Innlent

Húnabjörgin kölluð út vegna aflvana báts

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Blíðaskaparveður er á svæðinu og því er talið að ekki sé mikil hætta á ferðum.
Blíðaskaparveður er á svæðinu og því er talið að ekki sé mikil hætta á ferðum.
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Skagaströnd, Húnabjörgin, var kölluð út laust eftir hádegi vegna vélarvana báts sem staddur er í Birgisvíkurpollinum sem er sunnan við Gjögur. Báturinn er 20 tonna netabátur og eru tveir menn um borð.

Blíðskaparveður er á svæðinu og ekki talin mikil hætta á ferðum. Búist við að Húnabjörgin komi að bátnum um klukkan eitt og verður hann þá dreginn til hafnar á Skagaströnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×