum

Sex fiskibátar,aðallega strandveiðibátar,lentu í vandræðum á miðunum við landið í gær og þurftu aðstoð. Vandræðin stöfuðu einkum af vélarbilunum eða bilunum í stýrisbúnaði.

Fékk sér í aðra tána og festi hana

Lögreglunni á Selfossi barst í nótt beiðni um aðstoð við stálpaðan ungling,sem hafði fest tá í trépalli umhverfis heitann pott við sumarbústað í Hrunamannahreppi, og gat sig hvergi hreyft.

Hestamenn funda um pestina

Hagsmunahópar í hestamennsku ætla í dag að eiga fund með landbúnaðarráðherra og ráðuneytismönnum vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin, vegna kvefpestar og hita sem herjar á hross um allt land.

Var í Hollandi en kemur í dag

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kemur til landsins í dag. Hann hefur dvalið í Hollandi, þar sem hann hefur átt fundi. Hann vildi lítið tjá sig um málið, en sagði þó ekki beinlínis vera í lögregluaðgerðum, heldur snérist ferðin um fundi og skipulagningu.

Segja Beaty hafa sagt ósatt

Ross J. Beaty, forstjóri Magma Energy, er sagður hafa sagt blaðamönnum tímaritsins Reykjavík Grapevine ósatt um fyrirætlanir fyrirtækisins hér á landi.

Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR

Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu.

Ingólfur og Hreiðar sæta áfram farbanni

Hæstiréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð héraðsdóms yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi. Kvöldið áður staðfesti Hæstiréttur farbann yfir Hreiðari Má Sigurðssyni. Samkvæmt úrskurðunum er þeim óheimilt að yfirgefa landið þangað til 28. maí.

Vilja mosku hjá Veðurstofunni

Félag múslima á Íslandi á í viðræðum við Reykjavíkurborg um byggingarlóð fyrir mosku. Í erindi til skipulagsfulltrúa leggur félagið til þrjár mögulegar lóðir. Helst vilja múslimar reisa moskuna á borgarlandi við Bústaðaveg vestan við hús Landsvirkjunar og Veðurstofunnar.

Knúti breytt í sjóræningjaskip

Knútur RE, 30 tonna netabátur sem smíðaður var í kringum 1960, gengur á næstunni í endurnýjun lífdaga sem sjóræningjaskip í skemmtigarðinum í Grafarvogi. Þar mun báturinn vera hluti af nýrri og glæsilegri minigolfbraut sem smíðuð verður í kringum „golfvöllinn“. Þessi ævintýralegi 18 holu golfvöllur verður annar tveggja sem til stendur að opna á svæðinu.

Rætt um ýmsar hliðar orkumála

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra situr nú hnattvæðingarþing norrænu ráðherranefndarinnar í Danmörku.

Fresta lokun göngudeildar

SÁÁ hefur ákveðið að fresta lokun göngudeildar á Akureyri en henni átti að loka 1. júní.

Fyrsta skipið til Seyðisfjarðar

Fyrsta skemmtiferða­skip sumarsins lagðist að bryggju við Strandarbakka hér á Seyðisfirði í gær. Með skipinu eru rúmlega 500 farþegar.

Fuglar velja sér síður lífrænt

Rannsókn vísindamanna við háskólann í Newcastle hefur leitt í ljós að fuglar velja síður lífrænt ræktað korn ef hefðbundið korn er einnig í boði.

Hjálpa bændum í öskuskýi

„Þetta gekk bara framar björtustu vonum og krakkarnir eru himinlifandi, enda búnir að standa sig eins og hetjur," segir Sif Árnadóttir, móðir Marisol Árnýjar og Michaels Adams Amador, sem ásamt Silju Maren Björnsdóttur, vinkonu þeirra, efndu til tombólu á Akureyri í gær til styrktar bændum undir Eyjafjöllum. Marisol er níu ára, Michael Adam fimm ára og Silja Maren sjö ára.

Vörðu mannvirki fyrir eðjuflóði

Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar í gær til að verja mannvirki fyrir flóðinu í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum. Fyrir hádegi tók að rigna og óx í ánni að sama skapi, að sögn Ólafs Eggertssonar bónda á Þorvaldseyri.

Borgarráð vill svör frá Árna

Borgarráð vill skýringar frá Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra vegna yfirlýsinga hans um fækkun starfa í heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og velferðar- og öldrunarþjónustu. Borgarráð hefur áhyggjur af áhrifum þessa á atvinnuástand í Reykjavík.

Frambjóðendur frá Fæðingarorlofssjóði

„Það er alls ekki ólíklegt að það verði fjórir héðan sem setjast í sveitarstjórnina,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs.

Vilja veðsetja Vatnsmýrina

Vinna á nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni fyrir byggingarlóðum.

Segja veggjöld óásættanleg

Bæjarstjórn Hveragerðis lýsir furðu sinni á því að í samgönguáætlun Alþingis sé ekki gert ráð fyrir framlagi til Suðurlandsvegar heldur eigi að horfa til aðkomu lífeyrissjóðanna. Komið hafi fram að arður lífeyrissjóðanna ætti að felast í veggjöldum.

Eigendur sumarhúsa svara með sóðaskap

„Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar.

Hilton-keðjan velur íslenskt

Hótelkeðjan Hilton Worldwide hefur ákveðið að íslenska flöskuvatnið Icelandic Glacial verði í hávegum haft á meira en 750 hótelum sínum um víða veröld.

Sæstrengur kostar nærri 350 milljarða

Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs.

Auðlindamálin sett á dagskrá

Kosið verður til stjórnlagaþings í síðasta lagi 31. október samkvæmt breytingatillögu meirihluta allsherjarnefndar á frumvarpi forsætisráðherra um þingið.

Búist við langvarandi átökum í Taílandi

Óttast er að pólitísku átökin á Taílandi brjótist fram með misalvarlegum hætti næstu árin, þótt kyrrð hafi komist á í gær eftir heiftarlegar óeirðir í höfuðborginni Bangkok á miðvikudag.

Þúsundir mótmæla í Aþenu

Um tuttugu þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Aþenu í gær, þegar fjórða allsherjarverkfall landsins á þessu ári hófst.

Stuðningur Baracks Obama fælir frá

Úrslit nokkurra forkosninga bandarísku stjórnmálaflokkanna benda til þess að mikil uppstokkun sé í vændum í þingkosningunum þar vestra næsta haust. Forkosningar voru í fjórum ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag, en helstu tíðindin þar voru forkosningar demókrata í Pennsylvaníu, þar sem Arlen Spector náði ekki kjöri, en hann var talinn eiga nokkuð öruggt þingsæti í öldungadeildinni eftir þrjátíu ára setu þar.

Lekinn reynist meiri

Olíufélagið BP hefur viðurkennt að olíulekinn í Mexíkóflóa sé meiri en fyrirtækið hefur hingað til gefið upp. Olía hefur nú borist upp á votlendið við strendur Louisiana, auk þess sem hún er byrjuð að berast út í hafstrauma sem flytja hana út á opið haf austur með Flórídaskaga.

Picasso og Matisse stolið af safni í París

Þjófur hafði á brott með sér fimm dýrmæt listaverk úr Nútímalistasafninu í París í fyrrinótt. Verkin eru meðal annars eftir Picasso og Matisse. Virði þeirra er talið nema nærri 100 milljónum evra, eða um 16 milljörðum króna.

Nota um 70% minna eldsneyti

Hópur vísindamanna undir forystu sérfræðinga frá MIT-háskólanum í Bandaríkjunum hefur hannað farþegaþotu sem eyðir um 70 prósentum minna eldsneyti en þær þotur sem nú eru í notkun.

Eignaðist sexbura í Englandi

Rúmlega þrítug kona eignaðist sexbura á spítala í Englandi í dag en það er í fyrsta skiptið sem sexburar fæðast þar í landi síðan 1983.

Saksóknari stríðsglæpadómstóls vill að ofurfyrirsæta beri vitni

Saksóknari í Hag, sem sækir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu til saka, vegna glæpa gegn mannkyninu, segir að það eigi að stefna ofurfyrirsætunni Naomi Campell og þar með neyða hana til þess að bera vitni fyrir stríðsglæpadómstólnum í Hag. Þetta kemur fram á vef BBC en Taylor á að hafa gefið fyrirsætunni gríðarlega stóran óslípaðan blóðdemant árið 1997.

Sjá næstu 50 fréttir