Innlent

Staða Íbúðalánasjóðs verri en búist var við

Forstjórinn segir Íbúðalánasjóð hafa verið nær þann eina sem lánaði til byggingaframkvæmda í kringum álversframkvæmdir á Austurlandi. Fréttablaðið/GVA
Forstjórinn segir Íbúðalánasjóð hafa verið nær þann eina sem lánaði til byggingaframkvæmda í kringum álversframkvæmdir á Austurlandi. Fréttablaðið/GVA
Íbúðalánasjóður tapaði 3,2 milljörðum króna í fyrra og stendur eiginfjárhlutfall hans í þremur prósentum. Þetta er verri niðurstaða en búist var við, að sögn Guðmundar Bjarnasonar, forstjóra sjóðsins. Heildarútlán sjóðsins námu 757 milljörðum í lok árs.

Guðmundur segir að í skugga aðstæðna hafi verið ákveðið að færa fleiri eignir inn á varúðar­reikning. Guðmundur hefur fundað með Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra um stöðuna. Hann segir eiginfjárhlutfallið pólitíska ákvörðun sem taka þurfi í samráði við eftirlitsaðila. Eigi það að vera fjögur prósent þurfi ríkissjóður að leggja Íbúðalánasjóði til þrjá milljarða króna, væntanlega í formi skuldabréfaútgáfu. Rúma sex milljarða þarf til að hækka hlutfallið í fimm prósent. „Telji menn þrjú prósent ásættanleg þá halda menn áfram að reka sjóðinn við þessar aðstæður,“ segir hann.

Íbúðalánasjóður á rúmar fimm hundruð íbúðir víða um land. Rúmlega hundrað þeirra eru á Reyðarfirði og Egilsstöðum, sem sjóðurinn lagði fé til í tengslum við álversframkvæmdir á Austurlandi. „Það voru miklar kröfur til sjóðsins þar enda lánuðu bankarnir ekki svo glatt út á land. Hefðum við ekki gert það hefði eitthvað verið sagt,“ segir Guðmundur. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×