Erlent

Eignaðist sexbura í Englandi

Spítalinnn sem konan fæddi börnin á.
Spítalinnn sem konan fæddi börnin á.

Rúmlega þrítug kona eignaðist sexbura á spítala í Englandi í dag en það er í fyrsta skiptið sem sexburar fæðast þar í landi síðan 1983.

Samkvæmt frétt The Daily Mail fæddust börnin 14 vikum fyrir tímann og eru þau nú í sérstakri meðhöndlun sérfræðinga.

Konan eignaðist börnin á John Radcliffe spítalanum í Oxford en teymi af sérfræðingum sáu um fæðinguna.

Ekki er tekið fram í frétt Daily Mail hvort konan hafi farið í gervifrjóvgun en tekið er fram að það sé gríðarlega sjaldgæft að konur eignist sexbura. Slíkt gerist varla nema í fjórðu milljónustu fæðingunni samkvæmt tölfræðinni.

Læknar á spítalanum segja að næstu vikur verði mjög mikilvægar fyrir framtíð sexburanna. Konan fæddi tvo stráka og fjórar stelpur.

Á síðasta ári eignuðust írsk hjón sexbura en þau fóru ekki í tæknifrjóvgun. Þau eignuðust einnig börnin fjórtán vikum fyrir tímann. Það yngsta lifði ekki af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×