Erlent

Elding lagði fimm í Noregi

Óli Tynes skrifar

Fimm manns voru fluttir á sjúkrahús í Sandefjord í Noregi í gær eftir að hafa orðið fyrir eldingu.

Fólkið var við bensínstöð við höfnina þegar eldingunni sló niður rétt um áttaleytið í gærkvöldi.

Fjörutíu og þriggja ára karlmaður varð beint fyrir eldingunni og er mjög alvarlega slasaður.

Hinir voru aðeins lengra frá og sluppu mun betur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×