Erlent

Flugvélarflakið loks fundið í Afganistan

Óli Tynes skrifar
Vélin hefur flogið beint inn í fjallshlíð.
Vélin hefur flogið beint inn í fjallshlíð. Mynd/AP

Björgunarsveitir eru nú loks komnar að flakinu af farþegavélinni sem fórst í Afganistan í síðustu viku.

Vélin hefur sýnilega flogið beint inn í fjallshlíð og runnið góðan spöl niður hlíðina.

Björgunarmenn segja að lík farþega og áhafnar liggi á víð og dreif með brakinu. Fjörutíu og þrír voru um borð og enginn komst lífs af.

Flestir um borð voru Afganar en fjórir Bretar og einn Bandaríkjamaður voru meðal farþega.

Vélin var tveggja hreyfla eldgömul rússnesk skrúfuþota af Antonov gerð. Þessar vélar taka mest 52 farþega.

Vélin var í innanlandsflugi, á leið til höfuðborgarinnar Kabúl. Slysið varð hinn 17. þessa mánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×