Fleiri fréttir Tekinn á 136 þar sem hámarkið er 30 Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á Eyrarbakka í gær eftir að hann hafði ekið á að minnstakosti 136 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkusutnd. 19.4.2010 08:25 Lá við stórtjóni Minnstu munaði að stórtjón yrði, þegar eldur kviknaði í ruslagámi við félagsheimilið Félagslund í Gaulverjabæjarhreppi suðuaustur af Selfossi á tólfta tímanum í gærkvöldi. 19.4.2010 08:24 Búið að gera við veginn við Markarfljót - enn lokað þó Það snjóaði víða á norðan- og austanverðu landinu í nótt og er víða hálka, einkum á fjallvegum. Það var til dæmis al hvít jörð og hálka á Akureyri í morgunsárið. 19.4.2010 08:20 Gera ráð fyrir að lögreglumönnum fækki Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að lögreglumönnum og öðru starfsfólki lögreglunnar fækki á næstu árum. Þetta verði gert með því að nánast engar nýráðningar komi á móti fækkun vegna þeirra starfsmanna sem fara á eftirlaun eða hverfa til annarra starfa. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðuneytisins um nýtt frumvarp um breytingar á lögreglulögum sem liggur fyrir þinginu. 19.4.2010 08:00 Enn kraftur í gosinu Gosórói jókst í Eyjafjallajökli í gærkvöldi og er enn kraftur í gosinu. Gosmökkurinn er hinsvegar margfalt lægri en áður, hann stígur rétt upp fyrir jökulinn. Þetta staðfesta ratsjár og myndir úr gerfihnöttum. 19.4.2010 07:16 Flogið til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands Staðan á flugi frá Íslandi er sú að flug Icelandair til Kaupmannahafnar sem fara átti í dag hefur verið fellt niður en í stað þess er boðið upp á aukaflug til Osló. Einnig hefur flugi sem fara átti til Helsinki verið breytt og verður nú flogið til Tampere þess í stað. 19.4.2010 07:08 Askan í Evrópu: Útlitið aðeins bjartara Askan úr eyjafjallajökli heldur áfram að hrella evrópubúa og lama flugsamgöngur. Þó hafa flugvellir verið opnaði í Noregi og Svíþjóð þótt það gæti verið tímabundið. 19.4.2010 06:59 Efast um lögmæti landsdóms Vafi leikur á hvort landsdómur standist Mannréttindasáttmála Evrópu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benti á í grein á laugardag að samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu verði allir að eiga þess kost að mál þeirra sé tekið fyrir á tveimur dómstigum. „Landsdómur uppfyllir ekki þetta skilyrði. Hann er því ónothæfur,“ skrifar Þorsteinn. 19.4.2010 06:45 Sló út rafmagni á Litla-Hrauni Óheppin álft flaug á rafmagnsstreng skammt frá fangelsinu á Litla-Hrauni um klukkan 13.30 í gær með þeim afleiðingum að rafmagni sló út víða á Suðurlandi. 19.4.2010 06:30 Vill flýta landsfundi eftir afsögn Þorgerðar Óvenjuleg staða er komin upp í Sjálfstæðisflokknum eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér varaformennsku í flokknum, og tilkynnti að hún hygðist víkja tímabundið af þingi. Þorgerður tilkynnti afsögn sína á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fram fór í Stapa í Reykjanesbæ á laugardag. 19.4.2010 06:15 Framkvæmdin önnur en í Noregi Álitaefni er hvort bankarnir hefðu ekki betur dregið frá skráðu eiginfé lán sem veitt voru með veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að skort hafi á umræðu um þetta mál í tengslum við endurskoðun reikninga fjármálafyrirtækja. 19.4.2010 06:00 Allt á kafi í grárri drullu „Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn.“ 19.4.2010 06:00 Ferðalangar fengu ekki að fara inn í Fljótshlíð Mikill fjöldi lagði leið sína austur á Hvolsvöll á laugardag til að berja gosstrókinn úr Eyjafjallajökli augum. Ökumenn fengu ekki að fara inn í Fljótshlíð eða að Markarfljóti samkvæmt fyrirmælum frá Almannavörnum. „Ég held að fólk hafi almennt sýnt því skilning,“ segir Smári Sigurbjörnsson, formaður björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli. 19.4.2010 06:00 Flugvélin er bylting í gosrannsóknum Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar hefur leikið aðalhlutverk við gagnaöflun við gosstöðvarnar á Suðurlandi. Upplýsingarnar hafa gagnast við hættumat og veitt jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rannsókna. 19.4.2010 06:00 Spá Veðurstofu Íslands um öskufall Sunnudagur: Vestanátt beinir gosmekki yfir Mýrdalsjökul. Búast má við öskufalli í Meðallandi og á Mýrdalssandi. Snýst í norðanátt í nótt, með öskufalli suður af Mýrdalsjökli. 19.4.2010 05:00 Geta náð í eignir fram til 2012 Hægt verður að rifta færslu eigna til skyldmenna í kringum bankahrunið allt að fjögur ár aftur í tímann í stað tveggja að hámarki gangi frumvarp um breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti eftir. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir málinu í nóvember í fyrra og var það afgreitt úr allsherjarnefnd Alþingis á föstudag. 19.4.2010 05:00 Vongóðir um flug til Norðurlandanna í dag Milljónir flugfarþega eru enn strandaglópar vegna ösku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Askan hafði engin áhrif á þotur sem flugu tilraunaflug yfir meginlandi Evrópu í gær. Mikill þrýstingur er á flugmálayfirvöld að aflétta flugbanni. 19.4.2010 04:00 Skuldaði 18% af eiginfé Kaupþings Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaupþings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfaverð hrundi. 19.4.2010 04:00 Staða Íbúðalánasjóðs verri en búist var við Íbúðalánasjóður tapaði 3,2 milljörðum króna í fyrra og stendur eiginfjárhlutfall hans í þremur prósentum. Þetta er verri niðurstaða en búist var við, að sögn Guðmundar Bjarnasonar, forstjóra sjóðsins. Heildarútlán sjóðsins námu 757 milljörðum í lok árs. 19.4.2010 04:00 Gosstrókurinn er lægri en óróinn eykst Gosvirkni í eldstöðinni á Eyjafjallajökli var minni í gær en áður og fór gosmökkurinn ekki jafn hátt og síðustu daga. Gosóróinn óx hins vegar, og er mjög erfitt að ráða í þýðingu þessara breytinga, segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 19.4.2010 04:00 Icelandair inn fyrir Bakkavör Icelandair Group tekur sæti Bakkavarar Group í Úrvalsvísitölunni í dag. Ákveðið var á hluthafafundi Bakkavarar í marslok að taka félagið af markaði og gera það að einkahlutafélagi. Síðasti dagur félagsins sem skráð hlutafélag var á föstudag. 19.4.2010 03:30 Óvíst hvenær umferð verður hleypt á veginn Verktakar luku í gær við bráðabirgðaviðgerð á þjóðvegi 1, hringveginum, við Markarfljótsbrú en ekki hefur verið ákveðið hvenær vegurinn verður opnaður fyrir almennri umferð. Einnig var gert við varnargarða sem verja veginn og brúna yfir Markarfljót. 19.4.2010 03:15 Vinsælli en Churchill Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata á Bretlandi, er vinsælasti stjórnmálamaður Bretlands þessa dagana. Samkvæmt skoðanakönnun dagblaðsins Sunday Times nýtur hann auk þess meiri vinsælda en Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra, gerði árið 1945. 18.4.2010 22:30 Telja flugbannið allt of víðtækt Milljónir manna þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum í dag þar sem flugsamgöngur voru enn lamaðar vegna öskudreifingar. Evrópsk flugfélög, sem hafa sent mannlausar farþegaþotur í reynsluflug án sýnilegs tjóns, efast um flugbannið og telja það allt of víðtækt. 18.4.2010 21:07 Ríkisstjórn bankahrunsins burt Viðskiptasiðfræðingur segir að allir þeir sem sátu í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins og sitja ýmist sem ráðherrar eða þingmenn í dag ættu að axla ábyrgð. Til að vinna traust almennings að nýju væri eðlilegast fyrir þá að stíga til hliðar. Stjórnmálafræðingur setur spurningamerki við það að þingmenn víki einungis tímabundið frá þingstörfum. Helga Arnardóttir. 18.4.2010 19:40 Icelandair fellir niður flug og breytir áætlun Icelandair hefur ákveðið að fella niður flug til Kaupmannahafnar á morgun, mánudag en hefur sett þess í stað upp aukaflug til Osló þar sem veittar hafa verið flugheimildir. Jafnframt hefur flug til Helskinki verið fellt niður, en þess í stað sett upp aukaflug til Tampere í Finnlandi þar sem opið er fyrir flug, en auk þess verður flogið til Stokkhólms á morgun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. 18.4.2010 20:48 Viðgerð á veginum við Markarfljót lokið Viðgerð á hringveginum við Markarfljót er lokið en vegurinn verður þó ekki opnaður fyrir almenna umferð að svo stöddu. Neyðarflutningur verður því áfram háður leyfi lögreglu og almannavarna. 18.4.2010 19:54 Ótímabært að spá fyrir um endalok gossins Töluvert hefur dregið úr virkni eldstöðvarinnar undir Eyjafjallajökli. Ekki er hins vegar orðið tímabært að spá fyrir um endalok þess. Meira en 700 tonn af gosefni ruddust upp úr gígnum á hverri einustu sekúndu fyrstu þrjá sólarhringana. 18.4.2010 19:06 Átta íbúafundir haldnir í vikunni Átta fundir verða haldnir með íbúum í grennd við Eyjafjallajökul næstu daga. Á fundunum verða yfirvöld og almannavarnanefnd í héraði, ásamt dýralækni, veðurfræðingi, jarðvísindamanni og fleiri sérfræðingum og fulltrúum stofnana sem koma að málum. 18.4.2010 19:22 Lausn Icesave deilunnar enn nátengd samstarfinu við AGS Í nýrri viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er því heitið að Bretum og Hollendingum verði að fullu endurgreiddur kostnaðurinn vegna Icesave-reikninganna. Lausn á Icesave virðist því enn nátengd áframhaldandi samstarfi við sjóðinn. 18.4.2010 19:12 Er Hrafn lordinn af Laugarnestanga? Reykjavíkurborg hefur gefið Hrafni Gunnlaugssyni frest til morguns til að fjarlægja muni utan lóðarmarka hans við Laugarnestanga. Hrafn segir þetta lögleysu. Hann segist jafnframt hafa álfa- og huldufólk með sér og að hið mjúka muni sigra hið harða. Fréttastofa Stöðvar 2 heimsótti Hrafn í Laugarnestangann í dag. Hægt er að horfa á fréttina hér. 18.4.2010 19:48 Þúsundir vottuðu forsetahjónunum virðingu sína Þúsundir manna voru við útför pólska forsetans Lech Kaczynski í Kraká í Póllandi í dag. Fjölmargir þjóðarleiðtogar komust ekki í útförina þar sem flugsamgöngur lágu niðri að mestum hluta vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þeir sem komust ekki voru m.a Obama Bandaríkjaforseti, Nicolas Sarkozy forseti Frakklands, Angela Merkel Kanslari Þýskalands og fjölmargir aðrir frá Norðurlöndunum og víðar. Eingöngu þjóðarleiðtogar í nágrannaríkjum Póllands komust í útförina. 18.4.2010 18:52 Minni gosvirkni Gosvirkni í Eyjafjallajökli hefur verið minni í dag en áður. Gosmökkurinn fer lægra, öskumyndun er minni og litlar fréttir af hafa borist af öskufalli. Mökkur er bæði yfir Mýrdals- og Eyjafjallajökli en aska nær ekki niður í byggð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. 18.4.2010 17:42 Iceland Express hyggst fljúga til Evrópu á morgun Iceland Express stefnir að flugi til Kaupmannahafnar, Berlínar, Tenerife og Alicante á morgun, mánudag. Stefnt er að því, að Kaupmannahafnarvélin fari í loftið í fyrramálið, og Alicante, Tenerife og Berlín eftir hádegið. Félagið hefur hins vegar aflýst öllu flugi til London á morgun. 18.4.2010 16:53 Fimm handteknir í annarlegu ástandi við Skautahöllina Fimm einstaklingar voru handteknir í annarlegu ástandi við Skautahöllin í Reykjavík í hádeginu í dag. Hópurinn hafði áður ekið utan í bifreið við Bústaðaveg og bensíndælu á bensínstöð í Álfheimum. Í framhaldinu hóf lögregla leit af bifreiðinni en barst skömmu síðar tilkynning um hóp af fólki í annarlegu ástandi og læti fyrir utan Skautahöllina í Laugardal. 18.4.2010 16:39 Hrygningarsvæðum virðist ekki stafa hætta af hlaupvatninu Fyrstu niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar benda til þess að hrygningarsvæðum þorsks og annarra mikilvægra fisktegunda stafi ekki hætta af hlaupvatninu við ósa Markarfljóts vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 18.4.2010 16:19 Reyna að fljúga til og frá Skandinavíu Icelandair stefnir að flugi til og frá Skandinavíu og Bandaríkjunum á morgun, en aflýsir flugi til Bretlands og meginlands Evrópu. 18.4.2010 15:53 Í lagi með neysluvatn Eyjamanna Reglulega eru tekin sýni úr neysluvatni Eyjamanna en vatnsleiðslur til Vestmannaeyja liggja um Landeyjasand skammt frá Markarfljóti. Ekkert athugavert hefur komið fram í vatninu, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá samhæfingarstöð almannavarna. 18.4.2010 15:47 Allt grátt „Það er náttúrulega allt grátt og það var skelfilegt að koma út," segir Heiða Björg Scheving, á bænum Steinum, þegar hún lýsir því hvernig var að koma út í morgun. Frá því að eldgosið hófst í Eyjafjallajökli í síðustu viku hefur mikið öskufall verið á svæðinu. 18.4.2010 15:39 Lýst eftir 13 ára stúlku Lögreglan leitar enn að Emilíönu Andrésardóttur, 13 ára stúlku, sem strauk frá meðferðarheimilinu Stuðlum á fimmtudag. Það eru því komnir fjórir dagar sem hún hefur ekki skilað sér. Það eina sem til hennar hefur spurst er að til hennar sást á Akureyri á föstudagskvöld. 18.4.2010 15:15 Reyna að opna veginn við Markarfljót í kvöld Stefnt er að því að opna Hringveginn við Markarfljót í kvöld. Vinna síðustu daga við viðgerðina á veginum og varnargörðum hefur gengið vel og styttist í að hægt verði að flytja neyðarakstur af gömlu brúnni yfir á þá nýju og þar með um Hringveginn. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 18.4.2010 14:58 Rafmagn datt út á Litla Hrauni Rafmagn datt út í skamma stund víða Suðurlandi klukkan rúmlega hálf tvö í dag, þar á meðal í fangelsinu á Litla-Hrauni. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Selfossi flaug álft á rafmagnsstreng norður af fangelsinu sem varð til þess að strengurinn féll til jarðar. Út frá því komst eldur í sinu sem leiddi síðan til þess að rafmagn sló út á stóru svæði. 18.4.2010 14:42 Telur að Bjarni eigi að segja af sér Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur að Bjarni Benediktsson eigi að segja af sér formaður Sjálfstæðisflokksins. 18.4.2010 13:33 Dýrin hafa það gott Dýralæknar hafa í morgun farið á bæi og kanna ástandið á skepnum sem hafa verið úti í öskufallinu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og segja ástandið ótrúlega gott, samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna. 18.4.2010 13:16 Ragna fundar með blaðamönnum um eldgosið Nokkrar breytingar hafa orðið á gjóskufalli, óróa og gosmekki á gossvæðinu á Eyjafjallajökli en ekki sést til gosstöðvanna. Flugvél Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir svæðið og berast upplýsingar frá vísindamönnum síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. 18.4.2010 13:10 Sjá næstu 50 fréttir
Tekinn á 136 þar sem hámarkið er 30 Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á Eyrarbakka í gær eftir að hann hafði ekið á að minnstakosti 136 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkusutnd. 19.4.2010 08:25
Lá við stórtjóni Minnstu munaði að stórtjón yrði, þegar eldur kviknaði í ruslagámi við félagsheimilið Félagslund í Gaulverjabæjarhreppi suðuaustur af Selfossi á tólfta tímanum í gærkvöldi. 19.4.2010 08:24
Búið að gera við veginn við Markarfljót - enn lokað þó Það snjóaði víða á norðan- og austanverðu landinu í nótt og er víða hálka, einkum á fjallvegum. Það var til dæmis al hvít jörð og hálka á Akureyri í morgunsárið. 19.4.2010 08:20
Gera ráð fyrir að lögreglumönnum fækki Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að lögreglumönnum og öðru starfsfólki lögreglunnar fækki á næstu árum. Þetta verði gert með því að nánast engar nýráðningar komi á móti fækkun vegna þeirra starfsmanna sem fara á eftirlaun eða hverfa til annarra starfa. Þetta kemur fram í umsögn fjármálaráðuneytisins um nýtt frumvarp um breytingar á lögreglulögum sem liggur fyrir þinginu. 19.4.2010 08:00
Enn kraftur í gosinu Gosórói jókst í Eyjafjallajökli í gærkvöldi og er enn kraftur í gosinu. Gosmökkurinn er hinsvegar margfalt lægri en áður, hann stígur rétt upp fyrir jökulinn. Þetta staðfesta ratsjár og myndir úr gerfihnöttum. 19.4.2010 07:16
Flogið til Noregs, Svíþjóðar og Finnlands Staðan á flugi frá Íslandi er sú að flug Icelandair til Kaupmannahafnar sem fara átti í dag hefur verið fellt niður en í stað þess er boðið upp á aukaflug til Osló. Einnig hefur flugi sem fara átti til Helsinki verið breytt og verður nú flogið til Tampere þess í stað. 19.4.2010 07:08
Askan í Evrópu: Útlitið aðeins bjartara Askan úr eyjafjallajökli heldur áfram að hrella evrópubúa og lama flugsamgöngur. Þó hafa flugvellir verið opnaði í Noregi og Svíþjóð þótt það gæti verið tímabundið. 19.4.2010 06:59
Efast um lögmæti landsdóms Vafi leikur á hvort landsdómur standist Mannréttindasáttmála Evrópu. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benti á í grein á laugardag að samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu verði allir að eiga þess kost að mál þeirra sé tekið fyrir á tveimur dómstigum. „Landsdómur uppfyllir ekki þetta skilyrði. Hann er því ónothæfur,“ skrifar Þorsteinn. 19.4.2010 06:45
Sló út rafmagni á Litla-Hrauni Óheppin álft flaug á rafmagnsstreng skammt frá fangelsinu á Litla-Hrauni um klukkan 13.30 í gær með þeim afleiðingum að rafmagni sló út víða á Suðurlandi. 19.4.2010 06:30
Vill flýta landsfundi eftir afsögn Þorgerðar Óvenjuleg staða er komin upp í Sjálfstæðisflokknum eftir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði af sér varaformennsku í flokknum, og tilkynnti að hún hygðist víkja tímabundið af þingi. Þorgerður tilkynnti afsögn sína á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fram fór í Stapa í Reykjanesbæ á laugardag. 19.4.2010 06:15
Framkvæmdin önnur en í Noregi Álitaefni er hvort bankarnir hefðu ekki betur dregið frá skráðu eiginfé lán sem veitt voru með veði í hlutabréfum þeirra sjálfra. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að skort hafi á umræðu um þetta mál í tengslum við endurskoðun reikninga fjármálafyrirtækja. 19.4.2010 06:00
Allt á kafi í grárri drullu „Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu,“ segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn.“ 19.4.2010 06:00
Ferðalangar fengu ekki að fara inn í Fljótshlíð Mikill fjöldi lagði leið sína austur á Hvolsvöll á laugardag til að berja gosstrókinn úr Eyjafjallajökli augum. Ökumenn fengu ekki að fara inn í Fljótshlíð eða að Markarfljóti samkvæmt fyrirmælum frá Almannavörnum. „Ég held að fólk hafi almennt sýnt því skilning,“ segir Smári Sigurbjörnsson, formaður björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli. 19.4.2010 06:00
Flugvélin er bylting í gosrannsóknum Ný eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar hefur leikið aðalhlutverk við gagnaöflun við gosstöðvarnar á Suðurlandi. Upplýsingarnar hafa gagnast við hættumat og veitt jarðvísindamönnum ómetanleg tækifæri til rannsókna. 19.4.2010 06:00
Spá Veðurstofu Íslands um öskufall Sunnudagur: Vestanátt beinir gosmekki yfir Mýrdalsjökul. Búast má við öskufalli í Meðallandi og á Mýrdalssandi. Snýst í norðanátt í nótt, með öskufalli suður af Mýrdalsjökli. 19.4.2010 05:00
Geta náð í eignir fram til 2012 Hægt verður að rifta færslu eigna til skyldmenna í kringum bankahrunið allt að fjögur ár aftur í tímann í stað tveggja að hámarki gangi frumvarp um breytingar á lögum um gjaldþrotaskipti eftir. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti fyrir málinu í nóvember í fyrra og var það afgreitt úr allsherjarnefnd Alþingis á föstudag. 19.4.2010 05:00
Vongóðir um flug til Norðurlandanna í dag Milljónir flugfarþega eru enn strandaglópar vegna ösku frá eldstöðinni í Eyjafjallajökli. Askan hafði engin áhrif á þotur sem flugu tilraunaflug yfir meginlandi Evrópu í gær. Mikill þrýstingur er á flugmálayfirvöld að aflétta flugbanni. 19.4.2010 04:00
Skuldaði 18% af eiginfé Kaupþings Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaupþings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfaverð hrundi. 19.4.2010 04:00
Staða Íbúðalánasjóðs verri en búist var við Íbúðalánasjóður tapaði 3,2 milljörðum króna í fyrra og stendur eiginfjárhlutfall hans í þremur prósentum. Þetta er verri niðurstaða en búist var við, að sögn Guðmundar Bjarnasonar, forstjóra sjóðsins. Heildarútlán sjóðsins námu 757 milljörðum í lok árs. 19.4.2010 04:00
Gosstrókurinn er lægri en óróinn eykst Gosvirkni í eldstöðinni á Eyjafjallajökli var minni í gær en áður og fór gosmökkurinn ekki jafn hátt og síðustu daga. Gosóróinn óx hins vegar, og er mjög erfitt að ráða í þýðingu þessara breytinga, segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 19.4.2010 04:00
Icelandair inn fyrir Bakkavör Icelandair Group tekur sæti Bakkavarar Group í Úrvalsvísitölunni í dag. Ákveðið var á hluthafafundi Bakkavarar í marslok að taka félagið af markaði og gera það að einkahlutafélagi. Síðasti dagur félagsins sem skráð hlutafélag var á föstudag. 19.4.2010 03:30
Óvíst hvenær umferð verður hleypt á veginn Verktakar luku í gær við bráðabirgðaviðgerð á þjóðvegi 1, hringveginum, við Markarfljótsbrú en ekki hefur verið ákveðið hvenær vegurinn verður opnaður fyrir almennri umferð. Einnig var gert við varnargarða sem verja veginn og brúna yfir Markarfljót. 19.4.2010 03:15
Vinsælli en Churchill Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata á Bretlandi, er vinsælasti stjórnmálamaður Bretlands þessa dagana. Samkvæmt skoðanakönnun dagblaðsins Sunday Times nýtur hann auk þess meiri vinsælda en Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra, gerði árið 1945. 18.4.2010 22:30
Telja flugbannið allt of víðtækt Milljónir manna þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum í dag þar sem flugsamgöngur voru enn lamaðar vegna öskudreifingar. Evrópsk flugfélög, sem hafa sent mannlausar farþegaþotur í reynsluflug án sýnilegs tjóns, efast um flugbannið og telja það allt of víðtækt. 18.4.2010 21:07
Ríkisstjórn bankahrunsins burt Viðskiptasiðfræðingur segir að allir þeir sem sátu í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins og sitja ýmist sem ráðherrar eða þingmenn í dag ættu að axla ábyrgð. Til að vinna traust almennings að nýju væri eðlilegast fyrir þá að stíga til hliðar. Stjórnmálafræðingur setur spurningamerki við það að þingmenn víki einungis tímabundið frá þingstörfum. Helga Arnardóttir. 18.4.2010 19:40
Icelandair fellir niður flug og breytir áætlun Icelandair hefur ákveðið að fella niður flug til Kaupmannahafnar á morgun, mánudag en hefur sett þess í stað upp aukaflug til Osló þar sem veittar hafa verið flugheimildir. Jafnframt hefur flug til Helskinki verið fellt niður, en þess í stað sett upp aukaflug til Tampere í Finnlandi þar sem opið er fyrir flug, en auk þess verður flogið til Stokkhólms á morgun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. 18.4.2010 20:48
Viðgerð á veginum við Markarfljót lokið Viðgerð á hringveginum við Markarfljót er lokið en vegurinn verður þó ekki opnaður fyrir almenna umferð að svo stöddu. Neyðarflutningur verður því áfram háður leyfi lögreglu og almannavarna. 18.4.2010 19:54
Ótímabært að spá fyrir um endalok gossins Töluvert hefur dregið úr virkni eldstöðvarinnar undir Eyjafjallajökli. Ekki er hins vegar orðið tímabært að spá fyrir um endalok þess. Meira en 700 tonn af gosefni ruddust upp úr gígnum á hverri einustu sekúndu fyrstu þrjá sólarhringana. 18.4.2010 19:06
Átta íbúafundir haldnir í vikunni Átta fundir verða haldnir með íbúum í grennd við Eyjafjallajökul næstu daga. Á fundunum verða yfirvöld og almannavarnanefnd í héraði, ásamt dýralækni, veðurfræðingi, jarðvísindamanni og fleiri sérfræðingum og fulltrúum stofnana sem koma að málum. 18.4.2010 19:22
Lausn Icesave deilunnar enn nátengd samstarfinu við AGS Í nýrri viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er því heitið að Bretum og Hollendingum verði að fullu endurgreiddur kostnaðurinn vegna Icesave-reikninganna. Lausn á Icesave virðist því enn nátengd áframhaldandi samstarfi við sjóðinn. 18.4.2010 19:12
Er Hrafn lordinn af Laugarnestanga? Reykjavíkurborg hefur gefið Hrafni Gunnlaugssyni frest til morguns til að fjarlægja muni utan lóðarmarka hans við Laugarnestanga. Hrafn segir þetta lögleysu. Hann segist jafnframt hafa álfa- og huldufólk með sér og að hið mjúka muni sigra hið harða. Fréttastofa Stöðvar 2 heimsótti Hrafn í Laugarnestangann í dag. Hægt er að horfa á fréttina hér. 18.4.2010 19:48
Þúsundir vottuðu forsetahjónunum virðingu sína Þúsundir manna voru við útför pólska forsetans Lech Kaczynski í Kraká í Póllandi í dag. Fjölmargir þjóðarleiðtogar komust ekki í útförina þar sem flugsamgöngur lágu niðri að mestum hluta vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Þeir sem komust ekki voru m.a Obama Bandaríkjaforseti, Nicolas Sarkozy forseti Frakklands, Angela Merkel Kanslari Þýskalands og fjölmargir aðrir frá Norðurlöndunum og víðar. Eingöngu þjóðarleiðtogar í nágrannaríkjum Póllands komust í útförina. 18.4.2010 18:52
Minni gosvirkni Gosvirkni í Eyjafjallajökli hefur verið minni í dag en áður. Gosmökkurinn fer lægra, öskumyndun er minni og litlar fréttir af hafa borist af öskufalli. Mökkur er bæði yfir Mýrdals- og Eyjafjallajökli en aska nær ekki niður í byggð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. 18.4.2010 17:42
Iceland Express hyggst fljúga til Evrópu á morgun Iceland Express stefnir að flugi til Kaupmannahafnar, Berlínar, Tenerife og Alicante á morgun, mánudag. Stefnt er að því, að Kaupmannahafnarvélin fari í loftið í fyrramálið, og Alicante, Tenerife og Berlín eftir hádegið. Félagið hefur hins vegar aflýst öllu flugi til London á morgun. 18.4.2010 16:53
Fimm handteknir í annarlegu ástandi við Skautahöllina Fimm einstaklingar voru handteknir í annarlegu ástandi við Skautahöllin í Reykjavík í hádeginu í dag. Hópurinn hafði áður ekið utan í bifreið við Bústaðaveg og bensíndælu á bensínstöð í Álfheimum. Í framhaldinu hóf lögregla leit af bifreiðinni en barst skömmu síðar tilkynning um hóp af fólki í annarlegu ástandi og læti fyrir utan Skautahöllina í Laugardal. 18.4.2010 16:39
Hrygningarsvæðum virðist ekki stafa hætta af hlaupvatninu Fyrstu niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar benda til þess að hrygningarsvæðum þorsks og annarra mikilvægra fisktegunda stafi ekki hætta af hlaupvatninu við ósa Markarfljóts vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. 18.4.2010 16:19
Reyna að fljúga til og frá Skandinavíu Icelandair stefnir að flugi til og frá Skandinavíu og Bandaríkjunum á morgun, en aflýsir flugi til Bretlands og meginlands Evrópu. 18.4.2010 15:53
Í lagi með neysluvatn Eyjamanna Reglulega eru tekin sýni úr neysluvatni Eyjamanna en vatnsleiðslur til Vestmannaeyja liggja um Landeyjasand skammt frá Markarfljóti. Ekkert athugavert hefur komið fram í vatninu, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá samhæfingarstöð almannavarna. 18.4.2010 15:47
Allt grátt „Það er náttúrulega allt grátt og það var skelfilegt að koma út," segir Heiða Björg Scheving, á bænum Steinum, þegar hún lýsir því hvernig var að koma út í morgun. Frá því að eldgosið hófst í Eyjafjallajökli í síðustu viku hefur mikið öskufall verið á svæðinu. 18.4.2010 15:39
Lýst eftir 13 ára stúlku Lögreglan leitar enn að Emilíönu Andrésardóttur, 13 ára stúlku, sem strauk frá meðferðarheimilinu Stuðlum á fimmtudag. Það eru því komnir fjórir dagar sem hún hefur ekki skilað sér. Það eina sem til hennar hefur spurst er að til hennar sást á Akureyri á föstudagskvöld. 18.4.2010 15:15
Reyna að opna veginn við Markarfljót í kvöld Stefnt er að því að opna Hringveginn við Markarfljót í kvöld. Vinna síðustu daga við viðgerðina á veginum og varnargörðum hefur gengið vel og styttist í að hægt verði að flytja neyðarakstur af gömlu brúnni yfir á þá nýju og þar með um Hringveginn. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 18.4.2010 14:58
Rafmagn datt út á Litla Hrauni Rafmagn datt út í skamma stund víða Suðurlandi klukkan rúmlega hálf tvö í dag, þar á meðal í fangelsinu á Litla-Hrauni. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Selfossi flaug álft á rafmagnsstreng norður af fangelsinu sem varð til þess að strengurinn féll til jarðar. Út frá því komst eldur í sinu sem leiddi síðan til þess að rafmagn sló út á stóru svæði. 18.4.2010 14:42
Telur að Bjarni eigi að segja af sér Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur að Bjarni Benediktsson eigi að segja af sér formaður Sjálfstæðisflokksins. 18.4.2010 13:33
Dýrin hafa það gott Dýralæknar hafa í morgun farið á bæi og kanna ástandið á skepnum sem hafa verið úti í öskufallinu vegna eldgossins í Eyjafjallajökli og segja ástandið ótrúlega gott, samkvæmt samhæfingarmiðstöð almannavarna. 18.4.2010 13:16
Ragna fundar með blaðamönnum um eldgosið Nokkrar breytingar hafa orðið á gjóskufalli, óróa og gosmekki á gossvæðinu á Eyjafjallajökli en ekki sést til gosstöðvanna. Flugvél Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir svæðið og berast upplýsingar frá vísindamönnum síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð. 18.4.2010 13:10