Innlent

Símaskráin komin út

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Símaskráin kom út í dag.
Símaskráin kom út í dag.
Símaskráin er komin út og fer í dreifingu um allt land í dag. Forsíðuna prýðir verk eftir vinkonurnar Önnu Ingólfsdóttur rithöfund og Elísabetu Brynhildardóttur myndlistamann. Þær unnu samkeppni um myndverk á forsíðu Símaskrárinnar 2010 sem efnt var til í vetur.

Orðin á forsíðunni „Mundu mig - ég man þig" vísa í línur sem margir þekkja úr minningabókum bernskunnar. Alls bárust rúmlega 1.500 tillögur í forsíðusamkeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×