Erlent

Saksóknari stríðsglæpadómstóls vill að ofurfyrirsæta beri vitni

Naomi Campell óttast um afdrif fjölskyldu sinnar ef hún ber vitni.
Naomi Campell óttast um afdrif fjölskyldu sinnar ef hún ber vitni.

Saksóknari í Hag, sem sækir Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu til saka, vegna glæpa gegn mannkyninu, segir að það eigi að stefna ofurfyrirsætunni Naomi Campell og þar með neyða hana til þess að bera vitni fyrir stríðsglæpadómstólnum í Hag. Þetta kemur fram á vef BBC en Taylor á að hafa gefið fyrirsætunni gríðarlega stóran óslípaðan blóðdemant árið 1997.

Það var önnur stórstjarna sem ljóstraði upp um gjöfina en það var Mia Farrow. Hún sagði í fjölmiðlum að Taylor hefði gefið Campell demantinn um nótt. Þá voru þær stöllur staddar í heimsókn hjá Nelson Mandela í Suður Afríku og þar var Taylor einnig. Campell á svo að hafa sagt Farrow frá gjöfinni.

Taylor er sakaður um að hafa selt blóðdemantanna og keypt vopn fyrir skæruliða í Sierra Leone. Skæurliðarnir eru kallaðir RUF eða, Revolutionary United Front, en þeir urðu alræmdir á tíunda áratug síðustu aldar fyrir að höggva hendur og fætur af íbúum landins í tíu ára borgarastyrjöldinni sem þar geysaði frá 1991 til 2001.

Saksóknari í Hag telur að vitnisburður Campell gæti skipt sköpum í málinu gegn Taylor sem hefur sagt ásakanirnar fáránlegar.

Campell hefur einu sinni svarað sögunni með demantinn opinberlega. Það gerði hún hjá Opruh Winfrey. Þar sagðist hún ekki vilja dragast inn í málið af ótta um öryggi fjölskyldu sinnar.

Taylor hefur verið ákærður í ellefu liðum fyrir glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu.

Þess má geta að Farrow hefur boðist til þess að vitna um samtal sitt við Campell.

Fyrir þá sem vilja kynna sér borgarastríðið í Sierre Leone þá er hægt að fræðast um það hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×