Erlent

Bresk fjölskylda myrt í Pakistan

Þrír breskir ríkisborgarar, allir úr sömu fjölskyldunni, voru myrtir í Pakistan í gær. Maður, eiginkona hans og 22 ára gömul dóttir voru skotin til bana í kirkjugarði nálægt borginni Gajat í austurhluta landsins en fjölskyldan, sem á ættir að rekja til Pakistan var í heimsókn í landinu til þess að vera viðstödd brúðkaup.

Morðingjarnir, sem voru fjórir eru sagðir koma úr sömu fjölskyldunni og hafa tveir þeirra verið handteknir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×