Ráðherra vill ekki loka háskólum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2010 11:27 Katrín Jakobsdóttir er á móti því að loka háskólum. Mynd/ Vilhelm. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að þótt samvinna og sérhæfing háskólanna verði höfð að leiðarljósi sé ekki þar með sagt að það eigi að leggja niður heilu háskólana. Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. „Við erum náttúrlega bara að vinna samkvæmt ákveðnu plani hér í ráðuneytinu," segir Katrín. Hún telji að það beri að einblína á samstarf skóla og aukna verkaskiptingu. „Við þurfum að endurmeta hvort við höfum efni á því að borga fyrir kennslu á fjórum stöðum. Það þarf því að setja fram ákveðna forgangsröðun við þessi fjárlög núna. Þar með er ekki sagt að við sjáum fram á það að loka háskólum," segir Katrín. Hún segir að margir af þeim háskólum sem nú starfi séu að vinna mjög gott starf. Hún leggur áherslu á að horft sé á málin út frá fræðasviðum og reynt að varðveita gæði kennslu og náms á þeim. Þetta þýði að skólar verði að draga úr starfsemi á einhverjum sviðum en geti varðveitt annað. Aðspurð um þróun háskólanáms á síðustu tíu árum segir hún að hér hafi verið opið kerfi sem hafi haft í för með sér mikla grósku en lítið skipulag. Þetta þýði að sumar greinar hafi verið á stöðugu undanhaldi á öllum góðæristímanum á meðan aðrar séu kenndar á fjórum eða fimm stöðum. Til dæmis hafi hugvísindafögin orðið útundan. „Þau hafa ekki verið í eins mikilli samkeppni og ýmis önnur fög," segir Katrín. Tengdar fréttir Blóðtaka ef HÍ tæki námið í HR yfir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir að full þörf sé á því að skólinn sé starfræktur áfram. Hann er því ósammála félagi prófessora við ríkisháskóla sem leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík, samkvæmt frétt Fréttablaðsins. 21. maí 2010 10:04 Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. 21. maí 2010 06:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að þótt samvinna og sérhæfing háskólanna verði höfð að leiðarljósi sé ekki þar með sagt að það eigi að leggja niður heilu háskólana. Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. „Við erum náttúrlega bara að vinna samkvæmt ákveðnu plani hér í ráðuneytinu," segir Katrín. Hún telji að það beri að einblína á samstarf skóla og aukna verkaskiptingu. „Við þurfum að endurmeta hvort við höfum efni á því að borga fyrir kennslu á fjórum stöðum. Það þarf því að setja fram ákveðna forgangsröðun við þessi fjárlög núna. Þar með er ekki sagt að við sjáum fram á það að loka háskólum," segir Katrín. Hún segir að margir af þeim háskólum sem nú starfi séu að vinna mjög gott starf. Hún leggur áherslu á að horft sé á málin út frá fræðasviðum og reynt að varðveita gæði kennslu og náms á þeim. Þetta þýði að skólar verði að draga úr starfsemi á einhverjum sviðum en geti varðveitt annað. Aðspurð um þróun háskólanáms á síðustu tíu árum segir hún að hér hafi verið opið kerfi sem hafi haft í för með sér mikla grósku en lítið skipulag. Þetta þýði að sumar greinar hafi verið á stöðugu undanhaldi á öllum góðæristímanum á meðan aðrar séu kenndar á fjórum eða fimm stöðum. Til dæmis hafi hugvísindafögin orðið útundan. „Þau hafa ekki verið í eins mikilli samkeppni og ýmis önnur fög," segir Katrín.
Tengdar fréttir Blóðtaka ef HÍ tæki námið í HR yfir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir að full þörf sé á því að skólinn sé starfræktur áfram. Hann er því ósammála félagi prófessora við ríkisháskóla sem leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík, samkvæmt frétt Fréttablaðsins. 21. maí 2010 10:04 Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. 21. maí 2010 06:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Blóðtaka ef HÍ tæki námið í HR yfir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, segir að full þörf sé á því að skólinn sé starfræktur áfram. Hann er því ósammála félagi prófessora við ríkisháskóla sem leggur til við rektor Háskóla Íslands að stjórnvöldum verði gert tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík, samkvæmt frétt Fréttablaðsins. 21. maí 2010 10:04
Prófessorar leggja til að HÍ taki yfir alla kennslu í HR Félag prófessora við ríkisháskóla leggur til við rektor Háskóla Íslands að skólinn geri stjórnvöldum tilboð um að taka við öllum nemendum Háskólans í Reykjavík. Í tillögunni segir að líklega kosti það skólann um einn milljarð króna en 1,5-2 milljarðar sparist á háskólastiginu. 21. maí 2010 06:00